Samfélagsmiðlar

Hóteltékk: Story Hotel í Stokkhólmi

Hrár stíll, þægileg rúm og framúrskarandi staðsetning. Gott hótel í ódýrari kantinum fyrir þá sem eru til í að fórna hlýleikanum fyrir nýmóðins hótel miðsvæðis í Stokkhólmi.

 

Í gömlu fjölbýlishúsi, rétt við Stureplan í miðborg Stokkhólms, er að finna nýlegt hótel í ódýrari kantinum. Alla vega á sænskan mælikvarða. Þar sjá gestirnir sjálfir um að tékka sig inn því ekkert lobbý er á staðnum. En þó starfsfólkið er ekki áberandi þegar komið er inn á hótelið er lítið mál að fá þjónustu eins og fólk á að venjast frá hefðbundnari gististöðum.

Innréttingarnar eru frekar einfaldar og lýsingin af skornum skammti. Hótelið er því ekki sérstaklega vinalegt og er líklegra til að hitta í mark hjá yngri fólki en því eldra.

Herbergin

Þeir hótelgestir sem aðeins gera kröfu um að herbergin séu hrein, rúmið þægilegt og sturtuhausin stór fá sínar óskir uppfylltar á Story hotel. Hins vegar vantar uppá hlýleikann því innréttingarnar eru hráar og stælóttar. Þannig eru höfuðgaflarnir gerðir úr gömlu hurðum og á veggjunum plaköt og myndir sem engin sérstök prýði er af.

Staðsetningin

Östermalm er eitt af fínustu hverfum Stokkhólms. Þar eru dýrar sérverslanir, fínir veitingastaðir og nokkur af bestu hótelunum. Hverfið er vel staðsett fyrir ferðamenn sem vilja hafa stutt í allar áttir. Það er örstutt í metróstöðina (T-bana) við Östermalmtorg frá hótelinu og breiðgatan Birger Jarlsgatan er á næsta horni. Það er þarf því ekki að fara langt til að fá borgina beint í æð. Eitt vinsælasta bakarí borgarinnar, Riddarbageriet, er í sömu götu og Story Hotel.

Til að komast á hótelið frá flugvellinum þarf að taka lest eða strætó frá aðallestarstöðinni sem flækir málið aðeins en á móti kemur að mun skemmtilegra er að búa í Östermalm en í nágrenni við aðallestarstöðina.

Maturinn

Morgunmaturinn er nokkuð hefðbundinn en þó með sænsku yfirbragði því boðið er uppá túbbukavíar og sænskt sætabrauð með kaffinu. Útsendari Túristi prófaði ekki veitingastað hússins.

Verðið

Stokkhólmur er einn af dýrustu ferðamannastöðum í heimi og hótelverðið er alla jafna nokkuð hátt. Á Story Hotel er hægt að fá tveggja manna herbergi á 1190 til 1500 sænskar sem er frekar vel sloppið fyrir svona góða gistingu miðsvæðis í borginni. Herbergin eru af öllum stærðum og gerðum og þau dýrustu kosta rúmlega fjögur þúsund sænskar. Þeir sem bóka beint á heimasíðu hótelins fá 150 króna inneign (um 3000 íslenskar krónur) til að nota á veitingastað hótelsins.

Story Hotel, Riddargatan 6, Stokkhólmi

TENGDAR GREINAR: Nú verður ódýrara að borða í Svíþjóð
NÝJAR GREINAR: Mest seldu vörurnar í Fríhöfninni

Mynd: Story Hotel

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …