Samfélagsmiðlar

Tjaldferð til Jótlands

Taktu þér heimamenn til fyrirmyndar og sparaðu þér fúlgur fjár á ferðalagi um Danmörku.

Meðaljóninn í Danmörku vill frekar gista og grilla á tjaldsvæðum þegar hann ferðast innanlands í stað þess að eyða í hótel og fína veitingastaði. Svínakjöt, bjór og tjald er því að finna í bílskottinu þegar “familían Danmark“ flakkar um föðurlandið á sumrin. Úrvalið af stöðum til að tjalda á er þess vegna mjög gott í Danmörku og það ættu íslenskir ferðamenn að nýta sér ef þeir vilja ferðast ódýrt um land frænda okkar.

5 stjörnu stæði

Það kostar á bilinu 200 til 500 danskar krónur fyrir fjölskyldu að slá upp tjaldi á þriggja til fimm stjörnu tjaldsvæði. Á þeim er meðal annars að finna kjörbúðir og nógu mikið af sturtum svo ekki myndist biðröð við þær á morgnana.

Baðstrendur eru oft í næsta nágrenni við tjaldsvæðin, til dæmis á vesturströnd Jótlands þar sem nóg er af hvítum sandi. Einnig má finna stæði fyrir tjöld við flesta bæi landsins. Þá er hægt að fara í bæinn og kaupa ís og kannski pylsu með súrum gúrkum og steiktum lauk ofan á. Munið bara að biðja um servíettu því meira að segja heimamenn eiga fullt í fangi með þennan rétt.

Hjól og tjald

Danir eru sennilega heimsmeistarar í hjólreiðum og sveitavegirnir eru vinsælir meðal þeirra sem vilja hjóla um landið. Sum tjaldstæði ligga við þekktar hjólaleiðir og þar má oft leigja hjólhesta. Það er klárlega miklu ódýrara en að leigja bíl. Þannig að þeir sem vilja ferðast virkilega ódýrt um Danmörku pakka niður tjald og leigja sér svo hjól þegar komið er á áfangastað.

Ganglegar upplýsingar um dönsk tjaldstæði er að finna hér.

Þessi grein er skrifuð í samvinnu við:

 

 

 

TENGDAR GREINAR: Toppurinn á Danmörku
NÝJAR GREINAR: Skrifað í skýjunum

Myndir: Danmark Media Center

Nýtt efni

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í febrúar s.l. í kjölfar þess að skattaívilnanir til kaupa á nýjum rafbílum féllu niður. Skattafrádrátturinn gat numið allt að 1,3 milljónum króna en nú fæst 900 þúsund króna styrkur frá Orkusjóði í staðinn. Með lægra verði frá Kína gat Vatt, sem er með …