Samfélagsmiðlar

Kolefnislaus Keflavíkurflugvöllur

Starfsemi Keflavíkurflugvallar verður kolefnislaus  árið 2030 samkvæmt nýrri sjálfbærnistefnu Isavia. Það er áratug á undan áætlun íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi og tveimur áratugum á undan NetZero-skuldbindingu Evrópudeildar Alþjóðsamtaka flugvalla (ACI Europe), sem Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undirritaði ásamt forstjórum 194 annarra flugvalla í Evrópu í júní 2019.

„Við höfum lagt mikla áherslu á umhverfismál og samfélagslega ábyrgð í okkar rekstri,“ skrifar Sveinbjörn í tilkynningu og bætir við:

„Frá árinu 2015 höfum við markvisst unnið að því að minnka kolefnisútblástur okkar og erum m.a. að vinna að 3. stigi af sex í innleiðingu á kolefnisvottun ACA (Airport Carbon Accreditation). Við höfum kortlagt kolefnisspor okkar, gripið til aðgerða til að minnka það og sett okkur markmið um samdrátt. Eftir ítarlega yfirferð á okkar losun má fullyrða  núna að við getum orðið kolefnislaus í okkar rekstri í síðasta lagi árið 2030.“

Eldsneytisnotkun er veigamesti umhverfisþáttur í starfsemi Isavia.  Langstærsti hluti eldsneytisnotkunar er vegna þjónustu og viðhalds á brautum flugvallarins. Vel er fylgst með notkun eldsneytis í starfseminni og unnið að því að draga úr þar sem hægt er. Isavia hefur prófað sig áfram með notkun repjuolíu á tæki og hafa þær prófanir gefið góða raun.

„Mestu áskoranir Isavia til þess að draga úr kolefnissporinu er að finna lausnir á því hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sérhæfðum tækjum flugvallarins,“ segir Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar og sjálfbærni hjá Isavia. „80 prósent af kolefnisspori í starfsemi Isavia er vegna notkunar jarðeldsneytis á ökutæki í starfsemi Keflavíkurflugvallar.“ Aðgerðir snúa fyrst og fremst að endurnýjun bíla- og tækjaflota félagsins. Þar er um að ræða  um 140 tæki á Keflavíkurflugvelli og skynsamlegri nýtingu auðlinda þar sem sóun er haldið í lágmarki. 

Nú þegar eru til lausnir fyrir minni ökutæki sem hægt er að skipta út fyrir rafmagnstæki í dag með eðlilegri endurnýjun.  Það tekur lengri tíma að skipta út stærri tækjum en áætlanir gera ráð fyrir að það náist innan tilsetts tíma. Samhliða útskiptingu tækja er þörf fyrir innviðauppbyggingu til þess að þjóna flotanum með nýjum, umhverfisvænni orkugjöfum. „Þessu til viðbótar erum við að láta greina fýsileika þess að nota vetni á varaaflsstöðvar til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis og losna loks alfarið við það,“ segir Hrönn.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …