Samfélagsmiðlar

Geta engu svarað um framtíð Íslandsflugs Airberlin

Airberlin hefur lengi verið eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli en nú er uppi mikil óvissa um framhaldið og talsmaður félagsins segist ekkert geta sagt um áframhaldandi starfsemi þess á Íslandi.

airberlin 860

Forsvarsmenn Airberlin fóru fram á greiðslustöðvun í gær en þetta næst stærsta flugfélag Þýskalands hefur verið stórtækt í Íslandsflugi allt frá því að jómfrúarferðin hingað var farin sumarið 2006. Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að þýska ríkið, Lufthansa og fleiri aðilar ætli að styðja rekstur félagsins næstu misseri og engar breytingar verði gerðar á flugáætluninni. En Airberlin flýgur til Keflavíkurflugvallar allt árið um kring frá Berlín og Dusseldorf og starfrækir jafnframt sumarflug hingað frá Munchen og Vínarborg, í samstarfi við dótturfélagið FlyNiki. Í svari frá Airberlin í dag, við fyrirspurn Túrista, segir að ekki sé hægt að gefa neinar upplýsingar um framtíð einstakra flugleiða eins og sakir standa og það eigi líka við flugið til Íslands.

Viðskiptavinir ferðaskrifstofa betur settir við gjaldþrot

Þar með fást ekki upplýsingar um hvort Airberlin muni halda Íslandsfluginu í vetur áfram en hins vegar er hægt að panta farmiða með félaginu héðan til bæði Berlínar og Dusseldorf næstu mánuði. Þeir sem eiga bókaða miða með Airberlin eða íhuga að kaupa far verða að hafa í huga að samkvæmt evrópskum reglum þá bæta tryggingar ekki tjón vegna gjaldþrota flugfélaga. Farþegar sem eiga ónotaða flugmiða geta hins vegar gert kröfu í þrotabú viðkomandi flugfélags og eins eru líkur á að kreditkortafyrirtæki geti endurgreitt miðaverðið. Öðru máli gegnir hins vegar um þá sem hafa keypt pakkaferð, t.d. hjá ferðaskrifstofu, því þá er ferðaskrifstofan ábyrg eins og lesa má á vef Samgöngustofu. Viðskiptavinir ferðaskrifstofa eru líka betur settir ef rekstur flugfélags stöðvast á meðan viðkomandi er í útlöndum því þá skal ferðaskrifstofan koma farþeganum heim. Þeir sem aðeins hafa keypt flugmiða verða hins vegar að koma sér heim fyrir eigin reikning og svo gera kröfu í þrotabúið.

Kostir í stöðunni fyrir Icelandair og WOW

Auk Airberlin þá flýgur WOW air einnig milli Íslands og höfuðborgar Þýskalands allt árið um kring og fyrstu þrjá mánuði ársins þá nýttu 41 prósent fleiri Íslendingar sér þessar áætlunarferðir en á sama tíma í fyrra. Í heildina fóru 2.389 Íslendingar til Berlínar á fyrsta ársfjórðungi og meira en helmingur þeirra var á ferðinni í mars þegar 40 Íslendingar á dag mættu til borgarinnar að jafnaði. Hlutfall íslenskra farþega í flugvélunum sem fljúga héðan til Berlínar er því ekki ýkja hátt og en það gæti þó verið tækifæri í því fyrir Icelandair að blanda sér á ný í baráttuna um farþega á leið milli Berlínar og Íslands en Icelandair flaug til Berlínar nokkur sumur á árunum fyrir hrun. Stærsti markaðurinn sem Airberlin myndi skilja eftir sig fyrir íslensku flugfélögin eru allir þeir sem vilja fljúga milli Berlínar og N-Ameríku en frá þýsku höfuðborginni flýgur Airberlin til Los Angeles, San Francisco, Miami, Chicago og New York. Allar þessar fimm borgir eru hluti að leiðakerfi WOW air en Icelandair flýgur aðeins til þeirra tveggja síðastnefndu. Það er líka ólíklegt að Airberlin haldi áfram að fljúga vestur um haf frá Berlín ef félagið endar í eigu Lufthansa, eins og forstjóra Ryanair þykir borðleggjandi, því allt Ameríkuflug Lufthansa fer fram frá Frankfurt og Munchen. Eins hefur þýska ríkisstjórnin gefið út að verðmæt lendingarleyfi Airberlin í Bandaríkjunum og víðar séu trygging fyrir því að þýska ríkið fái endurgreidd þau lán sem Airberlin hefur fengið til að halda rekstrinum gangandi á næstunni.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …