Samfélagsmiðlar

Ódýrasta leiðin til og frá tíu flugvöllum

Síðasti spölurinn á ferðalaginu út er oft fokdýr. Hér eru nokkur sparnaðarráð fyrir þá sem vilja ekki létta á pyngjunni rétt á meðan þeir koma sér frá flugstöðinni til borgarinnar.

Það er einfalt og ódýrt að komast frá Kastrup flugvelli og inn til Kaupmannahafnar.
Almenningssamgöngur njóta líklega meiri vinsælda meðal íslenskra túrista nú en áður. Sérstaklega þegar fara á langa leið eins og til og frá flugvellinum. En jafnvel þó rútur eða lestir verði fyrir valinu þá kostar þetta ferðalag sitt.

Reyndar er verðið mismunandi eftir borgum. Þannig kostar lestarmiði frá Kastrup til Kaupmannahafnar rétt rúmar sjö hundruð íslenskar krónur á meðan á meðan dýrasti miðinn frá Arlanda til Stokkhólms kostar um fjögur þúsund krónur.

Þetta er líka spurning um tíma því þeir sem eru tilbúnir til að eyða klukkutíma í ferðalagið milli London og Heathrow borga aðeins um sjö hundruð krónur á meðan þeir sem vilja drífa sig í bæinn borga 3200 krónur fyrir far með hraðlestum, Heathrow Express.

Hér er yfirlit yfir þá möguleika sem eru í boði, á tíu evrópskum flugvöllum, fyrir þá sem vilja nýta sér almenningssamgöngur næst þegar ferðast er til útlanda.

Amsterdam

Það er sjaldan löng bið eftir lestinni frá Schiphol og inn í borgina. Ferðin tekur fimmtán mínútur og miðinn kostar 569 íslenskar (3,7 evrur).

Barcelona

Flugvallarrútan (Aerobús) er þægilegasti fararmátinn frá El Prat flugvelli. Rútan keyrir á fimm mínútna fresti og er rúman hálftíma á leiðinni. Þeir sem kaupa farmiða báðar leiðir greiða 8,75 evrur (1.345 kr). Farið með strætó númer 46 frá flugvellinum er mun ódýrara (1,35 evrur) en þar fer ekki eins vel um farþegana og farangurinn.

Miðinn í lestina kostar 2,8 evrur en hún keyrir óreglulega og því erfitt að stóla á hana.

Berlín

Höfuðborg Þýskalands stenst næstum því allan verðsamanburð við hinar stórborgir álfunnar. Þess vegna þarf það ekki að koma á óvart að miðinn með S-bahn og Airport Express rútunum frá Schönefeld kostar aðeins 430 krónur (2,8 evrur).

Kaupmannahöfn

Það tekur um kortér að fara frá Kastrup og niður í miðborg Kaupmannahafnar. Skiptir þá engu hvort neðanjarðarlestin er tekin eða sú hefðbundna. Verðið er líka það saman eða 34,5 danskar (712 íslenskar). Þeir sem ætla að nota almenningssamgöngur borgarinnar í fríinu ættu að kaupa „klippekort“ á flugvellinum því þá er ferðin að minnsta kosti þriðjungi ódýrari.

London

Heathrow: Klukkutíma ferðalag með neðanjarðarlestinni frá Heathrow kostar 4 pund (718 kr) en sú reisa er hvorki skemmtileg byrjun né endir á heimsókninni til London. Fyrir átta pund fær maður hins vegar að sitja í Heathrow Connect lestinni niður á Paddington stöðina. Ódýrasti miðinn í hraðlest Heathrow Express kostar 16,5 pund og hann er aðeins fáanlegur á netinu.

Gatwick: Á heimasíðu Southern lestarfyrirtækisins er hægt að detta í lukkupottinn og finna miða á tæplega fjögur pund. Þeir miðar eru þó sjaldséðir og líklegra að farið muni kosti um 11 pund eða um tvö þúsund íslenskar. Gatwick Express býður þeim sem kaupa á netinu 10 prósent afslátt og kostar miðinn þá rúm fimmtán pund.

Stansted: Það kostar aðeins tvö pund að sitja í hjá Easybus og það borgar sig að bóka á netinu. Þeir sem eru hins vegar að flýta sér í bæinn og vilja ekki eyða meira en þremur korterum í að komast til London taka þá lestina sem kostar 19,8 pund.

Osló

Flytoget brunar þá 47 kílómetra sem liggja á milli Gardermoen flugvallar og aðallestarstöðvarinnar í Osló á 19 míntútum. Farmiðinn kostar 170 norskar krónur (um 3300 íslenskar) ef hann er keyptur í sjálfsala en þeir sem vilja persónulega þjónustu borga aukalega 30 norskar. Spara má sextíu norskar krónur með því að taka lest merkta NSB en þær fara þessa sömu leið í bæinn og hraðlestirnar en á tvöfalt lengri tíma.

París

Fyrir rétt rúmlegar fimmtán hundruð krónur (8,4 evrur) kemstu frá Charles de Gaulle með RER B lestinni. Það er helmingi dýrara að fá far með Air France skutlunni.

Stokkhólmur

Ef leiðin liggur til höfuðborgar Svíþjóðar yfir helgi þá er hægt að spara sér 135 sænskar krónur með því að kaupa miða í flugvallarlestina, Arlanda Express, á netinu. Þá kostar miðinn 325 sænskar (5434 íslenskar krónur) í stað 460 króna. Skilyrðin eru þau að farþegarnir lendi á Arlanda á fimmtudegi eða föstudegi og fari heim um helgina. Netmiði með Swebus rútunum kostar hins vegar 178 sænskar krónur, báðar leiðir, og tekur túrinn rúman hálftíma.

NÝJAR GREINAR: Ódýr gisting við Oxfordstræti

TENGDAR GREINAR: Flottustu flugstöðvarnar

TILBOÐ: 10% afsláttur á hótelgistingu í Kaupmannahöfn

Mynd: Woco / Morten Bjarnhof

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …