Samfélagsmiðlar

Bestu borgaranir í New York

Fjórir hamborgarastaðir sem matgæðingar New York borgar mæla með.

Ætli stór hluti þeirra sem leggja leið sína til New York gæði sér ekki á alla vega einum hamborgara í ferðinni. Hér eru fjórar hamborgarabúllur sem skríbentar matarsíðunnar ny.eater.com mæla með við lesendur ferðablaðs The Times. Þeir sem vilja safaríkan og góðan borgara í næstu New York reisu ættu því að leita uppi þessa fjóra staði og sleppa því að fara inn á eitt af útibúum heimsþekktu hamborgarastaðanna á Manhattan.

Shake Shack

Hér er hakkað Angus nautakjöt sett í mjúka brauðbollu ásamt sósu og smá salati og herlegheitunum skolað niður með sjeik. Einfalt og ódýrt og vinsældirnar hafa verið svo miklar að Shake Shack staðirnir eru nú orðnir fimm í New York.

Sá fyrsti er við Madison Square Park og þar er tilvalið að koma við og gæða sér á þjóðarrétti Bandaríkjamanna. Einfaldur borgari er á um 500 íslenskar og tvöfaldur um 850.

Shake Shack er á níu stöðum í New York, sjá á heimasíðunni: www.shakeshack.com

Minetta Tavern

Það getur verið erfitt að fá borð á þessu vinsæla steikhúsi en þá er bara að koma snemma kvölds og setjast við barinn og panta sér Black Label Burger hússins. Sá er víst virði allra þrjú þúsund krónanna sem hann kostar enda á hann meira skilt við stóra steik en venjulegan hamborgara. Kjötið er steikt uppúr smjöri og borið fram í mjúkri bollu með karamelluseruðum lauk.

Minetta Tavern er við 113 MacDougal St.

www.minettatavernny.com

Corner Bistro

Bræddur ostur og stökkt beikon eru nautahakkinu til halds og trausts í brauðbollunni sem partífólkið í West Greenwich Village pantar sér á þessum vinsæla bar. Borgari hússins kostar um 800 krónur (6,75 dollara) og vinsælasti drykkurinn, bjórinn, kostar um þrjú hundruð (2,5 dollara).

Corner Bistro er við 331 West 4th St

www.cornerbistrony.com

Social Eatz

Hér er það Bibimbap borgarinn sem mælt er með að fólk panti. Sá er svo sannarlega ekki hefðbundinn því hugmyndin sem býr að baki þessum borgara er sótt í kóreskan hrísgrjónarétt. Kjötið er steikt í sætri chili sósu og ofan á eru settar baunaspírur, gúrkur, gulrætur, hægeldað egg og heimalagað majónes. Þetta er borið fram í brioche brauðhnúðum og kostar um 1400 krónur.

Social Eatz er við 232 East 53nd S

www.socialeatz.com

HÓTEL: Smelltu til að gera verðsamanburð á hótelum í New York

Mynd: Shake Shack

 

 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …