Samfélagsmiðlar

Barcelona bragðast betur

Það er þrennt, sem öðru fremur, einkennir Barcelona. Fótboltinn, byggingarlistinn og maturinn. Ferðamenn borgarinnar óska þess flestir að magamálið væri meira svo hægt væri að smakka á öllu því lostæti sem er á boðstólum. Það er því furðulegt til þess að hugsa að alþjóðlegir skyndibitastaðir þrífist í þessari borg þar sem dýrindis tapas kostar minna en ómerkilegur fabrikku hamborgari.

Síðustu ár hafa meistarakokkar Barcelona og nágrennis verið uppteknir af því að útbúa flókna rétti að hætti El Bulli veitingastaðarins í Katalóníu. Þar liggur metnaðurinn í að breyta formi hráefnisins og búa til rétti sem enginn hefur áður séð og enginn möguleiki er að apa eftir í eldhúsinu heima. Þessi rembingur er þó ekki lengur í takt við tíðarandann. Það þarf því ekki að koma á óvart að matreiðslumennirnir eru farnir að beina sjónum sínum að heimilislegri mat sem er ódýrari en það sem kemur út úr tilraunaeldhúsinu.

Bistrónómía er hún kölluð þessi nýjasta viðbót við matarmenninguna í Barcelona. Verðlagið á þessum matsölustöðum er okkur Íslendingum fagnaðarefni. Sérstaklega í hádeginu. Þá er hægt að fá þriggja rétta máltíð, með víni, á tuttugu til fjörtíu evrur. Réttirnir eiga oftast sterkar rætur í matarkúltúr Katalóníu.

Þetta eru nafntoguðustu Bistrónómía veitingastaðirnir í fótboltaborginni:

Ápat, Carrer Aribau 137, apat.es
Hér er þekktasti rétturinn Morcilla pylsur og smokkfiskur. Hægt að gera vel við sig fyrir um 20 evrur í hádeginu.

Catalina,  Angli 4 bis, catalina.es
Hádegismaturinn á undir 20 evrur á þessum litla hverfisveitingastað.

Coure, Passatge Marimon 20
Fyrir þá sem vilja prófa fylltan héra með foie gras. Coure er í dýrari kantinum og hádegismaturinn kostar um 30 til 50 evrur.

Embat, Carrer de Mallorca 34, restaurantembat.es
Vinsæll veitingastaður í fremur þröngum kjallara ofarlega í Eixample hverfinu. Í hádegi kosta aðalréttirnir um tíu evrur.

Fonda Gaig, Carrer de Córcega 200, fondagaig.com
Fallegt bistró þar sem Cannelloni með trufflu béchemel sósu slær víst flest annað út.

Gelonch, Carrer de Bailén 56, gelonch.es
Hlýr og litríkur staður en það gætir sérvisku í vali á réttum. Sandhverfa, entrecoute og rjómalagaðar kartöflur með hráskinku. Ostrur í passíon ávaxtasafa eru líka á boðstólum. Matseðill hússins 25 evrur.

Gresca, Carrer de Provenca 230, gresca.net
Hráefnið í hæsta klassa og verðið í lægri mörkunum. Hádegismáltíð kostar 25 evrur en kvöldmaturinn 60.

Hisop, Passatge Marimon 9, hisop.com
Nútímalega katalónsk matargerð en réttirnir eru sumir sagðir vera soldið „klikk“. Kolkrabbi með grilluðum lauk er dæmi um aðalrétt á Hisop.

Petit Comité, Passatge de la Concepció 13, petitcomite.cat
Íhaldsamur matseðill á glamúrlegum veitingastað.

Saüc, Passatge Lluis Pellicer 12, saucrestaurant.com
Kryddaður kiðlingur er meðal hápunktanna á seðlinum.

Toc, Carrer de Girona 59, tocbcn. com
Hrátt en smart innréttaðan iðnaðarhúsnæði. Kanína, laukbrauð, tómatar og campari. Hádegið á um 30 til 40 evrur.

TENGT EFNI: Matur og drykkur í Barcelona
NÝTT EFNI: Billegasta stjörnumáltíðin á Norðurlöndum

Mynd: Flickr, Wolfgang Staud
Heimild: Scanorama, New York Times

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …