Samfélagsmiðlar

Hótel í eigu fræga fólksins

Heimsfrægir leikarar og popparar ferðast meira en margur. Þeir eru því sjóaðir hótelgestir og einhverjir þeirra hafa ákveðið að nýta þessa reynslu og opna sitt eigið hótel. Túristi kannaði markaðinn og fann nokkur frambærileg hótel sem eiga það öll sameiginlegt að vera í eigu fræga fólksins.   

 

Bedford Post Inn, Bedford, Bandaríkjunum: Silfurrefurinn Richard Gere er eigandi lítils sveitahótels í bænum Bedford í námunda við New York borg. Þar eru átta herbergi, jógaaðstaða og tveir veitingastaðir. Að mati Esquire tímaritsins voru veitingastaðirnir meðal þeirra bestu sem opnaðir voru á síðasta ári í Bandaríkjunum. The Farmhouse heitir sá fínni en á The Barn er boðið uppá brunch og hádegismat og einnig er bakarí á staðnum. Þangað leggja margir borgarbúar á sig ferðalag um helgar til að komast í sveitasæluna og góðan mat. Vel gert hjá Gere og konunni hans en þau tóku bæði virkan þátt uppbyggingu hótelsins. Leikarinn segist vera reglulega á svæðinu til að passa upp á að allt sé eins og það á að vera. 

The Big sleep, Bretland – Leikarinn alvarlegi John Malkovich rekur þrjú hótel í Bretlandi undir nafninu The Big sleep. Fjölskyldur á ferðalagi um Cardiff, Eastbourne eða Cheltenham ættu einna helst að taka hús á Malkovich því gististaðirnir hans eru sagðir mjög barnvænir með leikaðstöðu, borðtennisborðum og fleira. Það er ekki heldur svo dýrt að gista hjá Jóni því ódýrustu herbergin eru á um níu þúsund krónur. 

Hotel Rival, Stokkhólmi – Benny Anderson er ásamt Bjorn félaga sínum stærsta poppskáld sem Svíþjóð hefur alið. Lögin sem þeir sömdu á Abba árunum eru næstum því jafnvinsæl í dag og þau voru þegar þau komu út fyrir næstum fjörtíu árum síðan. Benny er því ekki á flæðiskeri staddur fjárhagslega og getur leyft sér að freista gæfunnar í hótelgeiranum. Rival er vel staðsett í Södermalm hverfinu sem er talinn mest hipp og kúl hluti borgarinnar. Þó Benny sé ekki alla daga á hótelinu sjálfur þá eru hans helstu höfundaverk á svæðinu því á öllum herbergjum er eintak af Abba Gold. Ódýrasta herbergið á Rival í sumar kostar tæpar fjórtán þúsund íslenskar. 

The Clarence, Dublin – Þeir liðsmenn hljómsveitarinnar U2 sem bera listamannanöfn opnuðu í sameiningu þetta fína hótel í heimaborg sinni Dublin fyrir rúmum áratug síðan. Þeir félagar sjást víst stöku sinnum innan veggja hótelsins enda er það besta auglýsingin sem The Clarence getur fengið. Ódýrasta herbergið kostar um 30.000 krónur.  

Hotel Greenwich, New York –  Robert De Niro hefur í mörg ár látið til sín taka í veitingahúsabransanum í New York. En hann á líka eitt af huggulegustu hótelunum í heimaborg sinni. Alla vega er ferðapressann á einu máli um að hótelið sé einstaklega heimilislegt og notalegt. Þar er líka ítalskur veitingastaður og japanskt spa. Það þarf því ekki að koma á óvart að gistingin er í dýrari kantinum. Nóttin kostar um sextíu þúsund krónur.

MEIRA: Dýrasta listaverk í heimi á heima í Danmörku og Ný lönd fyrir bakpokaferðalanga

TILBOÐ: 10% afsláttur af gistingu í Kaupmannahöfn fyrir lesendur Túrista

 

Bookmark and Share

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …