Samfélagsmiðlar

Dýrasta listaverk heims á heima í Danmörku

Bronsstytta eftir svissneska listamanninn Alberto Giacometti var seld fyrir metfé í vikunni. Söluverðið er sextíu og fimm milljónir punda sem samsvarar rúmum þrettán milljörðum íslenskra króna. Ciacometti leysir þar með sjálfan Picasso af hólmi sem dýrasti listamaður heims samkvæmt uppboðshaldaranum Sotheby’s. 

Verkið sem um ræðir ber heitið „L’Homme Qui Marche“, eða hinn gangandi maður. Kaupandinn er óþekktur og ekki er vitað hvað hann ætlar sér að gera með styttuna. Það vill hins vegar þannig til að Louisiana safnið í Danmörku á annað eintak af þessari sömu styttu. Giacometti bjó nefnilega til fleiri en eitt eintak af verkum sínum og Louisiana keypti sína styttu fyrir mörgum árum. Haft er eftir framkvæmdastjóra safnsins í dönskum fjölmiðlum að þetta séu gleðileg tíðindi en hann tekur fram að safnið megi ekki selja verk sín og því verður styttan, ásamt tuttugu öðrum verkum Giacometti, til sýnis um ókomna framtíð á Norður-Sjálandi. Hann bætir því við að hann hafi óskað eftir fundi með tryggingafélagi safnsins enda hafi verðmæti listaverkasafnsins hækkað til muna í vikunni. 

Þess má geta að nýjasta sýning Louisiana hlýtur fullt hús í dönskum fjölmiðlum í vikunni. Sýningin kallast Farven i kunsten og stendur til 13.júní.

TENGT: Skandinavískt sjarmatröll – dagskrá Louisiana í ár

 

 

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …