Samfélagsmiðlar

Borgirnar þar sem leigubílstjórar svindla

Heiðarleiki evrópskra leigubílstjóra var nýverið kannaður. Í flestum borgum stóðu þeir sig vel en annars staðar er of oft maðkur í mysunni.

Að komast á leiðarenda í ókunnugri borg, með almenningssamgöngum, krefst mun meira af okkur en að setjast upp í leigubíl og vera keyrð upp að dyrum. Seinni kosturinn er líka mun dýrari. Reyndar of dýr því samkvæmt nýrri könnun eru þriðjungs líkur á að svindlað verði á farþeganum. Ástæðan er einfaldlega sú að bílstjórar nýta sér sakleysi ferðamanna og fara lengri leiðina á áfangastað. Þetta sýna að minnsta kosti niðurstöður athugunar þar sem heiðarleiki leigubílstjóra í tuttugu og tveimur evrópskum borgum var kannaður.

Helmingslíkur á að vera snuðaður í Slóveníu

Alls voru farnir 220 túrar í þessari prófun og í 82 tilfellum valdi bílstjórinn löngu, dýru leiðina. Sumstaðar reyndu þeir líka að bæta við aukagjöldum eins og fartölvugjaldi uppá 10 evrur (um 160 kr) samkvæmt frétt Politiken.

Eins og sjá má á upptalningunni hér að neðan þá stóðu bílstjóranir sig misvel í borgunum tuttugu og tveimur en allra verst var frammistaðan í Lublíjana, höfuðborg Slóveníu, þar sem nærri helmingur ferðanna voru of langar. Reykjavik var ekki með í könnuninni.

Tölurnar í sviga sýna hlutfall ferða þar sem ekki var svindlað:

Góð frammistaða: Barcelona (85%), Munchen (83%), Köln (82%), Mílanó (81%), Berlín (81%), París (81%), Lissabon (81%).
Viðunandi: Salzburg (79%), Osló (79%), Rotterdam (78%), Hamborg (77%), Genf (74%), Brussel (73)%, Zagreb (73%), Zurich (73%)
Léleg: Madríd (70%), Prag (68%), Vínarborg (68%), Amsterdam (67%), Luxemburg (67%), Róm (66%).
Mjög léleg: Lublijana (53%).

NÝJAR GREINAR: Mun ódýrara að fljúga í júní en apríl
TENGDAR GREINAR: 10 ferðamannastaðir í útrýmingarhættu

Mynd: Shark Attacks/Creative Commons

Nýtt efni

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …

Það styttist í að Strætó geti boðið farþegum upp á að greiða með bankakortum á snertilausan hátt í vögnum sínum. „Loksins!“ segja vafalaust margir óreglulegir notendur þjónustunnar, sem hafa pirrað sig á því hversu flókið og fráhrindandi greiðslukerfi Strætó er - að þurfa að hlaða niður Klapp-appinu (smáforriti), kaupa sérstaka passa með fyrirframgreiddum fargjöldum og …