Samfélagsmiðlar

Kreditkortið í hættu á hótelinu

Það eru ekki bara vasaþjófar sem ræna ferðamenn heldur líka tölvuþrjótar sem stela kreditkortaupplýsingum frá gististöðum.

Það hefur færst mjög í vöxt að hótel verði fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Þau liggja oft á miklu magni af verðmætum kreditkortaupplýsingum og yfir þær vilja bófarnir komast samkvæmt skýrslu bandaríska öryggisfyrirtækisins Trustwave. Þessi illa fengnu kreditkortanúmer eru síðan notuð til að kaupa vörur og þjónustu á netinu.

Íslenskir korthafar hafa ekki komið illa út úr þessari þróun samkvæmt upplýsingum frá Valitor. Þar á bæ hafa menn ekki orðið varir við sérstaka aukningu í stuldi á kortaupplýsingum frá hótel og veitingastöðum og tilfelli sem þessi eru ekki algeng. Þegar brotist er inn í tölvukerfi söluaðila og kortnúmerum stolið og misnotuð, þá er korthafinn tryggður og ber engan skaða.

Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar segir í samtali við Túrista að öll fyrirtæki sem taka við kortanúmerum, þar á meðal hótel og veitingastaðir, þurfi að vera með búnað sem stenst öryggiskröfur alþjóðlegra kortafyrirtækja sem kallast PCI-DSS. Jóhann bendir fólki á að gefa aldrei upp kreditkortaupplýsingar í tölvupósti eða á óvörðum heimasíðum því stærsti hluti af kortanúmerastuldi á sér stað á netinu.

Það er því gott ráð fyrir ferðalanga að fara vel yfir kortayfirlitið sitt eftir að komið er heim frá útlöndum til að ganga úr skugga um að kortanúmerið hafi ekki verið misnotað.

NÝJAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verði og Hótel án starfsfólks


 

 

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …