Samfélagsmiðlar

Sérstakir dómstólar fyrir ferðamenn

Tíðar fréttir af túristum í klípu á taílensku eyjunni Phuket urðu til þess að forsvarsmenn Evrópusambandsins vöruðu við heimsóknum þangað. Heimamenn hafa gripið í taumana enda skiptir ferðaþjónustan sköpum fyrir efnahag landsins.

Svikahrappar sitja oft um grandalausa ferðamenn og beita öllum meðulum til að komast yfir verðmæti. Fréttir af hópi danskra túrista sem var rændur eftir að hafa drukkið ólyfjan á eyjunni Phuket urðu nýlega kveikja að umræðum um öryggi erlendra ferðamanna í Taílandi.

Í sumar beindi Evrópusambandið þeim tilmælum til taílenskra stjórnvalda að þau gripu til aðgerða til auka öryggi túrista og þá sérstaklega á Phuket. Ráðamenn í Taílandi hafa tekið málið til sín og ætla að koma upp dómstólum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem útlendingar, sem telja sig hafa orðið illa úti í viðskiptum við heimamenn, geta leitað réttar síns. Fyrsti dómstóllinn opnaði í gær á hinum vinsæla strandstað Pattaya. Í tilkynningu á heimasíðu ferðamálaráðs Taílands er haft eftir ráðherra málaflokksins að hann vonist til að þetta framtak muni bæta ímynd Taílands því deilur ferðamanna fái oft mjög mikla athygli í heimalandi viðkomandi.

Ferðaþjónusta Taílands hefur vaxið hratt síðustu fjögur ár og á fyrri helmingi ársins heimsóttu um þrettán milljónir útlendinga landið heim. Það er aukning um fimmtung frá sama tíma í fyrra.

TILBOÐ: 15% AFSLÁTTUR Á GÓÐU HÓTELI Í KAUPMANNAHÖFN
BÍLALEIGA: RENTALCARS LOFAR LÆGSTA VERÐINU

Mynd: Ferðamálaráð Taílands

 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …