Samfélagsmiðlar

Bæjarins bestu í Washington

Hér eru þrír staðir fyrir þá sem vilja borða alvöru bandarískan skyndibita í höfuðborginni.

Kannski er maginn greiðasta leiðin sem ferðalangar hafa til að mynda tengsl við menningu heimamanna. Túristi þefaði uppi þrjá staði í Washington sem bjóða upp á klassískan amerískan skyndimat hver með sínu sniði.

Ben´s Chili Bowl

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, var ekki öfundsverður af því að vera myndaður bak og fyrir síðast þegar hann heimsótti Ben´s Chili Bowl. Það er nefnilega ekki einfalt að borða pylsu í brauði með vænum skammti af chili con carne sósu ofan á. Með réttinum fylgir því vænn bunki af munnþurrkum. Forsetinn er sennilega vanur maður sem kann að borða Half smoked pylsu án þess að subba sig út og hefur því ekki látið myndatökurnar slá sig út af laginu.

Half smoked pylsa kostar tæpa 6 dollara en einnig er hægt að fá alls kyns önnur afbrigði af pylsum og hakksósum. Vegna mikilla vinsælda hafa afkomendur Ben opnað Ben´s next door, sem er eins og gefur að skilja, við hliðina á pylsustaðnum. Þar er aðeins fínna og dýrara bandarískt fæði.

Ben´s Chili Bowl er við 1213 U street NW, er opinn alla daga og lokar aðeins yfir blánóttina.

Florida Avenue Grill

Það er sennilega leit að stað sem jafnast á við þennan í Bandaríkjunum. Innréttingarnar, diskarnir, réttirnir og kannski kokkurinn hafa verið á sínum stað frá árinu 1944 þegar fyrsti gesturinn var afgreiddur. Hér er morgunmatur er á boðstólum allan daginn og er óhætt að mæla með Miss Bertha´s Breakfast. Sá fer létt með að metta meðal Íslendinginn. Skammturinn kostar 10,95 dollara.

Florida Avenue Grill er við 1100 Florida Avenue NW og er opinn alla daga nema mánudaga.

Good Stuff Eatery

Öfugt við hina tvo þá er Good Stuff Eatery frekar nýr af nálinni en á sennilega eftir að bætast í flokk klassískra staða áður en langt um líður. Einn þekktasti matreiðslumaður borgarinnar stendur að baki þessari hamborgarabúllu sem selur ótrúlega safaríka borgara sem maður efast um að nokkur geti apað eftir fyrir utan Bandaríkin. Það er eitthvað alveg sérstakt við þessar mjúku brauðbollur, stökka beikonið, grillbragðið af kjötinu og ostinn sem flæðir yfir. Þeir sem vilja síður naut geta pantað kalkúnaborgara, t.d. þann sem kenndur er við forsetafrúnna, Michelle. Eftirlæti forsetans er líka að finna á matseðlinum, boli með roquefort osti.

Hamborgarinn kostar um 7 dollara (rúmar 900 krónur).

Good Stuff Eatery er við 303 Pennsylvania Avenue, ekki langt frá Capitol Hill.

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring þannig að alvöru amerískur skyndibiti er næstum því handan við hornið.

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …