Samfélagsmiðlar

Ódýr danskur dagur

Það er lítið mál að vera á bremsunni í einni fallegustu borg Evrópu. Hér eru leiðbeiningar fyrir þá sem hafa eirð í sér til að ganga um götur, söfn og garða og sneiða framhjá verslunum. Danir greiða stærstan hluta launa sinna í skatt og af þeim sökum er margt í boði í landinu sem ekki kostar mikið. Ferðamenn eiga að sjálfsögðu að nýta sér þessa gjafmildi Dana og dagskráin hér að neðan hefur það að leiðarljósi.

9:00 – Christianshavntorg.  
Torgið er miðpunktur Christianshavn  og hingað er auðvelt að komast. Metro og fjölmargir strætóar stoppa við torgið og úr miðbænum er aðeins 15-30 mínútna gangur. Þeir sem ekki fengu morgunmat á hótelinu geta keypt sér jógúrt í verslun Super Brugsen á torginu áður en lagt er í hann.

 10:00-12:00 – Christianshavn, Kristjanía og Óperan.
Christianshavn er sérstakt hverfi og sker sig frá öðrum hverfum borgarinnar. Síkin eru eitt helsta kennileitið og það er gaman að skoða byggingarnar í kringum þau, bátana við bakkana og auðvitað fólkið.  
Kristjanía er hluti af hverfinu og þó síðustu ár teljist ekki til blómaskeiðs fríríkisins er engu að síður forvitnilegt að stinga nefinu inn fyrir hliðið og sjá með eigin augum þennan stað. Þeir sem vilja sjá meira geta áhyggjulaust gengið um svæðið og jafnvel niður að hinu fallega vatni sem margir Kaupmannahafnarbúar öfunda íbúa Kristjaníu af.  Úr menningunni í Kristjaníu er haldið í austur í átt að Óperuhúsinu, musteri hámenningarinnar í Köben. Gangan tekur um 15 mínútur (sjá kort). Þegar þessi frekar umdeilda bygging hefur verið afgreidd og búið að rýna inn um gluggana til að sjá ljósakrónur Ólafs Elíassonar er ekkert auðveldara en að taka einn af bátastrætóunum sem stoppa við bryggjuna fyrir framan húsið. Útsýnið yfir miðborgina er gott frá kajanum. Farmiðinn með bátnum kostar 13krónur fyrir þá sem nota klippikorti).

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga um Christianshavn og út að Óperu.

12:00. Nyhavn
Nú gæti reynt á sjálfsagan hjá sumum en það er um að gera að standast freistinguna og láta það ógert að setjast niður á einum af veitingastöðunum í Nyhavn. Það myndi klárlega sprengja gat á fjárlög dagsins. Gangið því sem leið liggur út að Kongens Nytorv og stoppið í pylsuvagni og seðjið hungrið fyrir 20-30 krónur.  Hér er nóg af bekkjum til að setjast á rétt á meðan glímt er við pylsu með öllu álegginu ofaná.

 12:30 – Kongens Have og Rosenborgarhöllin.
Á góðum degi er varla þverfótandi fyrir sólardýrkendum í Kongens Have. Garðurinn er fallegur enda var hefð fyrir því að konungar ríkisins eyddu sumrinu í Rósenborgarslottinu sem stendur í garðinum miðjum. Best er að fara inn í garðinn á horni Gothersgade og Kronprinsessegade og ganga í fylgja stígnum í gegnum garðinn.

13:00 – Ríkislistasafnið (Statens Museum for kunst). Þegar komið er út úr garðinum á horni Sølvgade og Øster Voldgade blasir reisuleg bygging Ríkislistasafnsins við. Ekki er rukkaður aðgangseyrir að föstu sýningu hússins og hér má sjá marga af dýrgripum danskrar og evrópskrar málaralistar.

15:00 – Kastellet og hafmeyjan. Kastellet er gamalt virki sem ennþá er notað sem herstöð. Þrátt fyrir það getur almenningur gengið hér um og notið kyrrðarinnar og eins fallegasta staðarins í Kaupmannahöfn. Sérstaklega er mælt með göngutúr ofan á virkisveggnum. Þegar út er komið er sennilega kominn tími á hressingu í formi ís eða einhvers fljótandi.  

16:00 – Marmarakirkjan, Amalienborgarhöll og aðrar glæsibyggingar í Frederiksstaden.
Sá hluti miðborgarinnar sem nær frá Kongens Nytorv og upp að Kastellet kallast Frederiksstaden. Hér er mikið um glæsilegar byggingar.

19:00 – Kvöldmatur. Riz Raz eða Restaurant Ankara.  Sá síðarnefndi er tíu krónum ódýrari en hinn og kostar kvöldréttarhlaðborðið  79 krónur. Hinn ágætasti matur í báðum tilvikum. Staðirnar á við Krystalgade 8 og Store Kannikestræde 19 eru nálægt hvorum öðrum og því fínt að taka stefnuna þangað þó þessa staði sé að finna víðar í miðborginni.

Sjá gönguleiðina á korti: Ganga frá Nyhavn, um Kongens Haven, að Kastellet, Marmarakirkjunni og að veitingastaðnum.

Ef þessari dagskrá er fylgt ætti matur og fargjöld ekki að hafa kostað meira en 150 kr.

Bookmark and Share

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …