Samfélagsmiðlar

Ódýr danskur dagur

Það er lítið mál að vera á bremsunni í einni fallegustu borg Evrópu. Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem hafa eirð í sér til að ganga um götur, söfn og garða og sneiða framhjá verslunum. Danir greiða stærstan hluta launa sinna í skatt og af þeim sökum er margt í boði í landinu sem ekki kostar mikið. Ferðamenn eiga að sjálfsögðu að nýta sér þessa gjafmildi Dana og dagskráin hér að neðan hefur það að leiðarljósi.

9:00 – Christianshavntorg.  
Torgið er miðpunktur Christianshavn  og hingað er auðvelt að komast. Metro og fjölmargir strætóar stoppa við torgið og úr miðbænum er aðeins 15-30 mínútna gangur. Þeir sem ekki fengu morgunmat á hótelinu geta keypt sér jógúrt í verslun Super Brugsen á torginu áður en lagt er í hann.

 10:00-12:00 – Christianshavn, Kristjanía og Óperan.
Christianshavn er sérstakt hverfi og sker sig frá öðrum hverfum borgarinnar. Síkin eru eitt helsta kennileitið og það er gaman að skoða byggingarnar í kringum þau, bátana við bakkana og auðvitað fólkið.  
Kristjanía er hluti af hverfinu og þó síðustu ár teljist ekki til blómaskeiðs fríríkisins er engu að síður forvitnilegt að stinga nefinu inn fyrir hliðið og sjá með eigin augum þennan stað. Þeir sem vilja sjá meira geta áhyggjulaust gengið um svæðið og jafnvel niður að hinu fallega vatni sem margir Kaupmannahafnarbúar öfunda íbúa Kristjaníu af.  Úr menningunni í Kristjaníu er haldið í austur í átt að Óperuhúsinu, musteri hámenningarinnar í Köben. Gangan tekur um 15 mínútur (sjá kort). Þegar þessi frekar umdeilda bygging hefur verið afgreidd og búið að rýna inn um gluggana til að sjá ljósakrónur Ólafs Elíassonar er ekkert auðveldara en að taka einn af bátastrætóunum sem stoppa við bryggjuna fyrir framan húsið. Útsýnið yfir miðborgina er gott frá kajanum. Farmiðinn með bátnum kostar 13krónur fyrir þá sem nota klippikorti).

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga um Christianshavn og út að Óperu.

12:00. Nyhavn
Nú gæti reynt á sjálfsagan hjá sumum en það er um að gera að standast freistinguna og láta það ógert að setjast niður á einum af veitingastöðunum í Nyhavn. Það myndi klárlega sprengja gat á fjárlög dagsins. Gangið því sem leið liggur út að Kongens Nytorv og stoppið í pylsuvagni og seðjið hungrið fyrir 20-30 krónur.  Hér er nóg af bekkjum til að setjast á rétt á meðan glímt er við pylsu með öllu álegginu ofaná.

 12:30 – Kongens Have og Rosenborgarhöllin.
Á góðum degi er varla þverfótandi fyrir sólardýrkendum í Kongens Have. Garðurinn er fallegur enda var hefð fyrir því að konungar ríkisins eyddu sumrinu í Rósenborgarslottinu sem stendur í garðinum miðjum. Best er að fara inn í garðinn á horni Gothersgade og Kronprinsessegade og ganga í fylgja stígnum í gegnum garðinn.

13:00 – Ríkislistasafnið (Statens Museum for kunst). Þegar komið er út úr garðinum á horni Sølvgade og Øster Voldgade blasir reisuleg bygging Ríkislistasafnsins við. Ekki er rukkaður aðgangseyrir að föstu sýningu hússins og hér má sjá marga af dýrgripum danskrar og evrópskrar málaralistar.

15:00 – Kastellet og hafmeyjan. Kastellet er gamalt virki sem ennþá er notað sem herstöð. Þrátt fyrir það getur almenningur gengið hér um og notið kyrrðarinnar og eins fallegasta staðarins í Kaupmannahöfn. Sérstaklega er mælt með göngutúr ofan á virkisveggnum. Þegar út er komið er sennilega kominn tími á hressingu í formi ís eða einhvers fljótandi.  

16:00 – Marmarakirkjan, Amalienborgarhöll og aðrar glæsibyggingar í Frederiksstaden.
Sá hluti miðborgarinnar sem nær frá Kongens Nytorv og upp að Kastellet kallast Frederiksstaden. Hér er mikið um glæsilegar byggingar.

19:00 – Kvöldmatur. Riz Raz eða Restaurant Ankara.  Sá síðarnefndi er tíu krónum ódýrari en hinn og kostar kvöldréttarhlaðborðið  79 krónur. Hinn ágætasti matur í báðum tilvikum. Staðirnar á við Krystalgade 8 og Store Kannikestræde 19 eru nálægt hvorum öðrum og því fínt að taka stefnuna þangað þó þessa staði sé að finna víðar í miðborginni.

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga frá Nyhavn, um Kongens Haven, að Kastellet, Marmarakirkjunni og að veitingastaðnum.

Ef þessari dagskrá er fylgt ætti matur og fargjöld ekki að hafa kostað meira en 150 kr.

Bookmark and Share

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …