Samfélagsmiðlar

Bestu krárnar í London

Mynd: Visit LondonFerðalag til Bretlands verður varla fullkomnað nema með heimsókn á barinn. Bæði til að upplifa stemninguna og bragða á veitingunum. Ný bók auðveldar ókunnugum að finna bestu krárnar í borginni.

Hinn sænski Kirster Larsson tók upp á því á ferðalögum sínum til London að senda vinnufélögunum heima í Lundi lýsingar af þeim börum sem honum þótti mest til koma í höfuðborg Bretlands. Mörgum heimsóknum síðar átti hann efni í heila bók. Bókin heitir einfaldlega London-En Pubguide og kom út í haust.

Í viðtali við Sænska dagblaðið listar Larsson upp þá tíu bari sem honum þykir skara framúr í London. Hann tekur fram að gæði bjórsins ræður ekki hvar á listanum krárnar lenda heldur stemningin sem þar ríkir og saga staðanna.

Tíu bestu krárnar:

The Windsor Castle. ”Gamall, slitinn, dimmur með tréinnréttingum og enginn mjúkur sofi innan seilingar“. 114 Campden Hill Road, Kensington.

The Prince Alfred. ”Svokallaðir snobbskermar skilja að starfsfólkið og viðskiptavinina. Stórkostlegir gluggar”. 2 A Formosa Street, Maida Vale.

The Warrington Hotel. ”Stórfenglegar art nouveau innréttingar með upplýstum kúplum”. 93 Warrington Crescent, Maida Vale.

The Princess Louise. ”Mjög fallegt loft, útskornir speglar og trégólf þegar ég var þar síðast. En staðurinn var nýlega gerður upp. Herrasalernið er mjög sérstakt með grindum á gólfinu”. 208 High Holborn, Smithfield.

Ye Olde Mitre Tavern. ”Einn best faldi barinn í borginni.” Ely Court, Ely Place, Smithfield.

The Dove. ”Minnsti barinn í Englandi að sögn Heimsmetabókar Guinness. Alvöru fljótarpöbb sem liggur við Thames”. 19 Upper Mall, Hammersmith.

Argyll Arms. ”Við Oxford neðanjarðarlestarstöðina. Þar eru þil milli borða, speglar og steindir gluggar og allt heila klabbið. Vel staðsettur” 18 Argyll Street, Oxford Street.

The Red Lion. ”Eins og að ganga inn í speglasala. Einn minnsti barinn í London”. 2 Duke of York Street, S:t James’s.

The Blackfriars. ”Vel staðsettur við Fleet Street. Sérstakur að því leyti að hann er klæddur með marmara að innan”. 174, Queen Victoria Street, Fleet Street.

The Mayflower. ”Mjög vel varðveittur bar.” 117 Rotherhithe Street, Bermondsey.


Að sögn Larssons er þjórfé algjörlega óþarft á breskum börum. Þetta ráð getum við Íslendingar tekið sem gilt, alla vega rétt á meðan gengið er eins og það er.

MEIRA: Ódýrustu hótelin í Bretlandi

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …