Samfélagsmiðlar

Fargjöld lækka strax í september

Það sést á fargjöldum haustsins að aðalferðatímabilinu er þá lokið. Flug til Kaupmannahafnar, London og Oslóar er mun ódýrara í byrjun næsta mánaðar en það hefur verið nú í sumar.

Sá sem er á leiðinni til Kaupmannahafnar í þessari viku og bókaði flugið um miðjan júlí þurfti að borga nærri sextíu og þrjú þúsund krónur fyrir farið. Farþegi sem pantar í dag flug þangað í byrjun september kemst út fyrir rúmlega helmingi minna með Icelandair. Verðið til London og Oslóar er ennþá lægra eins og sjá má töflunni hér fyrir neðan. Wow Air og Norwegian bjóða lægsta farið til þessara staða.

Þegar fargjöldin í fyrstu viku september eru borin saman við könnun Túrista fyrir ári síðan kemur í ljós að þau hafa nánast staðið í stað milli ára. Easy Jet og Wow Air hafa bæði hækkað sín verð til London en Icelandair lækkað. Þess ber að geta að SAS er með útsölu þessa dagana og því eru verð félagsins til Oslóar í lægri kantinum. Norwegian eru þó ódýrari en skandinavíska félagið.

Líkt og áður gerir Túristi könnun á fargjöldum sem bókuð eru með fjögurra og tólf vikna fyrirvara. Litlar breytingar hafa orðið á fargjöldum um mánaðarmótin október-nóvember milli ára eins og sjá má á næstu síðu.

Þróun fargjalda í viku 36 (2.-8. september) milli ára þegar bókað er með fjögurra vikna fyrirvara

2013

2012Breyting
London:
Easy Jet35.534 kr.31.077 kr.+ 14,3%
Icelandair40.370 kr.42.760 kr.– 5,6%
Wow Air34.173 kr.31.939 kr.+ 7%
Kaupmannahöfn:
Icelandair39.310 kr.38.830 kr.+ 1,2%
Wow Air42.903 kr.47.820 kr.– 10,3%
Osló:
Icelandair42.620 kr.
Norwegian27.956 kr.
SAS29.466 kr.

Túristi hefur gert mánaðarlegar verðkannanir á flugi til Kaupmannahafnar og London í rúmt ár en Osló bættist við nýlega. Það er því ekki til samanburður á fargjöldum til Osló milli ára. Í verðkönnununum eru fundin ódýrustu fargjöldin, báðar leiðir, innan ákveðinnar viku og farangurs- og bókunargjöld eru tekin með í reikninginn.

Á næstu síðu má sjá þróun verðgjalda í viku 44 og hvaða félög bjóða lægstu fargjöldin til Kaupmannahafnar, London og Osló í byrjun október. Smelltu hér.

HÓTEL: Berðu saman verð á ódýrum hótelum út um allan heim
BÍLALEIGUBÍLAR: Bókaðu bílaleigubíl fyrir sumarfríið

 

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …