Samfélagsmiðlar

Ódýr og grænblá hótel

Hin þýsku Motel One hótel standa tæplega undir nafni sem lággjaldahótel. Nema af því að þar er nokkuð ódýrt að gista.

Eggið hans Arne Jacobsen er mubla sem kostar skildinginn. Það skýtur því skökku við að sjá þessa dönsku stóla standa í anddyri hótels þar sem hægt er að fá herbergi á 49 evrur. Íburðurinn nær reyndar ekki út fyrir lobbíið því herbergin eru frekar lítil og innréttuð á látlausan hátt.

Staðsetning Motel One hótelanna er þó í flestum tilfellum góð, til dæmis á hótelinu við Alexanderplatz í Berlín þar sem útsendari Túrista gisti. Þaðan er til dæmis stutt í hjarta Mitte hverfisins, Karl Marx breiðgötuna og lestarstöðvar.

Verðlagið á Motel One er nokkuð misjafnt og eins og gefur að skilja eru dýrast að búa á best staðsettu hótelunum í vinsælustu borgunum þegar ferðamannastraumurinn er þar mestur. Þá kosta tveggja manna herbergi hátt í 130 evrur. Þrátt fyrir það stenst Motel One ágætlega allan verðsamanburð, sérstaklega þegar staðsetning og aðbúnaður eru tekin með í reikninginn. En öll þrjátíu hótel keðjunnar eru ný af nálinni og húsgögnin því ekki orðin slitin og sjúskuð. 

Það hafa sennilega fáir gestir Motel One skrifað um þau heim enda vart hægt að hugsa sér hlutlausari gistingu, ef frá er talinn þessi grænblái litur sem er á veggjunum, rúmteppunum og auðvitað egginu hans Arne.

Motel One hótelin er að finna í flestum þeim þýsku borgum sem flogið er til beint frá Íslandi; Frankfurt, Hamborg, Dusseldorf, Munchen, Stuttgart og Berlín.

Sjá heimasíðu Motel One.

TENGDAR GREINAR: Úthugsuð Lundúnarhótel á góðu verðiÞrjú misdýr hótel í Stokkhólmi
NÝJAR GREINAR: Stystu biðraðirnar eru í Svíþjóð
TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í Kaupmannahöfn

Myndir: Motel One

 

  Bookmark and Share

 

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …