Samfélagsmiðlar

Bæjarins bestu í Washington

Hér eru þrír staðir fyrir þá sem vilja borða alvöru bandarískan skyndibita í höfuðborginni.

Kannski er maginn greiðasta leiðin sem ferðalangar hafa til að mynda tengsl við menningu heimamanna. Túristi þefaði uppi þrjá staði í Washington sem bjóða upp á klassískan amerískan skyndimat hver með sínu sniði.

Ben´s Chili Bowl

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var ekki öfundsverður af því að vera myndaður bak og fyrir síðast þegar hann heimsótti Ben´s Chili Bowl. Það er nefnilega ekki einfalt að borða pylsu í brauði með vænum skammti af chili con carne sósu ofan á. Með réttinum fylgir því vænn bunki af munnþurrkum. Forsetinn er sennilega vanur maður sem kann að borða Half smoked pylsu án þess að subba sig út og hefur því ekki látið myndatökurnar slá sig út af laginu.

Half smoked pylsa kostar tæpa 6 dollara en einnig er hægt að fá alls kyns önnur afbrigði af pylsum og hakksósum. Vegna mikilla vinsælda hafa afkomendur Ben opnað Ben´s next door, sem er eins og gefur að skilja, við hliðina á pylsustaðnum. Þar er aðeins fínna og dýrara bandarískt fæði.

Ben´s Chili Bowl er við 1213 U street NW, er opinn alla daga og lokar aðeins yfir blánóttina.

Florida Avenue Grill

Það er sennilega leit að stað sem jafnast á við þennan í Bandaríkjunum. Innréttingarnar, diskarnir, réttirnir og kannski kokkurinn hafa verið á sínum stað frá árinu 1944 þegar fyrsti gesturinn var afgreiddur. Hér er morgunmatur er á boðstólum allan daginn og er óhætt að mæla með Miss Bertha´s Breakfast. Sá fer létt með að metta meðal Íslendinginn. Skammturinn kostar 10,95 dollara.

Florida Avenue Grill er við 1100 Florida Avenue NW og er opinn alla daga nema mánudaga.

Good Stuff Eatery

Öfugt við hina tvo þá er Good Stuff Eatery frekar nýr af nálinni en á sennilega eftir að bætast í flokk klassískra staða áður en langt um líður. Einn þekktasti matreiðslumaður borgarinnar stendur að baki þessari hamborgarabúllu sem selur ótrúlega safaríka borgara sem maður efast um að nokkur geti apað eftir fyrir utan Bandaríkin. Það er eitthvað alveg sérstakt við þessar mjúku brauðbollur, stökka beikonið, grillbragðið af kjötinu og ostinn sem flæðir yfir. Þeir sem vilja síður naut geta pantað kalkúnaborgara, t.d. þann sem kenndur er við forsetafrúnna, Michelle. Eftirlæti forsetans er líka að finna á matseðlinum, boli með roquefort osti.

Hamborgarinn kostar um 7 dollara (rúmar 900 krónur).

Good Stuff Eatery er við 303 Pennsylvania Avenue, ekki langt frá Capitol Hill.

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring þannig að alvöru amerískur skyndibiti er næstum því handan við hornið.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …