Samfélagsmiðlar

5 bestu ódýru veitingastaðirnir í Kaupmannahöfn

Hér eru þeir matsölustaðir þar sem Kaupmannahafnarbúar telja sig fá mikið fyrir peninginn.

Í ár var það nýr, pínkulítill ítalskur veitingastaður á Norðurbrú sem fékk lesendaverðlaun AOK, fylgirits Berlingske, sem besti ódýri veitingastaður borgarinnar.

Þeir eru sem eru á leið til Köben á næstunni ættu að kanna hvort það er laust borð á einum af þeim fimm stöðum sem tilnefndir voru til verðlaunanna. Því það sem fellur í kramið hjá dönskum bragðlaukum gerir það sennilega líka hjá þeim íslensku.

Staðirnir fimm eru:

Spiseri – Það eru fjórar ungar konur sem opnuðu þennan ítalska veitingastað fyrr á árinu í litlu húsnæði á Norðurbrú sem staðið hefur autt í mörg ár. Á Spiseri er gert út á heimilislegan og einfaldan mat og verðlagið er lágt. Aðalréttirnir á 110 til 140 danskar (frá 2500 íslenskum krónum) og antipasti og primi réttirnir á bilinu 50 til 90 danskar krónur. Ódýrasta vínflaskan er á 195 krónur.

Á Spiseri er opið miðvikudag til sunnudag og það borgar sig að panta borð, sérstakleg núna þegar staðurinn er nýkrýndur sigurvegari hjá AOK.

Spiseri, Griffenfeldsgade 28
www.spiseri.dk

Mother – Besta pizza sem útsendari Túrista hefur smakkað í Kaupmannahöfn var á þessum vinsæla stað í Kødbyen á Vesturbrú. Botninn er úr súrdeigi og áleggið er einfalt enda óþarfi að hrúga á pizzuna þegar grunnurinn er svona góður. Herlegheitin eru svo bökuð í eldofni. Í hádeginu er róleg stemmning á Mother en seinnipartinn fer að hitna í kolunum enda þykir skemmtanaglöðum borgarbúum tilvalið að fá sér pizzu áður en haldið er á alla barina og skemmtistaðina í nágrenninu, þar á meðal Jolene sem er í eigu Íslendinga.

Høkerboderne 9
www.mother.dk

Wokshop – Stórir skammtar af bragðmiklum thai mat hafa tryggt Wokshop sinn sess í Kaupmannahöfn. Staðirnir eru nú orðnir þrír enda voru vinsældir þess fyrsta það miklar að daglega þurfti fjöldi fólks frá að hverfa og finna sér eitthvað annað að borða. Það er ekki tekið við borðapöntunum á Wokshop þannig að þeir sem vilja prófa verða bara mæta tímanlega eða sýna þolinmæði. Aðalréttirnir eru á 115 til 140 danskar (frá rúmum 2500 dönskum).

Gammel Kongevej 122, Ny Adelgade 6, Melchiors plads 3.
www.wokshop.dk

La Galette – Franskara verður það varla í Kaupmannahöfn en í þessum fallega bakgarði í miðbænum þar sem bornar eru á borð bókhveiti pönnukökur með alls kyns áleggi. Enda þýðir galette, matarpönnukökur á frönsku og eiga þær ekkert skilt við þessar sætu sem bakaðar eru hér heima og smurðar með sultu og rjóma. Pönnukökurnar eru á kringum áttatíu krónur (um 1750 krónur) en þær fást ódýrari og dýrari. Eplavín eða síder er hinn eini rétti drykkur með matnum og kostar lítrinn 130 danskar (um 2900 kr.) en að sjálfsögðu er líka hægt að fá annað að drekka.

Larsbjørnsstræde 9
www.lagalette.dk

Bistrot-Bobo – Barnvænn staður við ferjubryggjuna, ekki svo langt frá Litlu hafmeyjunni. Þar er fjölskyldum gert hátt undir höfði því á staðnum er leikherbergi og hollt og gott spaghetti bolognese og kjúklingabitar fyrir þau yngstu. Þeir sem taka börnin með sér í fríið til Kaupmannahafnar eru því vel í sveit settir á þessum stað. Barnaréttirnir eru á 50 danskar (um 1100 kr.) og aðalréttirnir fyrir þá eldri eru á 75 til 185 danskar krónur.

Østbanegade 103
www.bistrot-bobo.dk

NÝJAR GREINAR: 25 byggilegustu borgirnar
TENGDAR GREINAR:
Vegvísir – Kaupmannahöfn
TILBOÐ: Kaupmannahöfn: Hotel Sct Thomas – 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Mynd: Copenhagen Media Center/Tuala Hjarnø

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …