Samfélagsmiðlar

Ákall um skipulagðari upplýsingamiðlun vegna jarðhræringa

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, á ársfundi Íslandsstofu - MYND: Íslandsstofa/Sigurjón Ragnar

„Fólk út um allan heim hefur áhyggjur af okkur. Skilaboðin um að þetta sé staðbundið og eigi ekki við um allt landið hafa ekki náð í gegn,“ sagði Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu hjá Bláa lóninu, í pallborði á ársfundi Íslandsstofu í Grósku í dag þar sem umræðuefnið var Vörumerkið Ísland.

Þátttakendur höfðu verið spurðir hvaða áhrif þeir teldu að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hefðu á ímynd Íslands. Flestir virðast sammála um að til lengri tíma litið þá hafi umfjöllunin jákvæð áhrif – veki athygli á landinu og laði hingað erlenda ferðamenn. Til skamms tíma er hinsvegar staðan öðruvísi. Helga Árnadóttir hefur ásamt öðru starfsfólki Bláa lónsins þurft að sætta sig við að loka þessum einum helsta ferðamannastað landsins í 75 daga. Hún sagði að þó að atburðirnir á Reykjanesskaganum hefðu ekki bein áhrif á ímynd landsins til lengri tíma þá verði að hafa í huga að hugmyndir fólks um öryggi væru einn þeirra þátta sem hefðu áhrif.

„Ef við eigum eftir að horfa upp á svona hræringar til langs tíma, nokkurra ára eða áratuga, þá er ekki síst mikilvægt að við tölum einni röddu og tryggjum að við séum ekki að eiga við upplýsingaóreiðu, eins og við höfum átt við síðustu mánuði og mikil orka fer í að leiðrétta. Þetta getur til langs tíma haft áhrif á öryggisupplifun fólks gagnvart landinu – og þannig ímyndina,“ sagði Helga. Hún vill samræma betur þau skilaboð sem send eru út um atburðarásina á Reykjanesskaga. Um leið þyrfti að koma því á framfæri hversu magnaða sérfræðinga við eigum á sviði jarðvísinda og almannavarna, hversu mikið þeir þekktu þessa krafta sem eru að verki og hvernig bregðast ætti við með leiðigörðum og standa að rýmingaráætlunum. Margt jákvætt geti komið út úr því hvernig unnið hefur verið út úr þeirri stöðu sem við erum í. Þessa dagana er það hinvegar verkefni Helgu og hennar fólks að koma því skýrt til skila við markaðinn að lokanirnar séu aðeins tímabundnar – og tryggja um leið að upplifun gesta sé alltaf sem best.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tók í sama streng í pallborðsumræðunum og nefndi dæmi af viðskiptamönnum sem ætluðu að koma frá Evrópu til fundar en hættu við vegna óvissunnar sem hræringarnar sköpuðu á Íslandi.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í pallborðinu – MYND: Íslandsstofa/Sigurjón Ragnar

Að loknum fundinum ræddi FF7 við Boga Nils um áhrifin af þessum hræringum á viðskiptin til skemmri og lengri tíma:

„Það hægði talsvert á fyrir áramót en það hefur komið til baka. En auðvitað er mjög slæmt ef Bláa lónið er lokað. Stór hluti ferðamanna ætlar sér þangað. Það er líka slæmt að þeir sem ætla sér ekki þangað sjái að þar sé lokað vegna einhverrar hættu. Þetta er mjög vond staða. Við þurfum að reyna að halda Bláa lóninu opnu eins og hægt er. Svo er spurning hvort stjórnvöld geti ekki stýrt upplýsingamiðlun með skipulegri hætti. Stundum er talað um að það þurfi að fara í einhvers konar markaðssetningu til að vinna gegn upplýsingaóreiðu en það væri miklu ódýrara að stýra upplýsingagjöfinni betur og gera það með samræmdari og yfirvegaðri hætti.

Er það ekki vonlaust? Það eru margir fræðimenn þarna úti með alls konar skoðanir á því sem er að gerast.

„Nei, þetta eru allt mannanna verk. Ég held að flestir þessir menn séu að einhverju leyti starfsmenn hins opinbera. Er ekki hægt að fá þá til að koma saman með sérfræðingi í upplýsingamálum og samræma það sem sagt er?“

Þykir þér að menn tali óvarlega?

„Heimurinn er svo breyttur vegna samfélagsmiðlanna. Þú segir eitthvað á Íslandi og þá er það komið út um allan heim. Maður hefur nokkrum sinnum séð í fyrirsögn að versta sviðsmynd raungerist. Svo fer það út í heim sem worst-case scenario! – og er þá átt við verstu sviðsmyndina fyrir Ísland – það sem á aðeins við um lítinn hluta af landinu. Ég er ekki að segja að menn tali óvarlega en það fylgir mikil ábyrgð þeim orðum sem látin eru falla í því umhverfi sem er í dag með samfélagsmiðlunum.“

En þið voruð sammála um það í hér í pallborðinu á ársfundi Íslandsstofu að til lengri tíma litið geti það styrkt ímynd Íslands að við lendum í þessum hremmingum.

„Já, við vitum hvernig á að takast á við þetta. Þetta er eitthvað sem hefur gerst áður á Íslandi og gerist aftur. Þetta sýnir að náttúran hér er lifandi og áhugaverð.“

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …