Samfélagsmiðlar

Þessu sýndu lesendur mestan áhuga í ár

Endurskoðun á reglum um skóeftirlit, dýrir hraðbankar í útlöndum, leiðbeiningar varðandi betl og uppáhaldsstaðir Egils Helgasonar í Grikklandi voru meðal þess sem lesendur Túrista lásu mest í ár.

Fyrstu ellefu mánuði ársins fóru að jafnaði rúmlega þúsund Íslendingar á dag til útlanda. Það er aukning um sex prósent frá fyrra ári. Á sama tíma hefur lesendum Túrista fjölgað um nærri þriðjung og þessar tíu greinar vöktu mesta athygli.

  1. Farið lækkar þegar nær dregur brottför
  Mánaðarlegar verðkannanir síðunnar sýndu að verð Iceland Express og WOW lækkuðu alla jafna þegar styttist í brottför.

  2. Borgar sig að fljúga til útlanda á nóttunni?
  Næturflug jókst töluvert í sumar en það borgar sig ekki alltaf að fljúga á meðan aðrir sofa.

  3. Grikkland að hætti Egils
  Þeir eru ekki margir hér á landi sem kunna grísku og verja sumarfríinu í Grikklandi. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er einn þeirra fáu.

  4. Hátt farangursgjald WOW air
  Erlend lággjaldaflugfélög hafa lengi rukkað sérstaklega fyrir innritaðan farangur og undir lok sumars fór WOW þessa leið.

  5. Hingað getur þú flogið beint í vetur
  Áhugi Íslendinga á ferðalögum til útlanda einskorðast ekki við sumrin.

  6. Á að gefa betlurum?
  Víðast hvar í útlöndum verður á vegi okkar fólk sem biður um peninga. Túristi leitaði ráða hjá tveimur mönnum sem þekkja vel til ferðalaga í fátækum löndum.

  7. Það er dýrt að nota hraðbanka í útlöndum
  Hver vill borga 4000 krónur fyrir 3300?

  8. 5 góð kaffihús í Kaupmannahöfn
  Túristi hefur þrætt kaffihús gömlu höfuðborgarinnar síðustu ár og hér eru ábendingar um hvar er að finna virkilega gott kaffi þar í borg.

  9. Ráðherra fer í saumana á skóeftirlitinu
  Í kjölfar umfjöllunar Túrista um óvenju strangt eftirlit með skóm ferðalanga hér á landi ákvað innanríkisráðherra að endurskoða þyrfti reglurnar.

  10. Gera Bandaríkjamenn strangari kröfur hér á landi
  Vestanhafs þurfa börn og eldri borgarar ekki úr skóm við öryggishlið flugvalla en hér þarf þess. Íslensk yfirvöld segja eftirlitið hér vera strangt að beiðni Bandaríkjamanna.

  Fylgstu með Túrista á Facebook

  TILBOÐ: 10% afsláttur á gistingu í LondonFrír morgunmatur í Kaupmannahöfn
  HÓTEL: Gerðu verðsamanburð og bókaðu besta kostinn

  Mynd:Túristi

  Nýtt efni

  „Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

  Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

  Kauphöllin

  Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

  Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

  Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

  Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

  Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

  Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …