Samfélagsmiðlar

Kofasæla á Jótlandi

Á danska fastalandinu er tilvalið að leigja sér kofa í námunda við ströndina, skóginn eða skemmtigarðinn.  

Það þarf ekki að fara langt út fyrir miðbæ Kaupmannahafnar til að finna kofabyggðir þar sem tugir ef ekki hundruðir smárra húsa standa hlið við hlið. Fjöldi þessara sérstöku þorpa í höfuðborginni segir sitt um vinsældir kofanna meðal Dana. Út í hinum dreifðari byggðum eru þessi litlu hús líka í hávegum höfð. Og þau eru líka tilvalin dvalarstaður fyrir ferðamenn sem vilja spara við sig hótelkostnaðinn. Á langflestum tjaldstæðum landsins eru leigðir út kofar, eða hytter eins þeir kallast á dönsku. Í þannig húsi er nóg pláss er fyrir samrýmda vísitölufjölskyldu en ekki mikið meira.

Vesturströnd Jótlands er kjörinn staður fyrir þá sem vilja skipta íslenskri tjaldstæða stemmningu út fyrir danska. Þessi hluti Danmerkur hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldur. Til dæmis góðar sandstrendur og víðfræga skemmtigarða eins og Legoland. Það er því hægt að deila dögunum milli nátturunnar, lystigarða og jósku bæjanna og fá þannig fjölbreytt ferðlag út úr Danmerkurreisunni. Bílaleigubíll er hins vegar forsenda þess að fríið gangi upp því ekki er hægt að treysta á almenningssamgöngur til og frá tjaldstæðum og kofabyggðum.

Það eru helst þessi þrjú svæði á Vestur-Jótlandi sem draga til sín ferðalanga á sumrin: 

Ringkøbing fjörður: Í rúmlega klukkutíma aksturfjarlægð frá Billund flugvelli og Legolandi er einn vinsælasti áfangastaður þeirra Dana sem eru hvað ákafastir í að eyða sumrinu í tjaldi eða kofa. Hér er hægt að velja á milli töluverðs fjölda af kofabyggðum, sjá lista hér.

Rømø: Tíunda stærsta eyja Danmerkur liggur rétt úti fyrir vesturströndinni. Sandstrendurnar liggja allt í kring og það er nóg af hytter til leigu, til dæmis hjá fyrirtækinu Feriepartner sem býður viðskiptavinum sínum 20% afslátt í Legoland. Ferðamálaráð eyjunnar hefur líka góðar upplýsingar á sinni heimasíðu.

Fjand: Við Nissumfjörð er besta ströndin við Bjerghuse ved Fjand. Hér fljúga fuglarnir um loftin og það getur blásið hraustlega á baðgestina. Svalandi vindurinn getur verið kærkominn á heitustu dögunum.

Leigan á kofum er mismunandi eftir gæðum en ódýrasta vikugjaldið er u.þ.b. 2000 danskar krónur á meðan sólarhringurinn kostar frá 350 dönskum. Langflestir leigusalar gera kröfu um að gestirnir mæti með sín eigin sængurföt og handklæði. Það sem upp á vantar í húsinu má nálgast í næstu verslun en það er samt vissara að kanna málið vel áður en kofinn er pantaður.

Hér eru upplýsingar um aðrar kofabyggðir í Danmörku. 

NÝJAR GREINAR: Ferðamenn sniðganga Grikkland
TENGDAR GREINAR: Ódýr hótel í Kaupmannahöfn og Nýir veitingastaðir í ódýrari kantinum í Kaupmannahöfn

Mynd: Visit Danmark

 

 

 

 

Nýtt efni

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …

Skotar hafa löngum verið hrifnir af hafragraut. Fornleifarannsókn á Suðureyjum á vegum Bristolháskóla árið 2022 leiddi í ljós að hafragrautur hefur verið hluti af mataræði þeirra árþúsundum saman. Á miðöldum einkenndist veðurfar í Skotlandi af miklum raka og skornum skammti af sólarljósi. Þar af leiðandi náðu aðeins harðgerðustu korntegundir að vaxa og upp frá því …