Samfélagsmiðlar

Bestu hótelin að mati fólksins

Hér eru þau hótel sem álitsgjafar ferðasíðunnar Tripadvisor telja þau bestu í heimi. Á listanum eru gististaðir sem venjulegir ferðamenn hafa efni á að bóka.

Þó vinsældarlista beri ekki að taka hátíðlega má stundum hafa af þeim nokkuð gagn. Einn slíkur er listi ferðasíðunnar Tripadvisor yfir bestu gististaðina. Sá er nefnilega byggður á milljónum umsagna frá fólki sem gist hefur á hótelunum. Og þar sem aðstandendur síðunnar stroka miskunnarlaust út sleggjudóma og skrum ætti Tripadvisor að gefa góða mynd af hótelunum sem þar koma fyrir.

Þetta eru gististaðirnir sem fengið hafa hæstar einkunnir hjá álitsgjöfum Tripadvisor á síðasta ári:

1. Golden Well (U Zlate Studne) í Prag, Tékklandi

Staðsetning í miðborg Prag gæti varla verið betri og útsýnið frá hótelherbergjunum er eitt af því sem gestirnir eru hvað ánægðastir með. Engin hefur heldur neitt slæmt að segja um þjónustuna á þessum fimm stjörnu hóteli þar sem passað er uppá að engin fari svangur í rúmið því eftirréttum er dreift inn á öll herbergi í lok dags. Það kostar ekki minna en tuttugu og fimm þúsund krónur að halla höfði, eina nótt, á þessu lofaðasta hóteli Tripadvisor.

2.  Anastasis Apparments á Santorini, Grikklandi

Það verður vænanlega ekki þverfótandi fyrir brúðhjónum á þessu íbúðarhóteli næstu árin. Engin gististaður í heimi er nefnilega jafn rómantískur að mati álitsgjafanna. Nóttin í ódýrustu íbúðunum kostar tæpar þrjátíu þúsund krónur.

3. Riad Le Calife, Fes, Marokkó

Þau Yasmin og Alexander kunna greinilega að taka vel á móti fólki því nöfn þeirra eru áberandi þegar rennt er yfir lofræðurnar um hótelið þeirra í Fes, næststærstu borg Marokkó. Þeir sem vilja fá að njóta þessarar rómuðu gestrisni þurfa ekki að borga hátt gjald því finna má herbergi sem kosta minna en tíu þúsund krónur. Á móti kemur að flugið héðan og til Fes kostar skildinginn.

4. Al Ponte Antico í Feneyjum, Ítalíu

Útsýnið frá hótelherbergjunum yfir eitt fallegasta byggða ból í heimi er það sem gestirnir lofa mest. Og ekki skemmir fyrir að hótelið er við hliðina á Rialto brúnni sem mynduð hefur verið í bak og fyrir. Nóttin kostar frá fjörtíu þúsund krónum.

5. La Villa Marbella, Marbella, Spáni

Starfsfólkið og staðsetning er það sem heillar gesti þessa litla og einfalda hótels í gamla bænum í Marbella. Nóttin kostar um þrjátíu og fimm þúsund. 

Hér eru listar Tripadvisor.

TILBOÐ FYRIR TÚRISTA: 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista á gistingu í Kaupmannahöfn og Berlín
TENGDAR GREINAR: Dýrustu hótelherbergi í heimiBestu gistiheimilin

Mynd: Wikimedia – Creative Commons

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …