Samfélagsmiðlar

Ryanair undirbýr flug til Bandaríkjanna

Það er útlit fyrir að evrópsk lággjaldaflugfélög verða tíðir gestir við flugstöðvar vestanhafs innan nokkurra ára. Forstjóri Ryanair segir félagið klárt í slaginn eftir nokkur ár en hann ætlar ekki að gera sömu mistök og Norwegian hefur gert.

Það er alltof áhættusamt að bjóða upp á áætlunarflug til Bandaríkjanna með aðeins tvær flugvélar líkt og Norwegian hefur gert. Þetta er mat Michael O´Leary forstjóra Ryanair sem er stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Hann telur Norðmennina tefla of djarft og segir að Ryanair muni fljúga til N-Ameríku eftir þrjú til fjögur ár og sjö flugvélar verði nýttar til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að ferðunum og áfangastöðunum fjölgi jafnt og þétt og fimmtíu vélar muni sinna Ameríkufluginu eftir áratug eða svo samkvæmt frétt Air Transport World. Norwegian nýtir tvær splunkunýjar Boeing Dreamliner vélar í flug sitt til Ameríku og Asíu en vegna tíðra bilana hefur félaginu gengið illa að halda áætlun.

Styttist í að Wow Air haldi vestur

Norwegian er fyrsta evrópska lággjaldaflugfélagið sem býður upp á áætlunarferðir til annarra heimsálfa. Iceland Express spreytti sig reyndar á flugi til Bandaríkjanna árin 2010 og 2011 en þar sem félagið var ekki flugrekandi er það ekki tekið með í reikninginn þegar erlendir fjölmiðlar segja frá landvinningum Norwegian í N-Ameríku.

Forsvarsmenn Wow Air hafa gefið út félagið hefji flug til tveggja áfangastaða í Bandaríkjunum þegar umsókn þeirra um flugrekstrarleyfi hefur verið afgreidd. Túristi ræddi nýverið þessi áform Wow Air við Bjørn Kjos forstjóra Norwegian og hann sagði að það væri mjög fjárfrekt að byggja upp það kerfi sem þarf til að halda úti áætlunarflugi til Bandaríkjanna. Hann drægi því í efa að þessi plön íslenska félagsins gengju upp. Kjos viðurkenndi þó að hann þekkti ekki til Wow Air.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU

Mynd: Túristi

 

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …