Samfélagsmiðlar

Ryanair veðjar á Spán

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að opna fimm nýjar starfsstöðvar á Spáni og stefnir að því að flytja 40 prósent fleiri farþega þangað. Félagið reynir þó sem fyrr að hafa áhrif á gjaldheimtu flugvalla þar sem það starfar.

Götumynd frá Madríd - MYND: ÓJ

Michael O´Leary, forstjóri Ryanair-samsteypunnar hitti Pedro Sanches, forsætisráðherra Spánar, á fundi fyrr í mánuðinum og lofaði því að félagið myndi fjárfesta fyrir um fimm milljarða evra á Spáni á næstu sjö árum. Spánn er annað fjölsóttasta ferðamannaland heims, næst á eftir Frakklandi, og mikil tiltrú Ryanair á framtíð ferðaþjónustu þar styrkir stöðu landsins enn frekar. Þetta er þó ekki alveg meitlað í stein.

Írska lággjaldaflugfélagið segist ætla að koma sér fyrir á fimm nýjum starfsstöðvum eða flugvöllum á Spáni og fjölga flugfarþegum í Spánarflugi um 40 prósent fyrir árið 2030. Eddie Wilson, framkvæmdastjóri Ryanair DAC, stærstu einingar samsteypunnar, greindi frá þessu á fundi í Madríd nú í vikunni. Hann sagði að á þessu ári væri gert ráð fyrir að félagið flytti 55 milljónir farþega til Spánar en stefnt væri að því að flytja 77 milljónir 2030. Hinsvegar notaði hann tækifærið til að þrýsta á spænsk stjórnvöld um að hækka ekki flugvallagjöld eins og ráðgert er.

Flugvél Ryanair DAC – MYND: Ryanair

Oscar Puente, samgönguráðherra Spánar, sagði nefnilega nýverið að 4,09 prósenta gjaldskrár hjá flugvallarekandanum AENA, sem er í ríkiseigu, í mars næstkomandi væri óhjákvæmileg – enda væri verðið þá engu að síður lægra en fyrir heimsfaraldur.

Wilson sagði að loforð um fjárfestingu Ryanair á Spáni miðaðist við að ekki yrði af gjaldskrárhækkunum fyrr en 2026 til 27. Það er því augljóst að Ryanair vill með þessu þrýsta enn frekar á ríkisstjórn Spánar um að halda aftur af gjaldskrárhækkunum.

Innan Ryanair-samsteypunnar eru flugrekstrareiningarnar Ryanair DAC, Ryanair UK, Buzz, Lauda og Malta Air.

Nýtt efni

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningu Play hafa nú fengið hluti sína afhenta og þar með ríflega tvöfaldaðist fjöldi útgefinna hluta í flugfélaginu við opnun Kauphallarinnar í morgun. Um leið fór markaðsvirði félagsins úr 3,9 milljörðum í 8,5 milljarða. Í hlutafjárútboðinu var hver hlutur seldur á 4,5 krónur og markaðsgengi gömlu bréfanna var það …

MYND: ÓJ

Í fyrra flugu 2,2 milljónir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og ný hagspá Landsbankans gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna í ár og þeim fjölgi svo um 100 þúsund á næsta ári og aftur á því þarnæsta. Spá Ferðamálastofu er í nærri sama takti því samkvæmt henni verða ferðamennirnir í ár 2,4 milljónir í ár og 2,6 …

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …