Samfélagsmiðlar

Ferðaminningar Óskars Axelssonar

Kvikmyndaleikstjórinn Óskar Axelsson komst í hann krappann í París en ferðaðist um Ísrael og Palestínu án vandræða. Hann hefur farið víða og leggur áherslu á að borða að hætti heimamanna hvar sem hann kemur.

Fyrsta ferðalagið til útlanda:
Ég fór til Mæjorka tveggja ára en man svo sem ekki mikið eftir því. Við fjölskyldan fórum þangað á hverju ári þegar ég var lítill og fyrstu ferðaminningarnar eru sannarlega þaðan.

Best heppnaða utanlandsferðin:
Ég hugsa að það hafi verið ferð okkar Huldu, konunnar minnar, til Ísrael og Palestínu. Sú ferð var æðislega vel lukkuð að öllu leyti. Við gistum ýmist á hótelum eða hjá fólki sem tengdust ísraelskum vinum okkar í New York, þar sem við bjuggum á þessum tíma.
Vorum m.a. í nokkra daga í Kibbutz sem staðsett er í Negev eyðimörkinni.
Saga þessa landsvæðis er náttúrulega svo ótrúlega mikilvæg og það er fátt sem jafnast á við að ráfa um innan múra hinnar gömlu Jerúsalem. Þá er Tel Aviv hreint stórskemmtileg og afslöppuð strandborg, minnti mig einna helst á Barcelona, bara minni. Og tilfinningin að fljóta um í Dauðahafinu er eitthvað sem erfitt er að lýsa með orðum.
Við höfðum lesið okkur mikið til um margþætta sögu landsins og vorum ágætlega að okkur í stöðu mála í deilum Ísraela og Palestínu, eða „the conflict“ eins og þeir sjálfir kalla það. Og hvert sem við komum voru allir mjög áhugasamir um að ræða um deiluna og allir sem við hittum vildu segja okkur frá sínum sjónarmiðum. Við ferðuðumst vítt og breitt um landið. Fórum m.a. til Hebron í Palestínu en miðbærinn þar er hreinlega í herkví Ísraela sökum þess að nokkur hundruð bókstafstrúar gyðingar, flestir nýlega fluttir til Ísrael frá Brooklyn, ákváðu fyrir nokkrum árum að ryðjast þar inn í nokkrar byggingar, hertaka þær og byggja sér svo heimili ofan á byggingarnar. Maður upplifði sig eins og í miðju stríði þarna í miðbænum, en fyrir utan hann iðaði allt af lífi og fjöri.
Það var annars magnað að upplifa, bæði í Ísrael en þó auðvitað miklu meira í Palestínu, hvað fólk var í senn hissa og þakklátt fyrir að við hjónin vorum bara þarna á eigin vegum í fríi. En flestir sem heimsækja þetta umdeilda landsvæði hafa einhverja aðra ástæðu en hreinræktaðan túrisma.

Verst heppnaða utanlandsferðin:
Ætli það sé ekki ferðalag okkar hjóna til Portúgal fyrir nokkrum árum. Við vorum að fara í brúðkaup vina okkar. Brottför frá New York á afmælisdaginn minn og okkur tókst að missa af flugvélinni út af því að þáverandi úrið mitt, sem átti víst að vera beintengt gervihnöttum og því rosalega nákvæmt, ákvað að vanstillast eitthvað. Úrið endaði í ruslafötu á JFK og við enduðum heima á meðan farangurinn okkar fór sem leið lá til Lissabon í gegnum Dublin. Við flugum svo daginn eftir þannig að við náðum alla vega brúðkaupinu, þó töskurnar, með smókingnum og kjólnum, hafi tekið yfir viku að skila sér og setti það heilmikið strik í reikninginn það sem eftir lifði frísins í Portúgal.

Tek alltaf með í fríið:
Ég fer hvergi án þess að „lesgleraugun“ (sjá hér) séu með í för. Hjálpa mér að sofna á hverju einasta kvöldi, án þess að ég fái hálsríg!

Vandræðalegasta uppákoman í útlöndum:
Líklega þegar reynt var að ræna mig í París, rétt hjá Gare du Nord lestarstöðinni fyrir all mörgum árum. Ég var á Interrail ferðalagi með félaga mínum og kannski eittvað kærulaus í fasi. Tveir gaurar plötuðu mig og áður en varði var annar þeirra kominn með veskið mitt í hendur. Mér brá svakalega. Lét öllum illum látum, öskrandi á þá alls kyns fúkyrði, en tókst einhvern veginn að hrifsa af þeim veskið aftur. Félagi minn forðaði mér áður en illa fór og ég var svo í sjokki nokkuð lengi á eftir.

Besti maturinn sem ég hef smakkað á ferðalagi:
Það er útilokað að svara þessu. Ég legg mikið upp úr því að borða „local“ mat og er sennlega yfirleitt þannig stemmdur að mér finnst hann nánast alltaf bragðgóður. En ef ég verð að velja ætli ég nefni ekki steikurnar í Argentínu, „mixed grill“ – yfirleitt medum well done að hætti heimamanna, en engu að síður meyrar einsog smjör.

Uppáhalds staðurinn í útlöndum:

Önnur spurning sem ómögulegt er að svara! En jæja, get a.m.k. nefnt það sem kemur fyrst upp í hugann:
New York, enda heimili okkar hjóna í 8 ár. Róm. Hong Kong, er nýkominn heim þaðan, mjög heillaður. Amorgos, friðsæl eyja í gríska eyjaklasanum.
Sarlat, smábær í S-Frakklandi þar sem vinafólk okkar á lítin búgarð. Hef heimsótt þau tvisvar og mun vonandi gera oft til viðbótar.
Vieques, lítil eyja fyrir utan Puerto Rico. Þar er að finna einn besta „bioluminescent bay“ veraldar, en að svamla þar um á miðnætti og lýsast upp af þessum örverum, er eitthver magnaðasta upplifun sem ég hef átt.

Draumafríið:
Þessa dagana dreymir mig helst um að heimsækja Japan. Þarf að láta það rætast sem fyrst.

TENGDAR GREINAR: Ferðaminningar Teits Þorkelssonar
NÝJAR GREINAR: Keflavíkurflugvöllur á meðal 100 bestu

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …