Samfélagsmiðlar

Keppnismatreiðsla það allra skemmtilegasta

Íslenska kokkalandsliðið fagnaði frábærum árangri á Ólympíuleikunum í matreiðslu sem haldnir voru í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúarmánaðar. Þau gerðu sér lítið fyrir og lönduðu bronsi í báðum keppnisgreinum en 55 þjóðir tóku þátt á leikunum að þessu sinni. Landsliðskokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er alin upp við góðan mat á alla kanta og kom sjálfri sér á óvart þegar hún fann sig í keppnismatreiðslu.

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir með verðlaunagripinn - MYND: Ruth Ásgeirsdóttir

Erla Þóra útskrifaðist sem kokkur árið 2017 og matreiðslumeistari þremur árum síðar. Hún er 27 ára, uppalin í Laugardalnum og var snemma harðákveðin í að verða kokkur. „Ég byrjaði að vinna á veitingastöðum þegar ég var bara unglingur. Fyrst á Tapasbarnum þegar ég var 13 ára og svo í mörg ár í þeirri keðju, Apótekinu og Fjallkonunni. Við fjölskyldan erum öll mikið mataráhugafólk. Ég er alin upp við góðan mat heima og mamma og pabbi voru mjög dugleg að fara með okkur út að borða. Svo þetta liggur allt frekar beint við,“ útskýrir Erla Þóra.

Mesta kikkið er að fullkomna réttina

Hún segir það aldrei hafa verið sérstaklega á stefnuskránni að vera í landsliðinu í matreiðslu en fyrir þremur árum sá hún auglýsingu frá þeim, ákvað að sækja um, komst strax inn og hefur ekki hætt síðan. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mjög krefjandi og allt öðruvísi en vinnan á veitingastöðunum. Ég vissi ekki að ég hefði svona mikinn áhuga á keppnismatreiðslu en þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt. Mesta „kikkið“ er að sjá árangurinn og hvernig hlutirnir þróast yfir æfingatímabilið. Þú byrjar kannski að prófa eitthvað sem er fyrst alveg hræðilegt en svo heldur þú áfram og áfram að þróa og breyta og í lokin nærðu að fullkomna réttinn.“

„Konum í faginu er vissulega alltaf að fjölga en karlarnir eru ennþá í meirihluta“ – MYND: Ruth Ásgeirsdóttir

Æfingatímabil landsliðsins fyrir stórmót er yfirleitt um tvö ár en nú voru þau lengi að safna saman liði og náðu því 8 mánuðum af stífum æfingum, sem svo skiluðu sér með bronsverðlaunum á dögunum. Á síðasta ári var Erla Þóra eina konan í liðinu en nú eru þær fjórar auk þjálfara liðsins, Snædísar Xyza Mae Jónsdóttur.

Liðið fékk góða hvatningu – MYND: Ruth Ásgeirsdóttir

Erla Þóra segir bransann vissulega vera karllægan, nokkuð sem reglulega er til umræðu og nú sérstaklega í ljósi þess að allir gestakokkar Food and Fun hátíðarinnar í mars eru karlkyns. „Þetta eru erfiðar og langar vaktir og mestmegnis kvöld- og helgarvinna í kokkabransanum. Kannski erum við ekki komin lengra en þetta í jafnréttinu og þessi vinnutími ef til vill eitthvað sem karlarnir sætta sig frekar við til lengri tíma. Konum í faginu er vissulega alltaf að fjölga en karlarnir eru ennþá í meirihluta.“

Sigur í höfn – MYNDIR: Ruth Ásgeirsdóttir

Meira að segja uppvaskið dæmt
Keppnisgreinarnar á Ólympíuleikunum er tvær. Í annarri þeirra, Chef‘s Table, framreiðir liðið 11 rétta matseðil fyrir 12 manns og í þeirri síðari þarf að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns. „Hvort tveggja þarf að vera gríðarlega flott en með ólíkum áherslum. Þarna er allt dæmt, meira að segja uppvaskið og hvernig við göngum frá. Við sem hópur æfum þetta allt saman aftur og aftur yfir æfingatímabilið og meira að segja hvernig við athöfnum okkur í eldhúsinu. Ef þú ert að hræra í potti með sleif þá þarftu að vera búin að ákveða hvar og hvernig þú ætlar að leggja hana frá þér og allt þarf þetta að vera samræmt okkar á milli. Þetta er svolítið eins og sýning í leikhúsi þar sem hvert einasta smáatriði þarf að vera á hreinu. Við fáum líka sérstaka smakkdómara til liðs við okkur á æfingatímabilinu sem eru miklir reynsluboltar í faginu og gefa okkur álit og punkta til að vinna út frá.“

„Þau eru framtíðarlandsliðið“ – MYND: Ruth Ásgeirsdóttir

Kokkalandslið Íslands samanstendur af 11 manna hópi í heildina. Auk þess hafa þau með sér fylgdarlið og aðstoðarfólk, kokkanema sem hjálpa gríðarlega og læra að sjálfsögðu mikið í leiðinni. „Þau eru framtíðarlandsliðið,“ útskýrir Erla Þóra og bendir á að þau setji markið hátt og séu þegar farin að huga að næstu keppnum – heimsmeistaramótinu eftir tæp þrjú ár og Ólympíuleikarnir árið 2028. Þar er markið að sjálfsögðu sett á gullverðlaunin og í haust fara æfingar aftur á fullt.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …