Samfélagsmiðlar

Ókeypis í dýru borginni

Urmull af vel launuðum kontoristum og sterkur svissneskur franki eru meðal ástæðna þess að Zurich vermir alla jafna eitt af efstu sætunum yfir dýrustu ferðamannastaði heims. Hér eru fimm hlutir sem ekkert kostar að gera í Zurich.

1. Sundsprettur í Limmat

Í stærstu borg Sviss þykir sjálfsagt að kæla sig niður í öllu því vatni sem rennur í gegnum miðborgina. Fjöldi baðklúbba er þar að finna og þeir rukka fyrir aðstöðuna. Við Latten, skammt frá aðallestarstöðinni, er að finna 400 metra sundlaugarbakka, stökkbretti og blakvelli sem borgaryfirvöld reka og það kostar ekkert inn á svæðið.

2. Útsýnispallar í gamla bænum

Háhýsi eru á bannlista í Zurich og það þarf því ekki að fara mjög hátt til að fá fínasta útsýni yfir borgina. Á Lindenhof safnast saman tveir ólíkir hópar; þeir sem hafa gaman að því að tefla undir berum himni og ferðamenn sem vilja dást af útsýninu yfir á austurbakka Limmat árinnar og upp á háskólabrekkuna.

Við Uraniastrasse 6 er gömul stjörnuathugunarstöð sem hýsir í dag bar. Útsýnið þaðan yfir gömlu byggðina og út að vatni er frábært. Það er óþarfi að versla á barnum þó vissulega geti það verið freistandi.

3. Chagall og Giacometti

Listsköpun og skemmtun var æðstuprestum í Zurich ekki að skapi eftir siðaskiptin. Fagurmálaðir veggir kirkna voru hreinsaðir og íbúarnir þurftu að stelast út fyrir borgarmúrana til að lyfta sér upp. Eftir að klerkarnir lærðu að slaka á voru þekktir listamenn fengnir til að lífga upp á guðshúsin og í Fraumunster kirkjunni er að finna litríka glugga málaða af Marc Chagall og Augusto Giacometti. Á löggustöðunni við Bahnhofquai 3 er stór salur málaður af þeim síðarnefnda. Aðeins þarf að sýna vegabréf í afgreiðslunni til að fá að virða fyrir sér þennan leyndardómsfulla sal.

4. Hjólað eftir bökkunum

Bílaumferð er frekar lítil í miðborg Zurich og meðfram ám og vötnum liggja stígar. Það er því kjörið að hjóla um og á nokkrum stöðum í borginni er hægt að fá lánað hjól án endurgjalds. Aðeins þarf að leggja fram 20 franka tryggingu. Það er tilvalið að byrja túrinn á því að fá hjól á Bellevue torginu og hjóla meðfram Limmat ánni út að Zürich-West, gamla iðnarhverfinu sem nú iðar að lífi. Einnig er hægt að fá hjól á aðallestarstöðinni en hjólaleigurnar eru merktar Züri rollt og eru opnar frá morgni og fram á kvöld alla daga.

5. Frítt að drekka

Það eru um tólf hundruð vatnsbrunnar í Zurich og vatnið í þeim er kristaltært og kalt. Það er því algjör óþarfi að kaupa vatn í næstu sjoppu.

Zurich einn af nýju áfangastöðum Icelandair en Wow Air flaug þangað líka í fyrra.

ÓDÝR HÓTEL Í ZURICH

NÝJAR GREINAR: Borgar sig að greiða aukalega fyrir sætið?

Greinin birtist áður í Fréttatímanum
Myndir: Zuerich.com

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …