Samfélagsmiðlar

Vonast til að minnka kolefnislosun um tíund með sjálfbæru flugvélaeldsneyti

Auður Nanna Baldvinsdóttir forstjóri IðunnarH2, Jón Steinar Garðarsson Mýrdal tæknistjóri IðunnarH2, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Ásdís Ýr Pétursdóttir forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair.

Icelandair og IðunnH2 hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup flugfélagsins á allt að 45 þúsund tonnum á ári af innlendu, sjálfbæru flugvélaeldsneyti frá árinu 2028. Sú notkun myndi jafngilda minnkun útblásturs um allt að 10 prósent úr millilandaflugi Icelandair á ársgrundvelli að því segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að kolefnishlutlaust rafeldsneyti nýtist til íblöndunar á núverandi flugvélaflota en framboð á þess háttar eldsneyti sé takmarkað á heimvísu.

IðunnH2 vinnur að þróun slíkrar vinnslu í Helguvík til að mæta innlendri eftirspurn en Icelandair hefur sett sér markmið um að draga úr kolefnislosun um helming á hvern tonnkílómetra fyrir árið 2030 miðað við árið 2019 og ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í takti við alþjóðleg markmið flugiðnaðarins.

„Framleiðsluaðferðin sem IðunnH2 mun nýta í Helguvík sameinar grænt vetni og endurunnið koldíoxíð. Með endurvinnslu koldíoxíðs helst magn þess í andrúmsloftinu óbreytt en eykst ekki eins og við framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Framleiðsluaðferðin er ekki ný en hefur hingað til verið notuð í smærri framleiðslueiningum. Ísland er talið eitt hagkvæmasta svæði Evrópu fyrir slíka flugvélaeldsneytisvinnslu og myndi framleiðslan styðja við markmið stjórnvalda um orkuskipti og nýsköpun og ýta undir sjálfbæran orkubúskap,“ segir í tilkynningu.

„Það er ánægjulegt að fá Icelandair til liðs við okkur til að stuðla að innlendri framleiðslu á sjálfbæru flugvélaeldsneyti. Verkefni okkar í Helguvík leiðir til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda, eykur orkuöryggi og hagsæld, og styður við nærsamfélagið í núverandi mynd. Við höfum unnið ötullega síðustu misseri við að draga hagaðila að borðinu til að meta kosti þess að reisa slíka verksmiðju hér og fögnum því að okkar stærsta flugfélag sé tilbúið að stíga fram og styðja við áformin. Það er erfitt að ofmeta hvað djörf skref nú geta skipt sköpum fyrir íslenskt kolefnishlutleysi til framtíðar, en IðunnH2 vill nýta íslenskt hugvit til að breyta okkar langtímastöðu sem innflutningsþjóð á eldsneyti. Þessi viljayfirlýsing er mikilvægt skref í átt að þeirri vegferð,“ segir Auður Baldvinsdóttir, framkvæmdastjóri IðunnarH2.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …