Samfélagsmiðlar

Þar sem bjórinn er dýrastur

Grænlenskir barþjónar rukka að jafnaði meira fyrir bjórinn en starfsbræður þeirra annars staðar í heiminum.

Verðlag á Big Mac hamborgurum hefur lengi verið notað til að bera saman neysluverð milli landa. Á heimasíðunni Pintprice.com er glas af öli mælistikan og þar er að finna upplýsingar um hvað drykkurinn kostar í öllum heimsins hornum. Notendur síðunnar sjá sjálfir um verðsamanburðinn og framkvæmdin er frjálsleg.

Dýrasti bjórinn er samkvæmt Pintprice á Grænlandi. Þar kostar einn stór að meðaltali 1361 íslenskar krónur. Sopinn er hins vegar ódýrastur í Tadjikistan, sem liggur fyrir norðan Afganistan, því þar rukka menn aðeins 46 krónur fyrir glasið.

Þetta kostar bjórinn í þeim tíu löndum þar sem hann er dýrastur:

1. Grænland – 1361 kr.
2. Noregur – 1111 kr.
3. Katar – 1083 kr.
4. Djibouti – 1013 kr.
5. Singapúr – 926 kr.
6. Svíþjóð – 925 kr.
7. Sam. furstadæmin – 900 kr.
8. Guadeloupe – 888 kr.
9. Færeyjar – 867 kr.
10. Frakkland – 863 kr.

Hér á landi kostar bjórinn 611 krónur að jafnaði samkvæmt Pintprice og við eigum því langt í land með að komast á topp tíu listann.

NÝJAR GREINAR: Tívolí eini skemmtigarðurinn með Michelin stjörnur
TILBOÐ: Hótelíbúðir í Berlín – 10% afsláttur

Mynd: Joakim Westerlund – Creative Commons
Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …