Samfélagsmiðlar

Flugbíllinn færist skrefi nær

Framtíðarsýnin um fljúgandi bíla hefur ekki enn orðið að veruleika en hún færist stöðugt nær. Búist er við að fyrstu flugbílarnir verði teknir í notkun innan fárra ára. Nýlokið er mikilvægum prófunum í Sviss á flughæfni brasilísks farartækis sem vonast er til að fari í sölu árið 2026.

Fugbíll Eve í vindgöngum í Sviss

Tilkynnt var í gær að rafflugþróunarfyrirtækið Eve Air Mobility, sem er í eigu brasilíska flugvélaframleiðandans Embraer, hefði lokið vel heppnuðum prófunum á nýju rafknúnu flugfari sem fer á loft og lendir lóðrétt – eða eVTOL (electric Vertical TakeOff and Landing vehicle). Við köllum þetta farartæki einfaldlega flugbíl.

Prófanir á módeli Eve flugbílsins fóru fram í vindgöngum nærri Luzern í Sviss en þar var aflað mikilvægra upplýsinga um flughæfni og eiginleika áður en kemur að lokahönnun. Fyrirhugað er að frumgerð þessa farartækis verði fullsmíðað á næsta ári en það fari síðan á markað 2026. Þegar hafa um 2.800 fyrirframpantanir borist.

Meðal fjárfesta sem standa að baki verkefninu eru bandaríska flugfélagið United Airlines og breski þotuhreyflaframleiðandinn Rolls Royce. 

Farartæki í borgarsamfélögum framtíðar – MYND: Eve Air Mobility

Eve-flugbíllinn, eða flugtaxinn, verður einungis knúinn rafmagni og á að geta flogið í 100 kílómetra á einni hleðslu. Menn sjá fyrir sér að þetta farartæki eða skutla geti sinnt fjölmörgum verkefnum í borgarsamfélögum, flutt bæði fólk og vörur – t.d. komið farþegum hratt og örugglega frá lendingarpalli nærri heimili eða vinnustað á nærliggjandi alþjóðaflugvöll.

Við hönnun Eve-flugbílsins er sérstaklega miðað við að tryggja þægindi og öryggi flugmanns og farþega – ekki síst að draga sem mest úr hávaða sem berst inn í faþegarýmið. Í fyrstu er miðað við að manneskja stýri farartækinu en í framtíðinni er gert ráð fyrir sjálfstýribúnaði.

Áður en flugbílarnir taka á loft þarf að leysa ýmis verkefni. Útbúa verður leyfilega lendingarstaði fyrir þessi faratæki, byggja upp nauðsynlega hleðsluinnviði, og auðvitað gefa út nauðsynlegar reglur um flug þeirra. Þá á eftir að byggja upp traust og tiltrú væntanlegra notenda á þessum nýstárlegu samgöngutækjum – sérstaklega þegar kemur að því að farartækin fljúgi án stjórnanda um borð.

Nýtt efni

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …

Icelandair sagði 82 starfsmönnum upp fyrir síðustu mánaðamót en þær uppsagnir náðu ekki til áhafna flugfélagsins. Nú er hins vegar komið að þeim hópi því fyrir helgi fengu 57 flugmenn uppsagnarbréf og eins voru 26 flugstjórar færðir í stöðu flugmanna. Við þá breytingu lækka laun viðkomandi um fimmtung samkvæmt því sem FF7 kemst næst.  Flugmönnum …