Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Björgvin Ingi í Chicago

Björgvin Ingi Ólafsson kann vel við sig í Chicago. Hér eru þeir hlutir sem honum þykir bera hæst í þessari þriðju fjölmennustu borg Bandaríkjanna.

„Við fjölskyldan höfum búið í tvö ár í Evanston, nokkurs konar háskólaviðhengi Chicago borgar. Hér líður okkur vel og kunnum við vel að meta heimilislegan háskólabæinn sem og nálægðina við miðborgina, en við erum einungis 20 mínútur með hraðlestinni niður í miðborg Chicago.

Evanston umhverfist um Northwestern háskólann og því er talsvert meira líf hér en hefðbundnum úthverfum. Hér eru fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir og að frátöldum nístingsköldum febrúardögum er yfirleitt mikið líf og fjör á götum úti. Við nýtum okkur vel það sem bærinn hefur upp á að bjóða og þegar fimm ára sonurinn fær að ráða höngum við daglangt í einhverjum af þeim fjölmörgum almenningsgörðum sem eru í nágrenninu eða förum á ströndina.

Þó að Chicago sé inni í miðju landi þá líður manni eins og maður sé við sjóinn þegar farið er á ströndina við Michigan vatn. Það er klárlega einn af mörgum kostum borgarinnar.“

Rándýr munnbiti í ókeypis dýragarði

„Chicago hefur upp á ótrúlega margt að bjóða. Borgin er auðvitað algjör heimsborg og hefur allt það sem búast má við af alvöru borg. Hér er besta sinfóníuhljómsveit Bandaríkjanna, frábærir veitingastaðir, urmull áhugaverðra safna, staða og hverfa.

Við erum sérstaklega hrifinn af Lincoln Park hverfinu sem er norður af miðborgarkjarnanum og er sérlega vinalegt, fallegt og spennandi. Í Lincoln Park eru tveir bestu veitingastaðir borgarinnar, Charlie Trotter´s og Alinea, sem eru skylduheimsókn fyrir gesti, ef það er laust borð og ríflegur reikningur er ekki fyrirstaða. Í sjálfum Lincoln Park garðinum er svo skemmtilegur dýragarður sem kostar ekkert inn í en selur þér poppið á uppsprengdu verði til að ná upp í kostnað. Dagur í Lincoln Park, það er garðinum, er frábær kostur fyrir fjölskyldur á fallegum vor-, sumar- eða haustdögum og jafnvel á köldum desemberdögum þegar fallegar ljósaskreytingar garðsins fá þig til að gleyma nístingskuldanum úti.“

Baun í bakgrunni

„Allir sem koma til Chicago koma við í Millenium Park í miðborginni. Þar er Chicago Art Institute, eitt allra besta listasafn Bandaríkjanna, tíðir útitónleikar og Baunin. En þessi risastóra silfurbaun er bakgrunnur mynda nánast allra túrista sem sækja borgina heim. Á undarlegan hátt er þessi silfurbaun sjarmerandi og skemmtilegur viðkomustaður.“

8 pylsur á vellinum

„Íþróttir spila stóra rullu í Chicago og elska borgarbúar íþróttaliðin sín alveg óháð hvernig gengur, sem hefur verið mikill kostur í tilfelli sumra liða hér í borg. Við höfum skellt okkur á körfubolta, hafnabolta og hokkíleiki og má klárlega mæla með því. Hokkíaðdáendurnir eru alveg snarbrjálaðir og hafnaboltaliðið tekur hlutverk sitt alvarlegast, mætir uppdressað á völlinn löngu fyrir leik og borðar sínar átta pulsur eins og enginn sé morgundagurinn.“

Allt í boði

„Gestir geta svo gert Chicago að því sem þeir vilja. Ef þú vilt strönd þá ferðu á ströndina, ef þú vilt menningu ferðu í menninguna og ef þú vilt taka túristapakkann þá er auðvelt er að taka rúnt á Segway hjólum á Magnificent Mile, kíkja upp í útsýnisturn í hæstu byggingu Bandaríkjanna, Willis Tower, eða leita upp menningu annarra heimshluta eða þjóða og koma við í ítalska, gríska, sænska, kínverska, úkraínska eða hvaða þjóðahverfi sem hugurinn girnist. Það er bókstaflega allt í boði.

Af ótrúlegu hlutleysi segjum við því að Chicago sé besta borg Bandaríkjanna og hvetjum fólk til að kíkja við.“

– Björgvin Ingi stundaði nám við Kellogg School of Management – Northwestern University og starfar sem ráðgjafi í Chicago.

TENGDAR GREINAR: Ísold í New YorkMargrét í KaupmannahöfnKristín í París

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …