Samfélagsmiðlar

Íslensku félögin bíða lægri hlut

Bæði WOW air og Iceland Express hafa þurft að sameina ferðir sínar til Kölnar með flugi til annarra staða vegna dræmrar sölu. Engar breytingar hafa orðið á áætlun German Wings til Kölnar og segir talsmaður félagsins að samkeppni íslensku fyrirtækjanna breyti engu.

Þýska lággjaldaflugfélagið German Wings hefur setið eitt að flugleiðinni Keflavík-Köln síðustu ár. Þegar sumaráætlun WOW air var kynnt í nóvember var Köln einn af áfangastöðunum og í mars gaf Iceland Express það út að þýska borgin yrði líka hluti að leiðarkerfi sínu. Að því tilefni sagði Andreas Engel, talsmaður German Wings í samtali við Túrista, að félagið væri vant samkeppni og verð félagsins myndu ekki breytast. En WOW air hafði þá lækkað fargjöld sín til Kölnar um fjörtíu prósent samkvæmt verðkönnunum Túrista 12. febrúar og 20. mars. Verðlækkunin virðist ekki hafa borið árangur því í byrjun þessa mánaðar ákvað fyrirtækið að sameina ferðir sinar til Kölnar og Stuttgart í allt sumar samkvæmt frétt Fréttatímans.

Bjóða nýtt flug án viðbótar kostnaðar

Iceland Express hefur einnig sameinað ferðir sínar til þýsku borgarinnar þar sem af er sumri samkvæmt athugun Túrista. Aðspurður um ástæður þess segir Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, að sá háttur verði hafður á út júnímánuð. „…það er stefna Iceland Express að fella ekki niður flug nema í algerri neyð. Við teljum betra að sameina nokkur flug en að fella niður. Það lengir ferðatímann fyrir hluta farþeganna en við teljum þetta samt betri lausn en niðurfellingu. Við tilkynnum farþegum þetta fyrirfram með e-mail og þeir fáu farþegar sem þessi breyting hefur ekki hentað, hefur verið boðið að fara á önnur flug með okkur, án aukakostnaðar.“

Þjóðverjarnir afslappaðir

Þegar Túristi bar nýjustu fréttir af íslensku félögunum undir talsmann German Wings sagði hann að þar á bæ væri fólk rólegt enda vant samkeppni. Þau væru hins vegar sannfærð um að þjónusta félagsins væri góð og verðin samkeppnishæf. Hann segir hlutfall bókana frá Íslendingum vera um fimmtungur af heildinni sem er lægra en áður. Áhugi Þjóðverja á Íslandsferðum sé hins vegar mikill og farþegar félagsins til Íslands komi ekki bara frá Kölnarsvæðinu heldur frá öllu landinu.

Það má því leiða að því líkur að lítil eftirpurn hér á landi eftir ferðum til borgarinnar og ónægjanleg kynning í Þýskalandi sé helsta ástæðan fyrir því að bæði WOW air og Iceland Express hafa lent í vanda með að selja ferðir sínar til og frá Köln.

Hræódýrir miðar í júlí

Í vetur gerði Túristi tvær verðkannanir á fargjöldum til Kölnar frá Keflavík í júlí. Í febrúar kostaði ódýrasta farið, aðra leið, með WOW um 27 þúsund krónur en German Wings um 22 þúsund. Mánuði síðar var verðið hjá síðarnefnda félaginu komið í 24 þúsund en WOW air lækkaði niður í 16 þúsund. Iceland Express hafði þá bæst í hópinn og kostaði miðinn hjá þeim 20 þúsund. Þar kostar nú farið í júlí til Kölnar 13.800 og hefur því lækkað mikið frá því í vetur þó stutt sé í brottför og háannatími ferðalaga runninn upp. Ódýrasta farið með German Wings kostar um sextán þúsund að viðbættu sérstöku töskugjaldi. WOW air er hins vegar dýrast og kostar farið a.m.k. 20 þúsund krónur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

TENGDAR GREINAR: Kapphlaupið um KölnBorgar sig að fljúga á nóttunni

Mynd: Germany.travel

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …