Samfélagsmiðlar

Kaupmannahöfn frá A til Ö

Svona getur íslenska stafrófið nýst íslenskum ferðamönnum í Kaupmannahöfn.

Almenningssamgöngur í gömlu höfuðborginni eru góðar og ekki síst til og frá flugvellinum. Það er því alger óþarfi að eyða pening í leigubíl. Metró kemst á korteri frá Kastrup til Kongens Nytorv og farið kostar um 700 krónur. Leigubíllinn getur hæglega verið hálftíma sömu leið og mælirinn fer örugglega upp í rúmar 5000 íslenskar.

Bakkelsið sem danskir bakarar framleiða og sprauta glassúri yfir er rómað um víða veröld. Enda eru vínarbrauð kölluð Danish í enskumælandi löndum. Heimsfrægðin bíður hins vegar Rabbabarahornsins og stjórasnúðsins (Direktør snegl) sem fást í bakaríum Lagkagehuset út um allan bæ.

Danska krónan virðist ekki ætla að lækka niður fyrir 20 íslenskar og því er um að gera að nýta sér allt það sem kostar lítið eða ekkert í Kaupmannahöfn. Mörg söfn rukka ekki inn einn dag í viku og margir veitingamenn stilla verðinu í hóf á kostnað úrvalsins.

Elmegade er lítil gata sem er eiginlega miðpunktur Norðurbrú hverfisins. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn enda gott úrval af kaffihúsum, sérverslunum og börum. Akkerið í Elmegade er Laundromat Café hans Friðriks Weisshappel.

Éljagangur er ekki svo oft á kortum danskra veðurfræðinga en þegar þannig viðrar er forvitnilegt að fylgjast með vaktskiptum lífvarða Margrétar Þórhildar. Hermennirnir eru í virðulegum vetrarfötum og með risastórar bjarnaskinshúfur sem verða hvítar um leið og það byrjar að snjóa.

Frederiksberg er sjálfstætt sveitarfélag í miðri Kaupmannahöfn. Þar eru íhaldsmenn með hreinan meirihluta þó þeir rétt nái 10 prósent fylgi á landsvísu. Ein glæsilegasta gata höfuðborgarsvæðisins er Frederiksberg allé sem liggur upp að hinum fallega Frederiksberg garði.

Gamlaströndin eða Gammel Strand er huggulegt og sólríkt torg. Þar er ljómandi gott að fá sér fiskifrikadellur með heimalöguðu remúlaði í hádeginu á Café Diamanten. Framkvæmdir við metróstöð trufla þó stemninguna á svæðinu um þessar mundir.

Hjólreiðamenn eru í forgangi í umferðinni í Köben og nú er verið að leggja þriggja akgreina hjólastíga á víðförnum slóðum. Það er vissara að muna eftir því að gefa merki þegar á að beygja eða stoppa því annars er hætt við að þú fáir að heyra það frá hinu hjólafólkinu.

Islands brygge kallast eitt af hverfum miðborgarinnar. Fyrir Íslendinga er huggulegt að ganga eftir Isafjordsgade og Reykjaviksgade. Hafnarbaðið við Islands brygge götuna er mjög vinsælt á góðviðrisdögum.

Ísneysla Kaupmannahafnarbúa hefur sennilega aukist töluvert síðustu ár því ísbúðir sem búa til ítalskan kúluís njóta mikilla vinsælda. Siciliansk Is á Vesturbro og Christianshavn þykir standa einna fremst á þessu sviði.

Jazzinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku og þar hafa heimsþekktir jazzleikarar búið í lengri eða skemmri tíma. Nokkrir jazzklúbbar eru starfræktir í borginni og þeirra vinsælastur er sennilega Montmartre við Store Regnegade. Jazz cup á Gothergade er líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kaupa plötur. Hin árlega jazzhátíð er haldin í júlí og hún fer ekki framhjá nokkrum manni.

Kaupmannahafnarflugvöllur eða Kastrup, eins og margir kalla hann, hentar vel til tengiflugs fyrir íslenska flugfarþega. Þaðan er flogið til fjölmargra landa og flughöfnin sjálf er vel skipulögð og þægileg. Flugmiðar til Köben eru líka oftar en ekki með þeim ódýrustu sem fást hér á landi.

Litla hafmeyjan varð hundrað ára í síðustu viku og hún hefur laðað til sín ferðamenn nær allan þann tíma. Margir þeirra verða víst fyrir vonbrigðum með hversu lítil hún er.

Smelltu til að sjá M til Ö.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

 

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …