Samfélagsmiðlar

Kaupmannahöfn frá A til Ö

Svona getur íslenska stafrófið nýst íslenskum ferðamönnum í Kaupmannahöfn.

Almenningssamgöngur í gömlu höfuðborginni eru góðar og ekki síst til og frá flugvellinum. Það er því alger óþarfi að eyða pening í leigubíl. Metró kemst á korteri frá Kastrup til Kongens Nytorv og farið kostar um 700 krónur. Leigubíllinn getur hæglega verið hálftíma sömu leið og mælirinn fer örugglega upp í rúmar 5000 íslenskar.

Bakkelsið sem danskir bakarar framleiða og sprauta glassúri yfir er rómað um víða veröld. Enda eru vínarbrauð kölluð Danish í enskumælandi löndum. Heimsfrægðin bíður hins vegar Rabbabarahornsins og stjórasnúðsins (Direktør snegl) sem fást í bakaríum Lagkagehuset út um allan bæ.

Danska krónan virðist ekki ætla að lækka niður fyrir 20 íslenskar og því er um að gera að nýta sér allt það sem kostar lítið eða ekkert í Kaupmannahöfn. Mörg söfn rukka ekki inn einn dag í viku og margir veitingamenn stilla verðinu í hóf á kostnað úrvalsins.

Elmegade er lítil gata sem er eiginlega miðpunktur Norðurbrú hverfisins. Hér iðar allt af lífi daginn út og inn enda gott úrval af kaffihúsum, sérverslunum og börum. Akkerið í Elmegade er Laundromat Café hans Friðriks Weisshappel.

Éljagangur er ekki svo oft á kortum danskra veðurfræðinga en þegar þannig viðrar er forvitnilegt að fylgjast með vaktskiptum lífvarða Margrétar Þórhildar. Hermennirnir eru í virðulegum vetrarfötum og með risastórar bjarnaskinshúfur sem verða hvítar um leið og það byrjar að snjóa.

Frederiksberg er sjálfstætt sveitarfélag í miðri Kaupmannahöfn. Þar eru íhaldsmenn með hreinan meirihluta þó þeir rétt nái 10 prósent fylgi á landsvísu. Ein glæsilegasta gata höfuðborgarsvæðisins er Frederiksberg allé sem liggur upp að hinum fallega Frederiksberg garði.

Gamlaströndin eða Gammel Strand er huggulegt og sólríkt torg. Þar er ljómandi gott að fá sér fiskifrikadellur með heimalöguðu remúlaði í hádeginu á Café Diamanten. Framkvæmdir við metróstöð trufla þó stemninguna á svæðinu um þessar mundir.

Hjólreiðamenn eru í forgangi í umferðinni í Köben og nú er verið að leggja þriggja akgreina hjólastíga á víðförnum slóðum. Það er vissara að muna eftir því að gefa merki þegar á að beygja eða stoppa því annars er hætt við að þú fáir að heyra það frá hinu hjólafólkinu.

Islands brygge kallast eitt af hverfum miðborgarinnar. Fyrir Íslendinga er huggulegt að ganga eftir Isafjordsgade og Reykjaviksgade. Hafnarbaðið við Islands brygge götuna er mjög vinsælt á góðviðrisdögum.

Ísneysla Kaupmannahafnarbúa hefur sennilega aukist töluvert síðustu ár því ísbúðir sem búa til ítalskan kúluís njóta mikilla vinsælda. Siciliansk Is á Vesturbro og Christianshavn þykir standa einna fremst á þessu sviði.

Jazzinn hefur lengi verið vinsæll í Danmörku og þar hafa heimsþekktir jazzleikarar búið í lengri eða skemmri tíma. Nokkrir jazzklúbbar eru starfræktir í borginni og þeirra vinsælastur er sennilega Montmartre við Store Regnegade. Jazz cup á Gothergade er líka skyldustopp fyrir þá sem vilja kaupa plötur. Hin árlega jazzhátíð er haldin í júlí og hún fer ekki framhjá nokkrum manni.

Kaupmannahafnarflugvöllur eða Kastrup, eins og margir kalla hann, hentar vel til tengiflugs fyrir íslenska flugfarþega. Þaðan er flogið til fjölmargra landa og flughöfnin sjálf er vel skipulögð og þægileg. Flugmiðar til Köben eru líka oftar en ekki með þeim ódýrustu sem fást hér á landi.

Litla hafmeyjan varð hundrað ára í síðustu viku og hún hefur laðað til sín ferðamenn nær allan þann tíma. Margir þeirra verða víst fyrir vonbrigðum með hversu lítil hún er.

Smelltu til að sjá M til Ö.

VILTU 15% AFSLÁTT AF GISTINGU Í KAUPMANNAHÖFN

 

Nýtt efni

„Við erum á lokametrunum í undirbúningi og opnum vonandi í september," segir Inga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Flóra hotels, um nýtt íbúðahótel á vegum Reykjavik Residence við Vatnsstíg. Á nýja hótelinu verða 26 íbúðir í nýuppgerðum fasteignum milli Laugavegs og Hverfisgötu en Reykjavik Residence rekur íbúðahótel á nokkrum stöðum í miðborginni. Flóra hotels, móðurfélag Reykjavík Residence, rekur …

Níunda fjórðunginn í röð lækkar verð á notuðum lúxus úrum og verðlækkun ársins nemur 1,2 prósentum, samkvæmt fjárfestingabankanum Morgan Stanley sem vel fylgist með verðþróuninni. Dýrustu úrin hafa lækkað ennþá meira og þannig hefur verðið á notuðu Rolex farið niður um 7,2 prósent síðastliðna 12 mánuði. Morgan Stanley gerir ráð fyrir að þessi verðþróun verði …

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …