Samfélagsmiðlar

Vilja síður að fólk taki ferðatöskur með í fríið

Eftir að stjórnendur Ryanair hækkuðu farangursgjald félagsins hefur farþegum sem ferðast með meira en handfarangur snarfækkað. En betur má ef duga skal að mati framkvæmdastjóra flugfélagsins.

Níu af hverjum tíu sem fljúga með Icelandair innrita farangur en helmingur þeirra sem fljúga með Wow Air lætur handfarangur duga samkvæmt upplýsingum frá félögunum. Wow Air rukkar 2800 krónur fyrir hverja tösku en hjá Icelandair borgar fólk ekki sérstaklega fyrir þjónustuna.

Farþegar írska flugfélagsins Ryanair greiða á bilinu 15 til 60 evrur (2350-9450 krónur) fyrir innritaðar töskur og ræðst verðið af þyngd og árstíma. Þetta er nokkru hærra verð en önnur lággjaldaflugfélög rukka og afleiðing er sú að aðeins fimmti hver farþegi félagsins innritar farangur. Michael O´Leary, framkvæmdastjóra Ryanair, þykir þó hlutfallið ennþá vera of hátt og haft er eftir honum í The Telegraph að hann vonist til að í nánustu framtíð muni innan við tíundi hver farþegi Ryanair ferðast með meira en handfarangur.

Handfarangursgjald ekki í pípunum

Nokkur evrópsk og bandarísk flugfélög eru byrjuð að rukka farþegana sérstaklega fyrir allan handfarangur sem kemst ekki undir sætin. Nemur gjaldið t.a.m. um 10 evrum (1575 krónur) hjá lággjaldaflugfélaginu Wizz Air. Michael O´Leary segist ekki reikna með að Ryanair feti í fótspor þessa félaga en telur þó að þessi nýja gjaldtaka sé komin til að vera. Þingmenn á Evrópuþinginu ætla þó að beita sér fyrir því að ESB tryggi rétt flugfarþega til að taka með sér handfarangur án þess að greiða sérstaklega fyrir það.

Ekki pláss fyrir allar töskur í farþegarýminu

Í byrjun sumar innleiddu forsvarsmenn Easy Jet nýjar farangursreglur sem eiga að auka líkurnar á að fólk taki minni töskur með sér um borð. Áhafnarmeðlimir félagsins mega samkvæmt nýju reglununum senda hefðbundnar handfarangurstöskur niður í töskugeymsluna ef ekki er pláss fyrir þær allar í farangursrýminu. En farþegar Easy Jet greiða um 3100 krónur fyrir hverja innritaða tösku. Það virðist því sem farangursgjöldin séu byrjuð að koma í hausinn á stjórnendum lággjaldaflugfélaganna. Átta af þeim flugfélögum sem halda uppi áætlunarflugi héðan í sumar rukka sérstaklega fyrir farangur.

Fylgstu með Túrista á Facebook

NÝJAR GREINAR: Flugrútan fær að leggja við flugstöðina á ný

Mynd: Túristi

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …