Samfélagsmiðlar

Dr. Gunni mælir með gistiheimili KFUM í New York

ymca drgunni

Meira að segja ódýru hótelin í New York kosta skildinginn. Dr. Gunni heimsótti borgina um daginn og líkt og áður þá tékkaði hann sig inn á gistiheimili KFUM í borginni. Hann deilir hér reynslu sinni af þessum ódýru gistihúsum.

„Eins og flestir ættu að vita er New York höfuðborg heimsins og fátt er unaðslegra en að stoppa þar í nokkra daga, láta mannmergðina gleypa sig og sleppa við séríslenska naflatuðið í leiðinni. Einn löstur á borginni er gríðarhátt verð á hótelherbergjum. Þegar maður er einn á ferð er þessi kostnaður jafnvel meiri því single room er hlutfallslega miklu dýrara en double. Í seinni tíð hef ég fundið lausn á þessu sem er hótel YMCA, eða KFUM (og K), eins og við segjum.

YMCA reka þrjú hótel á Manhattan, eitt í Harlem, annað austan megin á 47. stræti (Vanderbilt) og það þriðja nálægt Columbus Circle á 63. stræti (West Side). Yfirleitt fær maður ekki hótelherbergi í Manhattan á undir 200 – jafnvel 250 dollurum á nótt – en hjá YMCA eru verðin mun viðráðanlegri. Maður hefur nóg annað að gera í New York en að hanga á hótel-herberginu, rétt svo að maður komi þar til að sofa, svo skítt með það þótt þetta sé enginn lúxus.“

Kýs heldur sturtuna á þriðju hæð

„Ég gisti á Vanderbilt árið 1993 og man því eðlilega ekkert eftir því annað en að Sameinuðu þjóðirnar eru nálægt. Á West side hef ég hins vegar gist nýlega. Í fyrra var ég á ódýra svæðinu (9. hæð) á 105 dollara nóttina. Ég játa það reyndar að manni fannst maður ansi mikill minnipokamaður í því öreigalega og litla herbergi. Gangarnir minna á fangelsi og bað og klósettaðstaða er sameiginleg, þrjár sturtur í röð og salerni aðskilin með lágu skilrúmi. Eftir að hafa reynt einu sinni að sturta mig þarna – og orðið fyrir manni í næstu sturtu sem annað hvort var að gera vel við sig, eða bunan var svona heit og þess vegna stundi hann svona mikið – ákvað ég að sturta mig framvegis í gymminu á 3. hæð. Þetta var reyndar dálítið vesen (að þvælast í lyftu með handklæði og svona) en mun betra en sameiginlega sturtuaðstaðan þar sem von var á öllu.“

Stórar klósettsetur á dýrari ganginum

„Í síðustu ferð minni í maí 2013 ákvað ég að splæsa heilum 115 dollurum á nótt í „lúxus“-herbergi hótelsins sem staðsett eru á tveimur efstu hæðunum, 12. og 13. hæð. Herbergið er lítið en aðeins hlýlegra en hitt, gangarnir aðeins minna fangelsislegir, en það sem mestu skiptir er að nú fékk maður einkabaðherbergi fram á gangi. Þar eru fjölmörg baðherbergi í röð (ég lenti aldrei í því að þau væru upptekin) og maður kemst inn með lyklinum sínum. Þarna eru bara nokkuð fínar sturtur og þessi risavöxnu amerísku klósett sem rúma rassa á alfeitustu Könum.

Það er smá farfuglaheimilisbragur á YMCA, mikið af ungu fólki, en aldrei neitt bögg, nema það að ég þurfti að sýna lykilpassann minn í nánast hvert skipti sem ég kom. Ágætt wi-fi er bara á neðstu hæð og ekki í herbergjunum. Þar eru Internet-tölvur (dollari = 10 mín) og sjoppa (opnar kl. 7). YMCA West side er á fínum stað. Central Park er við hliðina, örstutt er á næsta Starbucks og í hina stórkostlegu nýlenduvöruverslun Whole Foods á Columbus Circle. Ímyndaðu þér 100 Melabúðir undir einu þaki. Þar er líka jarðlestin sem tekur mann hvert á land sem er í þessari æðislegu borg.

Svo ef þú vilt ekki eyða öllum peningunum þínum í rúm til að sofa í (ágætis rúm bæ ðe vei, sem ég fékk ekki í bakið af), þá mæli ég með YMCA.“

Túristi þakkar Dr. Gunna fyrir pistilinn enda vafalítið margir lesendur síðunnar sem eru hikandi við að bóka svefnpláss á ódýrum gistiheimilum en væru svo sannarlega til í að verja gjaldeyrinum í eitthvað annað en dýr hótelherbergi.

 

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …