Samfélagsmiðlar

Hótel í eigu fræga fólksins

Heimsfrægir leikarar og popparar ferðast meira en margur. Þeir eru því sjóaðir hótelgestir og einhverjir þeirra hafa ákveðið að nýta þessa reynslu og opna sitt eigið hótel. Túristi kannaði markaðinn og fann nokkur frambærileg hótel sem eiga það öll sameiginlegt að vera í eigu fræga fólksins.   

 

Bedford Post Inn, Bedford, Bandaríkjunum: Silfurrefurinn Richard Gere er eigandi lítils sveitahótels í bænum Bedford í námunda við New York borg. Þar eru átta herbergi, jógaaðstaða og tveir veitingastaðir. Að mati Esquire tímaritsins voru veitingastaðirnir meðal þeirra bestu sem opnaðir voru á síðasta ári í Bandaríkjunum. The Farmhouse heitir sá fínni en á The Barn er boðið uppá brunch og hádegismat og einnig er bakarí á staðnum. Þangað leggja margir borgarbúar á sig ferðalag um helgar til að komast í sveitasæluna og góðan mat. Vel gert hjá Gere og konunni hans en þau tóku bæði virkan þátt uppbyggingu hótelsins. Leikarinn segist vera reglulega á svæðinu til að passa upp á að allt sé eins og það á að vera. 

The Big sleep, Bretland – Leikarinn alvarlegi John Malkovich rekur þrjú hótel í Bretlandi undir nafninu The Big sleep. Fjölskyldur á ferðalagi um Cardiff, Eastbourne eða Cheltenham ættu einna helst að taka hús á Malkovich því gististaðirnir hans eru sagðir mjög barnvænir með leikaðstöðu, borðtennisborðum og fleira. Það er ekki heldur svo dýrt að gista hjá Jóni því ódýrustu herbergin eru á um níu þúsund krónur. 

Hotel Rival, Stokkhólmi – Benny Anderson er ásamt Bjorn félaga sínum stærsta poppskáld sem Svíþjóð hefur alið. Lögin sem þeir sömdu á Abba árunum eru næstum því jafnvinsæl í dag og þau voru þegar þau komu út fyrir næstum fjörtíu árum síðan. Benny er því ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og getur leyft sér að freista gæfunnar í hótelgeiranum. Rival er vel staðsett í Södermalm hverfinu sem er talinn mest hipp og kúl hluti borgarinnar. Þó Benny sé ekki alla daga á hótelinu sjálfur þá eru hans helstu höfundaverk á svæðinu því á öllum herbergjum er eintak af Abba Gold. Ódýrasta herbergið á Rival í sumar kostar tæpar fjórtán þúsund íslenskar. 

The Clarence, Dublin – Þeir liðsmenn hljómsveitarinnar U2 sem bera listamannanöfn opnuðu í sameiningu þetta fína hótel í heimaborg sinni Dublin fyrir rúmum áratug síðan. Þeir félagar sjást víst stöku sinnum innan veggja hótelsins enda er það besta auglýsingin sem The Clarence getur fengið. Ódýrasta herbergið kostar um 30.000 krónur.  

Hotel Greenwich, New York –  Robert De Niro hefur í mörg ár látið til sín taka í veitingahúsabransanum í New York. En hann á líka eitt af huggulegustu hótelunum í heimaborg sinni. Alla vega er ferðapressann á einu máli um að hótelið sé einstaklega heimilislegt og notalegt. Þar er líka ítalskur veitingastaður og japanskt spa. Það þarf því ekki að koma á óvart að gistingin er í dýrari kantinum. Nóttin kostar um sextíu þúsund krónur.

MEIRA: Dýrasta listaverk í heimi á heima í Danmörku og Ný lönd fyrir bakpokaferðalanga

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …