Samfélagsmiðlar

Ókeypis í dýru borginni

Urmull af vel launuðum kontoristum og sterkur svissneskur franki eru meðal ástæðna þess að Zurich vermir alla jafna eitt af efstu sætunum yfir dýrustu ferðamannastaði heims. Hér eru fimm hlutir sem ekkert kostar að gera í Zurich.

1. Sundsprettur í Limmat

Í stærstu borg Sviss þykir sjálfsagt að kæla sig niður í öllu því vatni sem rennur í gegnum miðborgina. Fjöldi baðklúbba er þar að finna og þeir rukka fyrir aðstöðuna. Við Latten, skammt frá aðallestarstöðinni, er að finna 400 metra sundlaugarbakka, stökkbretti og blakvelli sem borgaryfirvöld reka og það kostar ekkert inn á svæðið.

2. Útsýnispallar í gamla bænum

Háhýsi eru á bannlista í Zurich og það þarf því ekki að fara mjög hátt til að fá fínasta útsýni yfir borgina. Á Lindenhof safnast saman tveir ólíkir hópar; þeir sem hafa gaman að því að tefla undir berum himni og ferðamenn sem vilja dást af útsýninu yfir á austurbakka Limmat árinnar og upp á háskólabrekkuna.

Við Uraniastrasse 6 er gömul stjörnuathugunarstöð sem hýsir í dag bar. Útsýnið þaðan yfir gömlu byggðina og út að vatni er frábært. Það er óþarfi að versla á barnum þó vissulega geti það verið freistandi.

3. Chagall og Giacometti

Listsköpun og skemmtun var æðstuprestum í Zurich ekki að skapi eftir siðaskiptin. Fagurmálaðir veggir kirkna voru hreinsaðir og íbúarnir þurftu að stelast út fyrir borgarmúrana til að lyfta sér upp. Eftir að klerkarnir lærðu að slaka á voru þekktir listamenn fengnir til að lífga upp á guðshúsin og í Fraumunster kirkjunni er að finna litríka glugga málaða af Marc Chagall og Augusto Giacometti. Á löggustöðunni við Bahnhofquai 3 er stór salur málaður af þeim síðarnefnda. Aðeins þarf að sýna vegabréf í afgreiðslunni til að fá að virða fyrir sér þennan leyndardómsfulla sal.

4. Hjólað eftir bökkunum

Bílaumferð er frekar lítil í miðborg Zurich og meðfram ám og vötnum liggja stígar. Það er því kjörið að hjóla um og á nokkrum stöðum í borginni er hægt að fá lánað hjól án endurgjalds. Aðeins þarf að leggja fram 20 franka tryggingu. Það er tilvalið að byrja túrinn á því að fá hjól á Bellevue torginu og hjóla meðfram Limmat ánni út að Zürich-West, gamla iðnarhverfinu sem nú iðar að lífi. Einnig er hægt að fá hjól á aðallestarstöðinni en hjólaleigurnar eru merktar Züri rollt og eru opnar frá morgni og fram á kvöld alla daga.

5. Frítt að drekka

Það eru um tólf hundruð vatnsbrunnar í Zurich og vatnið í þeim er kristaltært og kalt. Það er því algjör óþarfi að kaupa vatn í næstu sjoppu.

Zurich einn af nýju áfangastöðum Icelandair en Wow Air flaug þangað líka í fyrra.

ÓDÝR HÓTEL Í ZURICH

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að greiða aukalega fyrir sætið?

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Myndir: Zuerich.com

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …