Samfélagsmiðlar

Fébætur ef flugi seinkar um þrjá tíma

Þú átt rétt á skaðabótum ef þú kemur alltof seint á leiðarenda eða ef fluginu þínu er aflýst samkvæmt reglum Evrópussambandsins sem gilda einnig hér á landi.

Það kemur regulega fyrir að ferðum frá Keflavík seinki um nokkra klukkutíma. Þeir farþegar sem eiga pantað tengiflug út í heimi eiga þá í hættu að missa af næstu vél og þurfa að kaupa sér nýjan miða á eigin reikning nema flugin séu bæði á einum farseðli. Það getur því verið dýrt að lenda í þessari stöðu.

Allt að 98 þúsund á hvern farþega

Flugfarþegar njóta þó vissrar verndar því reglur Evrópusambandsins kveða á um að ef farþegi kemst ekki á áfangastað fyrr en þremur tímum eftir áætlaða komu þá á hann rétt á bótum. Upphæðin ræðst af lengd flugferðarinnar. Sá sem ætlar að fljúga innanlands eða til Grænlands, Færeyja eða Skotlands frá Íslandi á rétt á um 41.000 krónum (250 evrur) ef ferðinni seinkar svo mikið. Rúmlega þriggja tíma töf á flugi yfir á meginland Evrópu gefur rétt á bótum upp á 65.500 krónur (400 evrur)

Þegar ferðinni er heitið vestur um haf og seinkar þetta mikið þá eru bæturnar 98.000 krónur (600 evrur). Flugfélag gæti því þurft að greiða hátt í tuttugu milljónir króna í skaðabætur ef fullskipuð farþegaþota tefst svo lengi eða ef för hennar er aflýst. Flugfélög geta lækkað bæturnar um helming með því að bjóða farþegunum upp á annað samskonar flug.

Þessar reglur eiga við um flugferðir sem hefjast innan Evrópska efnahagssvæðisins eða eru á vegum flugfélaga með heimahöfn á svæðinu samkvæmt upplýsingum á vef ESB.

Veitingar og gisting

Þegar brottför tefst um meira en tvo til þrjá tíma eiga starfsmenn flugfélaganna að bjóða farþegum máltíðir og hressingu, hótelgistingu þegar þarf, flutning milli flugvallar og hótels og samskiptaaðstöðu samkvæmt því sem segir á vef Samgöngustofu. Lengd tafar og flugferðar ræður þó hvað af þessu er í boði.

Fimm tímar jafngilda niðurfellingu

Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir að flugi seinki um meira en fimm tíma. En þegar það gerist eiga farþegar rétt á að fá miðann sinn endurgreiddann. vegar á geta farþegar farið fram á að fá miðann endurgreiddan. Um leið og það gerist þá ber flugfélagið ekki lengur ábyrgð á farþeganum.

Farþegareglur ESB eiga ekki við þegar aðstæður eru metnar óviðráðanlegar. Dæmi um þess háttar stöðu er slæmt veður, verkfall, stríðsátök eða þegar ákvarðanir flugumferðastjórna hafa áhrif á ferðaáætlunina. Á vef Samgöngustofu segir að Evrópudómstóllinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að telja það óviðráðanlegar aðstæður ef vél tefst vegna bilana sem þekktar voru fyrirfram og eða koma upp við daglegan rekstur flugrekandans.

Þeir farþegar sem telja sig eiga rétt á bótum eiga að fylla út eyðublað sem finna má á vef ESB og senda það til viðkomandi flugfélags.

NÝJAR GREINAR: Ódýrari hótel með símapöntun á síðustu stundu
FERÐAMINNINGAR: Árni ÞórarinssonJónína Leósdóttir

Mynd:Túristi

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …