Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Svandísar Svavarsdóttur

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, leggur uppúr því að smakka á mat heimamanna þegar hún ferðast. Hér segir hún frá ferðalögum sínum til annarra landa.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Þá fór ég með foreldrum mínum til Austur-Berlínar þar sem pabbi var í námi. Ég man nú sossum engin smáatriði frá þeirri ferð en man eftir útlenskunni og framandleikanum enda var ég bara á fjórða ári.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Ennþá finnst mér ferð okkar Torfa, mannsins míns, um Spán sumarið 1996 eftirminnilegust. Allt var nýtt og áhugavert, við fórum víða, nutum landsins, matar og drykkjar, landslags og menningar. Ógleymanlega fjölbreytt og svo miklu meira en sá Spánn sem oftast ratar í auglýsingabæklingana.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Það er nú sennilega ferðin sem til stóð að fara en var aldrei farin. Ég var semsé á leið til Ungverjalands um Kaupmannahöfn en það hafði farist fyrir að láta vita af því að Kaupmannahafnarfluginu hafði verið breytt og það flutt svo hastarlega fram á daginn að fyrir lá að ég myndi missa af fluginu til Búdapest. Þarna stóð ég á Leifsstöð með farangur og ferðaplön, dröslaðist aftur í bílinn og þurfti að afmelda mig á fundinn í Ungverjalandi.

Tek alltaf með í fríið:
Sólarvörn, passann, ferðabækur, samt sem minnst af þyngslum og óþarfa. Bjartsýni og gleði.

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Þegar ég reyndi að prútta við sleipan sölumann í Pamplóna í gegnum manninn minn sem er spænskumælandi en hafði engan áhuga á prúttinu. Kannski frekar eftirminnilegt en vandræðalegt.  

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Mér finnst alltaf spennandi að smakka mat að hætti heimamanna. Fjölbreyttan og ferskan helst.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:
París er alltaf ný og alltaf ólgandi en líka stöðug, þrungin sögu og menningu.

Draumafríið:
Langur, langur tími með fólkinu mínu og utan þjónustusvæðis!

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Guðrúnar Helgadóttur
TILBOÐ: Berlín: Hótelíbúðir í Mitte hverfinu- 10% afsláttur fyrir lesendur Túrista

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …