Samfélagsmiðlar

Hausttíska í hliðargötum

Þó það styttist í sumarlok verður hitastigið stórborgum Evrópu og N-Ameríku áfram mælt í tveggja stafa tölum næstu vikur og jafnvel mánuði. Það er kannski ein af ástæðum þess að margir Íslendingar bregða sér í borgarferð á haustin. Búðarölt er hluti af þess háttar ferðalagi og hér eru göturnar fyrir þá sem vilja fara aðeins út fyrir strikið í leit að nýjum fötum.

London

Það getur verið ansi þreytandi að þramma eftir Oxford stræti og öllum hinum stóru verslunargötunum í bresku höfuðborginni. Þeir sem vilja taka því rólega ættu að gera sér ferð í litla götu í Bloomsbury hverfinu sem nefnist Lamb´s Conduit Street. Í þessari hálfgerðu göngugötu er að finna fínar búðir þar sem líklegra er en ekki að eigandinn standi vaktina.

Kaupmannahöfn

Strikið þræða flestir sem til Kaupmannahafnar koma og Købmagergade sömuleiðis. En ekki gleyma að koma við í Pilestræde sem liggur samhliða þeirri síðarnefndu. Þar hefur jarðhæð ristjórnarskrifstofu Berlingske Tidende verið breytt í verslunarhúsnæði og í framhaldinu varð er gatan orðin einn vinsælasti viðkomustaður Kaupmannahafnarbúa.

Toronto

Á miðparti Queen strætis í Toronto er að finna útibú frá nokkrum af þekktustu verslunarkeðjum heims. Þeir sem vilja heldur reyna að finna eitthvað sem er sér á báti ættu að halda eins langt í vestur og hægt er á Queen stræti en þar lifa fjölbreyttar sérverslanir góðu lífi. Þaðan er svo tilvalið að kíkja í búðirnar á Ossington Avenue og enda göngutúrinn í Litlu-Ítalíu.

Stokkhólmur

Við Birger Jarl breiðgötuna í miðborg Stokkhólms bítast lúxusmerkin um glæsilegu verslunarhúsnæðin sem losna. Göngugatan Biblioteksgatan liggur samhliða þessum fínheitum en þar halda Cos og Urban Outfitters meðalverðinu niðri. Þar eru líka verslanir nokkurra af þekktari tískuhönnuða Svía

Berlín

Við Neue og Alte Schönhauser Strasse í Mitte hverfinu er urmull af verslunum sem fókusa á heimsþekkt vörumerki í bland við þýska framleiðslu. Þeir sem ætla að gefa sér tíma í búðaráp á þessum slóðum ættu einnig að kíkja við í Auguststrasse og Mulackstrasse því þar er að finna nokkrar forvitnilegar búðir.

Washington

Þeir sem eru í verslunarhugleiðingum í höfuðborg Bandaríkjanna eru vel í sveit settir í Georgetown háskólahverfinu. Á tveimur helstu verslunargötum hverfisins, M st. NW og Wisconsin Avenue, hafa kaupmenn og veitingamenn komið sér fyrir í lágreistum, gömlum byggingum og úti rölta stúdentar, fjölskyldur og virðulegir eldri borgarar með ný föt í pokum merktum þekktustu tískuvöruframleiðendum Bandaríkjanna og Evrópu. Á miðri M Street er Georgetown Park verslunarmiðstöðin sem hefur upp á ýmislegt að bjóða þó hún teljist frekar lítil á amerískan mælikvarða.

Glasgow

Stórverslanir Glasgow borgar raða sér þétt við Buchanan og Argyle Street. Búðirnar verða aðeins smærri í sniðum við Ingram, Miller og Queen Street en því miður hækkar verðið líka töluvert á þeim slóðum.

BÍLALEIGA: Auðveld leit að hagstæðasta bílnum
HÓTEL: Ódýr hótel út um allan heim

Greinin birtist áður í Fréttatímaum
Mynd: Nicho Södling

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …