Samfélagsmiðlar

Fjör á fjórtánda stræti í Washington

Gata fyrir sælkera og stuðpinna í borg pólitíkusa og erindreka.

Höfuðborg Bandaríkjanna er stundum sögð litlaus diplómataborg. Túristi gerði sér far þangað nýverið og komst að því að borgin er höfð fyrir rangri sök. Þar er víða heitt í kolunum. Sérstaklega á svæðinu sem kennt er við Logan Circle.

„Ef þú vilt vera í hringiðunni þá er þetta staðurinn. Hér er mikið stuð og endalaust úrval af frábærum mat. Þess vegna vilja allir búa hér“, segir Robert Shields, íbúi við fjórtánda stræti, þegar útsendari Túrista tekur hann tali á sjóðheitum sumardegi í Washington.

Þeir eru fleiri íbúar Washington sem segja svæðið vera aðalstaðinn í borginni um þessar mundir. „Það hafa að minnsta kosti tíu nýir veitingastaðir opnað hér á svæðinu síðustu misseri og það er ótrúlegt að fylgjast með uppbyggingunni“, segir sessunautur minn við barborðið á Church Key, einum af börunum við götuna. Hann segist vera nýkominn heim úr námi í A-Evrópu og að sér finnist matarkúltúrinn í Washington hafa batnað mikið þau ár sem hann dvaldi í útlöndum. „Nú er fjölbreytnin á matseðlum veitingastaðanna miklu meiri og fólk pantar sér ekki Budweiser heldur frekar öl bruggað hér í nágrenninu.“

„Maturinn á betri bjór skilinn“

Það er því víðar en hér heima sem fólk sýnir nýjum, litlum bjórframleiðendum aukin áhuga. Á veitingastaðnum Birch and Barley, sem er á hæðinni fyrir neðan Church Key barinn, er til að mynda boðið upp á 555 tegundir af bjór og óhætt að fullyrða að aðeins fagmenn á sviðinu kannast við vörumerkin á drykkjarseðlinum. Hér er enginn Heineken, Stella Artois eða Coors. Aðeins bjór frá brugghúsum sem lítið fer fyrir. Eigandinn segir að réttir staðarins séu settir saman með bjór í huga. Þannig geti matargestir pantað sér mismunandi öl fyrir hvern rétt. Fólk fær drykkina því servereða í litlum glösum og getur því prófað nokkrar tegundir á meðan á máltíðinni stendur.

Birch and Barley var opnaður fyrir þremur árum síðan og hefur fengið mikið lof matargagnrýnenda vestanhafs. Sama má segja um Bar Pilar og Pearl Dive Oyster Palace sem finna má á sama svæði. Staðirnir þrír eiga það líka sammerkt að vera á tveimur hæðum, með bar á efri og matsölustað á þeim neðri. Stemningin er líka frekar afslöppuð og verðið ekki svo hátt. Aðalréttir á bilinu eitt til þrjú þúsund krónur og stórt ölglas á þúsund.

Vinsælar franskar á vínbar

Hún er vandfundinn vínflaskan sem á er skrifað að innihaldið passi sérstaklega vel með frönskum kartöflum. Á vínbarnum Cork bar á fjórtánda stræti er hins vegar enginn réttur vinsælli er franskar hússins. Þegar inn á staðinn er komið leynir það sér ekki að þetta er vel sóttur staður og pússarinn við enda barborðsins hefur varla undan að fægja glös. Þarna er boðið upp á smárétti og enginn þeirra selst jafn mikið og frönsku karftöflunnar sem kryddaðar eru með steiktum hvítlauk, steinselju og sítrónuberki. Þó ekki maukað saman í gremolata heldur fær hvert krydd að vera sóló og úr verður blanda sem hefur borið hróður staðarins víðar en gæðavínin sem þar eru á boðstólum.

Hvað er klukkan í Reykjavík?

Það er hætt við að margir íslenskir ferðamenn endist stutt út á galeiðunni í Washington. Alla vega fyrstu kvöldin því tímamismunurinn á Íslandi og austurströnd Bandaríkjanna er fimm tímar á veturna. Þeir sem vilja fá sönnun þess að það sé löngu kominn háttatími á Íslandi þótt nóttin sé ung í Washington ættu að líta við á hinum vinsæla bar Café Saint-Ex. Þar hangir nefnilega klukka á vegg sem sýnir hvernig tímanum líður í Reykjavík.

Hanastél í felum

Þó það sé mikið líf við fjórtánda stræti þá standa þar nokkur hús tóm. Hús númer 2009 lítur út fyrir að vera eitt slíkt, byrgt er fyrir gluggana og ekkert sem gefur til kynna að þar fyrir innan sé nokkuð áhugavert. En ef þú opnar ómerktar dyrnar og biður manninn sem þar stendur að hleypa þér inn þá ertu kominn inn á rómaðasta kokteilbar borgarinnar, Gibson bar. Með þessum feluleik reyna eigendurnir að endurvekja stemmninguna sem ríkti á bannárunum vestanhafs. Það leynir sér ekki að hér eru metnaðarfullir veitingamenn á ferðinni því barinn, garðurinn og síðast en ekki síst drykkirnir, eru í hæsta gæðaflokki.

Ferðamaður sem ætlar að gera Washington góð skil ætti því ekki að eyða allri orku í að skoða heimsfræg kennileiti borgarinnar heldur njóta kvöldsins á fjórtánda stræti.

Icelandair flýgur til Washington allt árið um kring.

Sjá staðina á korti.

Heimamenn mæla með:


TENGDAR GREINAR: Bæjarins bestu í Washington

Myndir: Túristi og Birch & Barley 

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …