Samfélagsmiðlar

„Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur“

Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia.

Leita verður leiða til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar segir í nýrri úttekt OECD á rekstri Isavia og kynnt var í vikunni. Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia, segir gott að fá utanaðkomandi sýn á flugvöllinn, ábendingar og skapa umræðu. Hann getur þó ekki tekið undir með ályktun OECD um skort á samkeppni eða hæfni til að takast á við hana.

„Við þurfum að vera samkeppnishæfur flugvöllur og teljum okkur vera það. Þegar við horfum til baka til síðustu fimm ára þá erum við ótrúlega stolt yfir árangrinum. Um þrjátíu flugfélög nýttu Keflavíkurflugvöll í fyrra og það er fátítt að félög hætti flugi hingað. Algengara er að þau bæti við ferðum og áfangastöðum. Við hefðum ekki náð þessum árangri ef Keflavíkurflugvöllur væri ekki samkeppnishæfur. Einnig sem tengistöð á Norður-Atlantshafinu en þar ætlum við okkur að sækja fram og eigum í samkeppni við flugvelli eins og í Kaupmannahöfn, Dublin og Helsinki á þeim markaði.“

Vetrargjaldskráin með þeim lægri í Evrópu

Tekjur Keflavíkurflugvallar, á hvern farþega, hafi verið um sextíu prósent hærri en almennt gerist á evrópskum flugvöllum samkvæmt úttekt OECD. Spurður um þessar háu tekjur þá bendir Guðmundur Daði á að sumargjaldskrá Keflavíkurflugvallar sé tiltölulega há og sérfræðingar OECD hafi eingöngu tekið hana með í útreikninga sína.

„Verðskráin yfir veturinn er aftur á móti ein sú ódýrasta í Evrópu og þá töluvert lægri en til að mynda í Kaupmannahöfn, Alicante og Dusseldorf svo dæmi séu tekin. Það hefur líka verið stefna stjórnvalda að gera ferðaþjónustuna að heilsárs atvinnugrein og þetta er liður í því og hefur skilað árangri. Fyrir tíu árum flugu þrjú flugfélög allt árið um kring frá Keflavíkurflugvelli en þau voru orðin þrettán.“

Óljóst hvort tekjur af verslunarrekstri eru teknar með

Guðmundur Daði bendir á að Isavia ekki hafa allar þær forsendur sem skýrsla OECD byggir á. Hann spyr sig til að mynda hvort sérfræðingar eftirlitsstofnunarinnar taki tekjur af verslunarrekstri og jafnvel tekjur og kostnað af flugleiðsögu inn í jöfnuna þegar tekjur á hvern farþega er reiknaðar.

„Það væri óvenjulegt því við aðskiljum þessa þætti í starfseminni. Í skýrslu OECD segir líka að flugvöllurinn eigi að vera með tvíhliða verðskrá (e. dual till) og það erum við með. Reglugerðin sem er í gildi hér á landi segir að gjaldskráin gagnvart flugfélögunum verði að vera gagnsæ og byggjast á raunkostnaði við að reka flugtengda innviði. Þessi verðskrá er undir eftirliti og reglugerðin felur líka í sér málskottrétt til Samgöngustofu og þangað hefur stöku málum verið skotið síðastliðinn áratug.“

Launakostnaður er hátt hlutfall af heildinni

OECD staldrar ekki bara við samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar og háar farþegatekjur í úttekt sinni á starfsemi Isavia. Þar er einnig fullyrt að Keflavíkurflugvöllur sé einn óhagkvæmasti og dýrasti flugvöllur Evrópu. Hér spyr Guðmundur Daði sig jafnframt hvort aðeins hafi verið horft til Keflavíkurflugvallar eða allrar starfsemi Isavia.

Hann bendir jafnframt á að launakostnaður sé um tveir þriðju af öllum kostnaði Keflavíkurflugvallar. „Ísland er hálaunaland en reksturinn hefur verið arðbær fyrir eigandann þó arðurinn fari í uppbyggingu flugvallarsvæðisins.“

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …