Samfélagsmiðlar

Á heimavelli: Björgvin Ingi í Chicago

Björgvin Ingi Ólafsson kann vel við sig í Chicago. Hér eru þeir hlutir sem honum þykir bera hæst í þessari þriðju fjölmennustu borg Bandaríkjanna.

„Við fjölskyldan höfum búið í tvö ár í Evanston, nokkurs konar háskólaviðhengi Chicago borgar. Hér líður okkur vel og kunnum við vel að meta heimilislegan háskólabæinn sem og nálægðina við miðborgina, en við erum einungis 20 mínútur með hraðlestinni niður í miðborg Chicago.

Evanston umhverfist um Northwestern háskólann og því er talsvert meira líf hér en hefðbundnum úthverfum. Hér eru fjölmargir veitingastaðir, kaffihús og barir og að frátöldum nístingsköldum febrúardögum er yfirleitt mikið líf og fjör á götum úti. Við nýtum okkur vel það sem bærinn hefur upp á að bjóða og þegar fimm ára sonurinn fær að ráða höngum við daglangt í einhverjum af þeim fjölmörgum almenningsgörðum sem eru í nágrenninu eða förum á ströndina.

Þó að Chicago sé inni í miðju landi þá líður manni eins og maður sé við sjóinn þegar farið er á ströndina við Michigan vatn. Það er klárlega einn af mörgum kostum borgarinnar.“

Rándýr munnbiti í ókeypis dýragarði

„Chicago hefur upp á ótrúlega margt að bjóða. Borgin er auðvitað algjör heimsborg og hefur allt það sem búast má við af alvöru borg. Hér er besta sinfóníuhljómsveit Bandaríkjanna, frábærir veitingastaðir, urmull áhugaverðra safna, staða og hverfa.

Við erum sérstaklega hrifinn af Lincoln Park hverfinu sem er norður af miðborgarkjarnanum og er sérlega vinalegt, fallegt og spennandi. Í Lincoln Park eru tveir bestu veitingastaðir borgarinnar, Charlie Trotter´s og Alinea, sem eru skylduheimsókn fyrir gesti, ef það er laust borð og ríflegur reikningur er ekki fyrirstaða. Í sjálfum Lincoln Park garðinum er svo skemmtilegur dýragarður sem kostar ekkert inn í en selur þér poppið á uppsprengdu verði til að ná upp í kostnað. Dagur í Lincoln Park, það er garðinum, er frábær kostur fyrir fjölskyldur á fallegum vor-, sumar- eða haustdögum og jafnvel á köldum desemberdögum þegar fallegar ljósaskreytingar garðsins fá þig til að gleyma nístingskuldanum úti.“

Baun í bakgrunni

„Allir sem koma til Chicago koma við í Millenium Park í miðborginni. Þar er Chicago Art Institute, eitt allra besta listasafn Bandaríkjanna, tíðir útitónleikar og Baunin. En þessi risastóra silfurbaun er bakgrunnur mynda nánast allra túrista sem sækja borgina heim. Á undarlegan hátt er þessi silfurbaun sjarmerandi og skemmtilegur viðkomustaður.“

8 pylsur á vellinum

„Íþróttir spila stóra rullu í Chicago og elska borgarbúar íþróttaliðin sín alveg óháð hvernig gengur, sem hefur verið mikill kostur í tilfelli sumra liða hér í borg. Við höfum skellt okkur á körfubolta, hafnabolta og hokkíleiki og má klárlega mæla með því. Hokkíaðdáendurnir eru alveg snarbrjálaðir og hafnaboltaliðið tekur hlutverk sitt alvarlegast, mætir uppdressað á völlinn löngu fyrir leik og borðar sínar átta pulsur eins og enginn sé morgundagurinn.“

Allt í boði

„Gestir geta svo gert Chicago að því sem þeir vilja. Ef þú vilt strönd þá ferðu á ströndina, ef þú vilt menningu ferðu í menninguna og ef þú vilt taka túristapakkann þá er auðvelt er að taka rúnt á Segway hjólum á Magnificent Mile, kíkja upp í útsýnisturn í hæstu byggingu Bandaríkjanna, Willis Tower, eða leita upp menningu annarra heimshluta eða þjóða og koma við í ítalska, gríska, sænska, kínverska, úkraínska eða hvaða þjóðahverfi sem hugurinn girnist. Það er bókstaflega allt í boði.

Af ótrúlegu hlutleysi segjum við því að Chicago sé besta borg Bandaríkjanna og hvetjum fólk til að kíkja við.“

– Björgvin Ingi stundaði nám við Kellogg School of Management – Northwestern University og starfar sem ráðgjafi í Chicago.

TENGDAR GREINAR: Ísold í New YorkMargrét í KaupmannahöfnKristín í París

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …