Samfélagsmiðlar

Íslensku félögin bíða lægri hlut

Bæði WOW air og Iceland Express hafa þurft að sameina ferðir sínar til Kölnar með flugi til annarra staða vegna dræmrar sölu. Engar breytingar hafa orðið á áætlun German Wings til Kölnar og segir talsmaður félagsins að samkeppni íslensku fyrirtækjanna breyti engu.

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings hefur setið eitt að flugleiðinni Keflavík-Köln síðustu ár. Þegar sumaráætlun WOW air var kynnt í nóvember var Köln einn af áfangastöðunum og í mars gaf Iceland Express það út að þýska borgin yrði líka hluti að leiðarkerfi sínu. Að því tilefni sagði Andreas Engel, talsmaður German Wings í samtali við Túrista, að félagið væri vant samkeppni og verð félagsins myndu ekki breytast. En WOW air hafði þá lækkað fargjöld sín til Kölnar um fjörtíu prósent samkvæmt verðkönnunum Túrista 12. febrúar og 20. mars. Verðlækkunin virðist ekki hafa borið árangur því í byrjun þessa mánaðar ákvað fyrirtækið að sameina ferðir sinar til Kölnar og Stuttgart í allt sumar samkvæmt frétt Fréttatímans.

Bjóða nýtt flug án viðbótar kostnaðar

Iceland Express hefur einnig sameinað ferðir sínar til þýsku borgarinnar þar sem af er sumri samkvæmt athugun Túrista. Aðspurður um ástæður þess segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að sá háttur verði hafður á út júnímánuð. „…það er stefna Iceland Express að fella ekki niður flug nema í algerri neyð. Við teljum betra að sameina nokkur flug en að fella niður. Það lengir ferðatímann fyrir hluta farþeganna en við teljum þetta samt betri lausn en niðurfellingu. Við tilkynnum farþegum þetta fyrirfram með e-mail og þeir fáu farþegar sem þessi breyting hefur ekki hentað, hefur verið boðið að fara á önnur flug með okkur, án aukakostnaðar.“

Þjóðverjarnir afslappaðir

Þegar Túristi bar nýjustu fréttir af íslensku félögunum undir talsmann German Wings sagði hann að þar á bæ væri fólk rólegt enda vant samkeppni. Þau væru hins vegar sannfærð um að þjónusta félagsins væri góð og verðin samkeppnishæf. Hann segir hlutfall bókana frá Íslendingum vera um fimmtungur af heildinni sem er lægra en áður. Áhugi Þjóðverja á Íslandsferðum sé hins vegar mikill og farþegar félagsins til Íslands komi ekki bara frá Kölnarsvæðinu heldur frá öllu landinu.

Það má því leiða að því líkur að lítil eftirpurn hér á landi eftir ferðum til borgarinnar og ónægjanleg kynning í Þýskalandi sé helsta ástæðan fyrir því að bæði WOW air og Iceland Express hafa lent í vanda með að selja ferðir sínar til og frá Köln.

Hræódýrir miðar í júlí

Í vetur gerði Túristi tvær verðkannanir á fargjöldum til Kölnar frá Keflavík í júlí. Í febrúar kostaði ódýrasta farið, aðra leið, með WOW um 27 þúsund krónur en German Wings um 22 þúsund. Mánuði síðar var verðið hjá síðarnefnda félaginu komið í 24 þúsund en WOW air lækkaði niður í 16 þúsund. Iceland Express hafði þá bæst í hópinn og kostaði miðinn hjá þeim 20 þúsund. Þar kostar nú farið í júlí til Kölnar 13.800 og hefur því lækkað mikið frá því í vetur þó stutt sé í brottför og háannatími ferðalaga runninn upp. Ódýrasta farið með German Wings kostar um sextán þúsund að viðbættu sérstöku töskugjaldi. WOW air er hins vegar dýrast og kostar farið a.m.k. 20 þúsund krónur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Kapphlaupið um KölnBorgar sig að fljúga á nóttunni

Mynd: Germany.travel

Nýtt efni

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …