Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Story Hotel í Stokkhólmi

Hrár stíll, þægileg rúm og framúrskarandi staðsetning. Gott hótel í ódýrari kantinum fyrir þá sem eru til í að fórna hlýleikanum fyrir nýmóðins hótel miðsvæðis í Stokkhólmi.

 

Í gömlu fjölbýlishúsi, rétt við Stureplan í miðborg Stokkhólms, er að finna nýlegt hótel í ódýrari kantinum. Alla vega á sænskan mælikvarða. Þar sjá gestirnir sjálfir um að tékka sig inn því ekkert lobbý er á staðnum. En þó starfsfólkið er ekki áberandi þegar komið er inn á hótelið er lítið mál að fá þjónustu eins og fólk á að venjast frá hefðbundnari gististöðum.

Innréttingarnar eru frekar einfaldar og lýsingin af skornum skammti. Hótelið er því ekki sérstaklega vinalegt og er líklegra til að hitta í mark hjá yngri fólki en því eldra.

Herbergin

Þeir hótelgestir sem aðeins gera kröfu um að herbergin séu hrein, rúmið þægilegt og sturtuhausin stór fá sínar óskir uppfylltar á Story hotel. Hins vegar vantar uppá hlýleikann því innréttingarnar eru hráar og stælóttar. Þannig eru höfuðgaflarnir gerðir úr gömlu hurðum og á veggjunum plaköt og myndir sem engin sérstök prýði er af.

Staðsetningin

Östermalm er eitt af fínustu hverfum Stokkhólms. Þar eru dýrar sérverslanir, fínir veitingastaðir og nokkur af bestu hótelunum. Hverfið er vel staðsett fyrir ferðamenn sem vilja hafa stutt í allar áttir. Það er örstutt í metróstöðina (T-bana) við Östermalmtorg frá hótelinu og breiðgatan Birger Jarlsgatan er á næsta horni. Það er þarf því ekki að fara langt til að fá borgina beint í æð. Eitt vinsælasta bakarí borgarinnar, Riddarbageriet, er í sömu götu og Story Hotel.

Til að komast á hótelið frá flugvellinum þarf að taka lest eða strætó frá aðallestarstöðinni sem flækir málið aðeins en á móti kemur að mun skemmtilegra er að búa í Östermalm en í nágrenni við aðallestarstöðina.

Maturinn

Morgunmaturinn er nokkuð hefðbundinn en þó með sænsku yfirbragði því boðið er uppá túbbukavíar og sænskt sætabrauð með kaffinu. Útsendari Túristi prófaði ekki veitingastað hússins.

Verðið

Stokkhólmur er einn af dýrustu ferðamannastöðum í heimi og hótelverðið er alla jafna nokkuð hátt. Á Story Hotel er hægt að fá tveggja manna herbergi á 1190 til 1500 sænskar sem er frekar vel sloppið fyrir svona góða gistingu miðsvæðis í borginni. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum og þau dýrustu kosta rúmlega fjögur þúsund sænskar. Þeir sem bóka beint á heimasíðu hótelins fá 150 króna inneign (um 3000 íslenskar krónur) til að nota á veitingastað hótelsins.

Story Hotel, Riddargatan 6, Stokkhólmi

TENGDAR GREINAR: Nú verður ódýrara að borða í Svíþjóð
NÝJAR GREINAR: Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni

Mynd: Story Hotel

Nýtt efni
helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …