Samfélagsmiðlar

Fébætur ef flugi seinkar um þrjá tíma

Þú átt rétt á skaðabótum ef þú kemur alltof seint á leiðarenda eða ef fluginu þínu er aflýst samkvæmt reglum Evrópussambandsins sem gilda einnig hér á landi.

Það kemur regulega fyrir að ferðum frá Keflavík seinki um nokkra klukkutíma. Þeir farþegar sem eiga pantað tengiflug út í heimi eiga þá í hættu að missa af næstu vél og þurfa að kaupa sér nýjan miða á eigin reikning nema flugin séu bæði á einum farseðli. Það getur því verið dýrt að lenda í þessari stöðu.

Allt að 98 þúsund á hvern farþega

Flugfarþegar njóta þó vissrar verndar því reglur Evrópusambandsins kveða á um að ef farþegi kemst ekki á áfangastað fyrr en þremur tímum eftir áætlaða komu þá á hann rétt á bótum. Upphæðin ræðst af lengd flugferðarinnar. Sá sem ætlar að fljúga innanlands eða til Grænlands, Færeyja eða Skotlands frá Íslandi á rétt á um 41.000 krónum (250 evrur) ef ferðinni seinkar svo mikið. Rúmlega þriggja tíma töf á flugi yfir á meginland Evrópu gefur rétt á bótum upp á 65.500 krónur (400 evrur)

Þegar ferðinni er heitið vestur um haf og seinkar þetta mikið þá eru bæturnar 98.000 krónur (600 evrur). Flugfélag gæti því þurft að greiða hátt í tuttugu milljónir króna í skaðabætur ef fullskipuð farþegaþota tefst svo lengi eða ef för hennar er aflýst. Flugfélög geta lækkað bæturnar um helming með því að bjóða farþegunum upp á annað samskonar flug.

Þessar reglur eiga við um flugferðir sem hefjast innan Evrópska efnahagssvæðisins eða eru á vegum flugfélaga með heimahöfn á svæðinu samkvæmt upplýsingum á vef ESB.

Veitingar og gisting

Þegar brottför tefst um meira en tvo til þrjá tíma eiga starfsmenn flugfélaganna að bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu þegar þarf, flutning milli flugvallar og hótels og samskiptaaðstöðu samkvæmt því sem segir á vef Samgöngustofu. Lengd tafar og flugferðar ræður þó hvað af þessu er í boði.

Fimm tímar jafngilda niðurfellingu

Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir að flugi seinki um meira en fimm tíma. En þegar það gerist eiga farþegar rétt á að fá miðann sinn endurgreiddann. vegar á geta farþegar farið fram á að fá miðann endurgreiddan. Um leið og það gerist þá ber flugfélagið ekki lengur ábyrgð á farþeganum.

Farþegareglur ESB eiga ekki við þegar aðstæður eru metnar óviðráðanlegar. Dæmi um þess háttar stöðu er slæmt veður, verkfall, stríðsátök eða þegar ákvarðanir flugumferðastjórna hafa áhrif á ferðaáætlunina. Á vef Samgöngustofu segir að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að telja það óviðráðanlegar aðstæður ef vél tefst vegna bilana sem þekktar voru fyrirfram og eða koma upp við daglegan rekstur flugrekandans.

Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum eiga að fylla út eyðublað sem finna má á vef ESB og senda það til viðkomandi flugfélags.

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu
FERÐAMINNINGAR: Árni ÞórarinssonJónína Leósdóttir

Mynd:Túristi

Nýtt efni

Heldur færri beiðnum um vegabréfsáritun var hafnað á Schengen-svæðinu 2023 miðað við árið á undan, 1,6 milljónum eða 15,8 prósentum af heildarfjölda áritana í stað 17,9 prósenta. Flestum beiðnum var að venju hafnað í Frakklandi eða 436.893, samkvæmt frétt SchengenNews, en Frakkar taka líka við flestum beiðnum. Þau ríki sem koma næst á eftir á …

Þegar nýtt íslenskt flugfélag fer í loftið þá er Kaupmannahöfn ávallt meðal fyrstu áfangastaða. Þannig var það í tilfelli Iceland Express, sem þó var ekki fullgilt flugfélag, Wow Air og Play. Hjá öllum þremur var stefnan ekki sett á Stokkhólm fyrr en fleiri þotur höfðu bæst í flotann. Play fór sína fyrstu ferð til sænsku …

Árið 2023 varð landsvæði sem nam tvöfaldri stærð Lúxemborgar eldum að bráð í Evrópu - meira en hálf milljón hektara gróðurlendis eyðilagðist. Samkvæmt upplýsingum Evrópska upplýsingakerfins um gróðurelda (European Forest Fire Information System - EFFIS) voru 37 prósent umrædds lands þakin runnum og harðblaðaplöntum en á 26 prósentum óx skógur.  Auk gríðarlegs tjóns vistkerfisins fylgdu …

Kopar er nú meðal eftirsóttustu hráefna í iðnaði og verð á honum hækkar ört - svipað og gerðist með hráolíuna á áttunda áratugnum eftir að olíuframleiðendur í Arabalöndunum settu viðskiptabann á Bandaríkin og bandalagsríki þeirra vegna stuðnings við Ísrael í Yom Kippur-stríðinu. Mikil hækkun á verði kopars á mörkuðum skýrist raunar að hluta af auknum …

Ísland komst fyrst á kortið hjá United Airlines vorið 2018 þegar félagið hóf áætlunarflug hingað frá New York. Síðar bætti bandaríska flugfélagið við ferðum hingað frá Chicago og í báðum tilvikum voru brottfarir í boði frá frá vori og fram á haust. Í fyrra varð ekkert út Íslandsflugi United frá New York en í lok …

Ferjan Sæfari leggst að bryggju í Sandvík, þorpi Grímseyjar, um hádegisbil eftir um þriggja klukkustunda siglingu frá Dalvík. Ferjan stoppar ekki lengi í eyjunni í þetta sinn heldur leggur aftur af stað frá Grímsey klukkan 14. Dagsferðalangar í Grímsey á veturna stoppa því aðeins í tæpar tvær klukkustundir í eyjunni en leggja á sig meira …

Mótun ferðamálastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira en 100 manns að þeirri vinnu. Drög að tillögu til þingsályktunar voru birti í febrúar og …

Þrátt fyrir takmarkað framboð á flugi innan Evrópu þá eru fargjöld ekki á uppleið og verðþróunin er neytendum í hag nú í sumarbyrjun að sögn forstjóra og fjármálastjóra Ryanair sem kynntu nýtt ársuppgjör félagsins nú í morgun. Reikningsár þessa stærsta lágfargjaldaflugfélags Evrópu lauk í lok mars sl. og þar var niðurstaðan hagnaður upp á 1,9 …