Samfélagsmiðlar

Sofið í rúmi Greta Garbo

Í herbergi númer 204 á Kung Carl hótelinu í Stokkhólmi sofa gestirnir í rúmi sem áður tilheyrði leikkonunni leyndardómsfullu, Greta Garbo. Hún gisti langdvölum í þessu sama herbergi á fjórða áratugnum og hennar eigin rúmi hefur nú verið komið þar fyrir.

Garboherbergið á Kung Carl hótelinu í StokkhólmiFrægir fastagestir eru alla jafna góð auglýsing fyrir þá staði sem þeir sækja. Jafnvel löngu eftir að þeir eru dánir. Greta Garbo er sennilega þekktasta leikkona sem Svíar hafa alið. Hún dvaldi oft í herbergi númer 204 á Kung Carl hótelinu í Stokkhólmi þegar hún heimsótti föðurlandið á fjórða áratug síðustu aldar. Það er því ekki að undra að eigendi hótelsins hafi ákveðið að gera sér mat úr því þó langt sé um liðið.
Þann fimmtánda apríl síðastliðinn voru tuttugu ár liðinn frá því að Greta lést. Af því tilefni var herbergi 204 breytt í Garboherbergið og reynt að færa herbergið í það horf sem það var í þegar Greta bjó þar. Og sem meira er þá keypti hóteleigandinn rúm sem áður tilheyrði leikkonunni og kom því fyrir í herberginu. Dýnunni var reyndar skipt út en annars er rúmið í upprunalegu standi.
Fyrir ofan rúmgaflinn hangir mynd af þessari leyndardómsfullu leikkonu en Greta settist í helgan stein þegar hún var á hátindi ferilsins, aðeins 36 ára gömul.
Hún sagðist vilja vera látin í friði og flutti í stóra íbúð á Manhattan í New York. Þar lést hún tæpum fimmtíu árum síðar.

Þeir sem vilja halla sér í rúmi leikkonunnar þurfa að borga sem samsvarar tuttugu og sjö þúsund íslenskum krónum fyrir nóttina.

NÝTT EFNI: Smáréttasvall að hætti Baska
TENGT EFNI: Þar sem rokkstjörnurnar gista í París 

Mynd: Hotel Kung Carl

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …