Samfélagsmiðlar

Einn vefur fyrir allt hjá Isavia

Í stað þess að dreifa upplýsingunum á milli ólíkra heimasíðna þá hefur öllu verið safnað saman á einn stað.

Forsíða nýju heimasíðu Isavia.

Nærri 8,8 milljónir farþega áttu leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í fyrra og flettingarnar á heimasíðu flugvallarins eru einnig taldar í milljónum. Færri fara um innanlandsflugvellina en um þá þurfa líka að vera góðar upplýsingar og nú geta farþegar, flugmenn og allir aðrir nálgast helstu upplýsingar um alla íslenska flugvelli á nýjum vef Isavia. Þar eru einnig að finna ýmislegt um starfsemi Isavia. Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia, svaraði nokkrum spurningum um vefmál fyrirtækisins.

Hver er tilgangurinn með breytingunni?
Markmiðið er að gera notendavænan vef sem sameinar alla flugvelli Isavia með áherslu á að stórbæta þjónustu við farþega. Við vorum áður að reka þrjá vefi, einn fyrir Keflavíkurflugvöll, annan fyrir Isavia og þriðja fyrir verslanir og veitingar á Keflavíkurflugvelli. Nú geta farþegar um alla flugvelli Isavia farið inná einn öflugan vef með öllum upplýsingum um flugtíma og þjónustu í boði á hverjum stað. Þetta er ekki síst jákvætt til að kynna möguleika í flugi innanlands fyrir þá erlendu ferðamenn sem heimsækja landið í gegnum Keflavíkurflugvöll. Þá er einnig lögð áhersla á betri þjónustu við þá sem þurfa að sækja upplýsingar til Isavia um ástand flugbrauta, veður og aðrar forflugsupplýsingar, og eins þá sem eru að fylgjast með þróun flugs um flugvelli og íslenska flugstjórnarsvæðið.

Hvernig skiptast heimsóknir á heimasíðu Keflavíkurflugvallar á milli íslenska og enska hluta hans?
1,4 milljónir notenda heimsóttu síðuna 4,8 milljón sinnum ef við tökum eitt ár aftur í tímann. 4 milljónir flettinga voru á ensku síðunni á móti 7 milljón flettinga íslensku megin.

Er einhver hluti síðunnar sem kemur þér á óvart hversu mikið hann er lesinn?
Upplýsingar um MNPS tengt flugleiðsögu fær mjög margar heimsóknir. Mjög tæknilegar upplýsingar um aðskilnað flugfara í flugstjórnarsvæði Íslands.

Hafið þið bætt við upplýsingum á síðuna sem voru þar ekki áður?
Mikið af þeim upplýsingum sem eru á síðunni voru til staðar áður. Áherslan er að gera upplýsingarnar aðgengilegri og betri og á skýrari stað á vefnum, eftir því hvort þú ert farþegi eða að sækja upplýsingar um fyrirtækið Isavia. Ein stór nýjung er þó þjónusta sem gerir farþegum kleyft að sjá uppfærslur á komu og brottfarartímum á sínu flugi á Keflavíkurflugvelli í gegnum Facebook Messenger og Twitter. Þetta einfaldar lífið fyrir farþega sem geta fylgst með í snjallsímanum hvenær staða flugs breytist og t.d. byrjað er að hleypa um borð í sínu flugi, seinkanir, aflýsingar o.s.frv. Eins þá höfum við stórbætt þann möguleika að skoða þá áfangastaði sem eru í boði frá Keflavíkurflugvelli, og geta notendur nú séð auðveldlega hvert er flogið, hvaða flugfélög sjá um flug til áfangastaðarins og á hvaða tíma dags.

Hver eru næstu skref með þróun heimasíðunnar?

Næstu skref er að koma messenger og twitter þjónustunni í gagnið á fleiri flugvöllum en einnig bæta enn frekar upplýsingar á síðunni, t.d. gera flugtölfræði aðgengilegri, bæta upplýsingar fyrir ferðamenn um innanlandsflugvelli, kerfið og hvað er í boði út á landi t.d. með Google maps og ýmislegt fleira. Við hvetjum síðan sem flesta til þess að nýta sér nýju messenger og twitter þjónustuna en það er gert með því einfaldlega finna flugið sitt á síðunni og smella á það (Sjá myndband hér fyrir neðan).

En kemur sérstakt app frá Isavia?

Hugmyndir eru um að gera flugvallaapp sem ætti við um alla flugvelli og sem ekki þyrfti endilega að sækja í app verslanirnar heldur sé innbyggt í vafrann. Þarfagreining fer í gang á næstunni.

Notendur vefsíðu Keflavíkurflugvallar geta áfram notast við lénið www.kefairport.is en annars eru allir flugvellir á Íslandi aðgengilegir í gegnum lénið www.isavia.is.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …