Samfélagsmiðlar

Hausttíska í hliðargötum

Þó það styttist í sumarlok verður hitastigið stórborgum Evrópu og N-Ameríku áfram mælt í tveggja stafa tölum næstu vikur og jafnvel mánuði. Það er kannski ein af ástæðum þess að margir Íslendingar bregða sér í borgarferð á haustin. Búðarölt er hluti af þess háttar ferðalagi og hér eru göturnar fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir strikið í leit að nýjum fötum.

London

Það getur verið ansi þreytandi að þramma eftir Oxford stræti og öllum hinum stóru verslunargötunum í bresku höfuðborginni. Þeir sem vilja taka því rólega ættu að gera sér ferð í litla götu í Bloomsbury hverfinu sem nefnist Lamb´s Conduit Street. Í þessari hálfgerðu göngugötu er að finna fínar búðir þar sem líklegra er en ekki að eigandinn standi vaktina.

Kaupmannahöfn

Strikið þræða flestir sem til Kaupmannahafnar koma og Købmagergade sömuleiðis. En ekki gleyma að koma við í Pilestræde sem liggur samhliða þeirri síðarnefndu. Þar hefur jarðhæð ristjórnarskrifstofu Berlingske Tidende verið breytt í verslunarhúsnæði og í framhaldinu varð er gatan orðin einn vinsælasti viðkomustaður Kaupmannahafnarbúa.

Toronto

Á miðparti Queen strætis í Toronto er að finna útibú frá nokkrum af þekktustu verslunarkeðjum heims. Þeir sem vilja heldur reyna að finna eitthvað sem er sér á báti ættu að halda eins langt í vestur og hægt er á Queen stræti en þar lifa fjölbreyttar sérverslanir góðu lífi. Þaðan er svo tilvalið að kíkja í búðirnar á Ossington Avenue og enda göngutúrinn í Litlu-Ítalíu.

Stokkhólmur

Við Birger Jarl breiðgötuna í miðborg Stokkhólms bítast lúxusmerkin um glæsilegu verslunarhúsnæðin sem losna. Göngugatan Biblioteksgatan liggur samhliða þessum fínheitum en þar halda Cos og Urban Outfitters meðalverðinu niðri. Þar eru líka verslanir nokkurra af þekktari tískuhönnuða Svía

Berlín

Við Neue og Alte Schönhauser Strasse í Mitte hverfinu er urmull af verslunum sem fókusa á heimsþekkt vörumerki í bland við þýska framleiðslu. Þeir sem ætla að gefa sér tíma í búðaráp á þessum slóðum ættu einnig að kíkja við í Auguststrasse og Mulackstrasse því þar er að finna nokkrar forvitnilegar búðir.

Washington

Þeir sem eru í verslunarhugleiðingum í höfuðborg Bandaríkjanna eru vel í sveit settir í Georgetown háskólahverfinu. Á tveimur helstu verslunargötum hverfisins, M st. NW og Wisconsin Avenue, hafa kaupmenn og veitingamenn komið sér fyrir í lágreistum, gömlum byggingum og úti rölta stúdentar, fjölskyldur og virðulegir eldri borgarar með ný föt í pokum merktum þekktustu tískuvöruframleiðendum Bandaríkjanna og Evrópu. Á miðri M Street er Georgetown Park verslunarmiðstöðin sem hefur upp á ýmislegt að bjóða þó hún teljist frekar lítil á amerískan mælikvarða.

Glasgow

Stórverslanir Glasgow borgar raða sér þétt við Buchanan og Argyle Street. Búðirnar verða aðeins smærri í sniðum við Ingram, Miller og Queen Street en því miður hækkar verðið líka töluvert á þeim slóðum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Mynd: Nicho Södling

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …