Samfélagsmiðlar

Komumst ekki hjá kreditkortagjaldi

Íslensk debetkort duga ekki í netviðskiptum. Farþegar hér á landi komast því ekki hjá kreditkortagjöldum erlendra flugfélaga.

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet leggur 2,5 prósent ofan á alla farmiða sem greiddir eru með kreditkortum. Hjá Norwegian nemur kortagjaldið um þúsund íslenskum krónum, óháð farmiðaverðinu. Frá og með október næstkomandi mun SAS bæta 2,2 prósentum við fargjald þeirra sem borga með kreditkortum. Þessi þrjú félög fljúga til Íslands allt árið.

Talsmaður SAS segir í viðtali við Aftenposten að árlega greiði félagið sem samsvarar 4 til 6 milljörðum íslenskra króna í þóknanir til kreditkortafyrirtækja. Nýja gjaldið á að koma til móts við þennan útgjaldalið félagsins.

Íslendingar hafa ekki val

Farþegar hér á landi komast ekki hjá þessari gjaldheimtu því ekki er hægt að nota íslensk debetkort til að greiða fyrir vörur á netinu. Debetkortin hér eru nefnilega ekki með númeraröð á framhlið né þriggja stafa öryggisnúmer. Debetkort víða annars staðar eru hins vegar númeruð og erlendir ferðalangar spara sér kortagjöld með því að borga með debetkorti öfugt við þá íslensku.

Breytingar í nánd

Samkvæmt heimildum Túrista þá er þess ekki langt að bíða að íslensk kortafyrirtæki og bankar hefji útgáfu debetkorta sem eru eins og þau útlendu. Með tilkomu þeirra geta íslenskir ferðamenn komist hjá að greiða kreditkortagjald erlendu flugfélaganna. Gjald sem getur numið nokkrum þúsundum króna við hverja pöntun.

Nýtt efni

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …