Samfélagsmiðlar

Kannabis kann að auka ferðamannastrauminn til Kólóradó

Nú má kaupa marijúna út í búð í Kólóradó og það er því ekki lengur bannað að hafa efnin á sér. Nema á flugvellinum í Denver.

Um áramót hóf fjöldi verslana í Kólóradó fylki í Bandaríkjunum að selja marijúana en þá gengu í gildi ný lög í fylkinu sem leyfa sölu á kannabisefnum til upplyftingar en ekki aðeins til lækninga. Kólóradó er fyrsta fylkið vestanhafs til að taka upp svo frjálslyndar reglur. Samkvæmt frétt Rúv þá mega heimamenn kaupa 28 grömm í einu en aðkomufólk aðeins 7 grömm. Efnisins má aðeins neyta í heimahúsum og reykstofur að hollenskri fyrirmynd munu því ekki opna í fylkinu.

Bann á flugvellinum

Þrátt fyrir þessar takmarkanir þá reikna yfirvöld með því að nýju reglurnar muni auka ferðamannastrauminn til Kólóradó og óttast um leið að margir muni reyna að flytja kannabis þaðan til annarra fylkja í Bandaríkjunum. Á flugvellinum í Denver hefur því verið sett á algjört bann við því að hafa marijúna meðferðis öfugt við aðra opinbera staði í fylkinu samkvæmt frétt Denver Post. Icelandair flýgur til Denver allt árið um kring.

Líka í Washington innan skamms

Nýju lögin í Kólóradó stríða gegn bandarískum alríkislögum en stjórn Obama forseta hefur heitið því að gefa fylkjunum fullan rétt til að setja sér eigin reglur í þessum málum. Síðar á árinu munu íbúar Washington fylkis einnig fá leyfi til að fara út í búð til að kaupa sér kannabis. Maríiúna verður áfram aðeins leyft í lækningarskyni í 18 öðrum fylkjum Bandaríkjanna.

Bjórborgin Denver

John Hickenlooper, fyrrum borgarstjóri Denver og núverandi fylkisstjóri Colorado hóf feril sinn sem bareigandi og bruggari í Denver. Ölið hann sló svo rækilega í gegn að hann rúllaði fyrst upp kosningum til borgarstjóra (87% atkvæða) og svo til fylkisstjóra. Ferðamálayfirvöld í Denver eru nú farin að markaðssetja borgina sem áfangastað fyrir vandláta bjórþambara eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

http://www.youtube.com/watch?v=QtACFxr062Y

TENGDAR GREINAR: Borg í góðum tengslum við náttúrunaSjarmatröllið í Denver sem Starbucks á ekki roð í

Mynd: Visit Denver

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …