Samfélagsmiðlar

Dr. Gunni mælir með gistiheimili KFUM í New York

ymca drgunni

Meira að segja ódýru hótelin í New York kosta skildinginn. Dr. Gunni heimsótti borgina um daginn og líkt og áður þá tékkaði hann sig inn á gistiheimili KFUM í borginni. Hann deilir hér reynslu sinni af þessum ódýru gistihúsum.

„Eins og flestir ættu að vita er New York höfuðborg heimsins og fátt er unaðslegra en að stoppa þar í nokkra daga, láta mannmergðina gleypa sig og sleppa við séríslenska naflatuðið í leiðinni. Einn löstur á borginni er gríðarhátt verð á hótelherbergjum. Þegar maður er einn á ferð er þessi kostnaður jafnvel meiri því single room er hlutfallslega miklu dýrara en double. Í seinni tíð hef ég fundið lausn á þessu sem er hótel YMCA, eða KFUM (og K), eins og við segjum.

YMCA reka þrjú hótel á Manhattan, eitt í Harlem, annað austan megin á 47. stræti (Vanderbilt) og það þriðja nálægt Columbus Circle á 63. stræti (West Side). Yfirleitt fær maður ekki hótelherbergi í Manhattan á undir 200 – jafnvel 250 dollurum á nótt – en hjá YMCA eru verðin mun viðráðanlegri. Maður hefur nóg annað að gera í New York en að hanga á hótel-herberginu, rétt svo að maður komi þar til að sofa, svo skítt með það þótt þetta sé enginn lúxus.“

Kýs heldur sturtuna á þriðju hæð

„Ég gisti á Vanderbilt árið 1993 og man því eðlilega ekkert eftir því annað en að Sameinuðu þjóðirnar eru nálægt. Á West side hef ég hins vegar gist nýlega. Í fyrra var ég á ódýra svæðinu (9. hæð) á 105 dollara nóttina. Ég játa það reyndar að manni fannst maður ansi mikill minnipokamaður í því öreigalega og litla herbergi. Gangarnir minna á fangelsi og bað og klósettaðstaða er sameiginleg, þrjár sturtur í röð og salerni aðskilin með lágu skilrúmi. Eftir að hafa reynt einu sinni að sturta mig þarna – og orðið fyrir manni í næstu sturtu sem annað hvort var að gera vel við sig, eða bunan var svona heit og þess vegna stundi hann svona mikið – ákvað ég að sturta mig framvegis í gymminu á 3. hæð. Þetta var reyndar dálítið vesen (að þvælast í lyftu með handklæði og svona) en mun betra en sameiginlega sturtuaðstaðan þar sem von var á öllu.“

Stórar klósettsetur á dýrari ganginum

„Í síðustu ferð minni í maí 2013 ákvað ég að splæsa heilum 115 dollurum á nótt í „lúxus“-herbergi hótelsins sem staðsett eru á tveimur efstu hæðunum, 12. og 13. hæð. Herbergið er lítið en aðeins hlýlegra en hitt, gangarnir aðeins minna fangelsislegir, en það sem mestu skiptir er að nú fékk maður einkabaðherbergi fram á gangi. Þar eru fjölmörg baðherbergi í röð (ég lenti aldrei í því að þau væru upptekin) og maður kemst inn með lyklinum sínum. Þarna eru bara nokkuð fínar sturtur og þessi risavöxnu amerísku klósett sem rúma rassa á alfeitustu Könum.

Það er smá farfuglaheimilisbragur á YMCA, mikið af ungu fólki, en aldrei neitt bögg, nema það að ég þurfti að sýna lykilpassann minn í nánast hvert skipti sem ég kom. Ágætt wi-fi er bara á neðstu hæð og ekki í herbergjunum. Þar eru Internet-tölvur (dollari = 10 mín) og sjoppa (opnar kl. 7). YMCA West side er á fínum stað. Central Park er við hliðina, örstutt er á næsta Starbucks og í hina stórkostlegu nýlenduvöruverslun Whole Foods á Columbus Circle. Ímyndaðu þér 100 Melabúðir undir einu þaki. Þar er líka jarðlestin sem tekur mann hvert á land sem er í þessari æðislegu borg.

Svo ef þú vilt ekki eyða öllum peningunum þínum í rúm til að sofa í (ágætis rúm bæ ðe vei, sem ég fékk ekki í bakið af), þá mæli ég með YMCA.“

Túristi þakkar Dr. Gunna fyrir pistilinn enda vafalítið margir lesendur síðunnar sem eru hikandi við að bóka svefnpláss á ódýrum gistiheimilum en væru svo sannarlega til í að verja gjaldeyrinum í eitthvað annað en dýr hótelherbergi.

 

Nýtt efni

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …