Samfélagsmiðlar

Tekur ekki undir gagnrýni á Isavia

Fyrrum forstjóri Iceland Express undrar sig á deilunni sem komin er upp um flugtíma á Keflavíkurflugvelli. Norsk yfirvöld, öfugt við íslensk, töldu sig ekki geta úrskurðað í samskonar máli á sínum tíma.

Skarphéðinn Berg Steinarsson, fyrrum forstjóri Iceland Express, segir það ekki sína reynslu að starfsmenn Isavia standi vörð um hag Icelandair. En í tilkynningu frá Wow Air í fyrradag sakar Skúli Mogensen, forstjóri Wow Air, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um „vernda hagsmuni og einokun Icelandair“. Vísar hann þar til áfrýjunar Isavia á úrskurði Samkeppniseftirlitsins sem fór fram á að Wow Air fengi afgreiðslutíma á vellinum til að hefja flug til Bandaríkjanna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála er nú með málið á sinni könnu og hefur nefndin frestað réttaráhrifum ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins. Það hefur sett Ameríkuflug Wow Air í uppnám samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins.

Í morgunútvarpi Rásar 2 í gær hélt Skúli Mogensen því fram að ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefði komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld hefðu leyfi til að úthluta flugtímum til nýrra flugfélaga til að tryggja samkeppni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Túristi fékk hjá ESA þá hefur samkonar mál ekki komið á borð stofnunarinnar.

Fengu sömu tíma og Iceland Express

Wow Air óskaði eftir brottfarartíma fyrir flug til Boston klukkan 16:40 en fékk klukkan 17:50. Það er sami tími og Iceland Express hafði fyrir flug til Boston og New York árið 2011. Skarphéðinn Berg Steinarsson segir að þessir flugtímar hafi ekki reynst Iceland Express erfiðir. Hann segir að ákveðið samhengi verði að vera í flugáætluninni og Iceland Express flutti því morgunflug sín til Evrópu frá sjö að morgni til klukkan hálf níu þegar félagið hóf flug til N-Ameríku. Wow Air yrði að gera samskonar breytingar miðað við núverandi stöðu. Skarphéðinn segir að þessar breytingar á flugtímum hafi verið gerðar í samstarfi við Icelandair og Isavia á sínum tíma, t.a.m. hafi Icelandair flýtt sínum ferðum. Hann undrar sig á að þessi aðilar geti ekki fundið lausn á þessu máli núna.

Norsk yfirvöld ekki sammála

Fyrir um áratug síðan kom upp álíka deila milli Norwegian, SAS og norskra flugmálayfirvalda um afgreiðslutíma á norskum flugvöllum. Fred Andreas Wister sér um að samræma flugtíma í Noregi og hann segir í samtali við Túrista að yfirvöld þar hafi komist að þeirri niðurstöðu að þau gætu ekki beitt sér í málinu því úthlutun tíma væri hluti að evrópskum reglum. En EES-réttur vegur þyngra en innlendar reglugerðir. Norwegian þurfti því að fara á biðlista í einhverjum tilvikum en annars nota þá tíma sem í boði voru. Síðan þá hefur Norwegian vaxið hratt og er nú þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.

TILBOÐ: 25% AFSLÁTTUR Í LONDONÞRIÐJA NÓTTIN FRÍ Í EDINBORG
VINSÆLT: ER ÓDÝRARA AÐ LEIGJA BÍL MEÐ 3JA MÁNAÐA EÐA 3JA VIKNA FYRIRVARA?

Nýtt efni

Um síðustu mánaðamót var greint frá því á borgarvef Amsterdam að innan marka hennar væri að finna 10 snjalldælur sem ökumenn gætu nýtt sér án endurgjalds. Það sem greinir snjalldælu frá þessum hefðbundnu, sem ökumenn geta nálgast víða til að dæla lofti í bíldekkin, er að þær tryggja að þrýstingur sé réttur. Margir ökumenn hafa …

Eins og raunin var í gær, þá fá ferðamenn ekki að fara upp á Akrópólishæðina í Aþenu um miðjan daginn vegna óvenjulega mikils hita miðað við árstíma. Engum verður hleypt upp á hæðina frá hádegi til klukkan fimm síðdegis. Sama gildir um aðra fornleifastaði í landinu, sem ferðamenn sækjast eftir að skoða. Allir sem hafa …

Í byrjun síðasta vetrar hóf Easyjet að fljúga tvisvar í viku milli London og Akureyrar. Aldrei áður höfðu áætlunarferðir verið í boði á þessari flugleið og íbúar á Norðurlandi tóku þessari nýjung fagnandi og voru í meirhluta sætanna í þotum breska flugfélagsins. Þetta mátti sjá á tölum norðlenska gististaða því breskum gestum fjölgaði ekki ýkja …

Ákvörðun Evrópusambandsins um að leggja allt að 38,1 prósents viðbótartoll á kínverska rafbíla vekur áhyggjur margra í alþjóðlega viðskiptaheiminum. Verndartollum er ætlað að hemja samkeppni að utan, reisa varnir á heimavelli, en leiða auðvitað gjarnan til þess að mótaðilinn svarar fyrir sig. Það óttast einmitt evrópskir framleiðendur, sem háðir eru viðskiptum við Kína, að gerist …

Vorið 2021, stuttu áður en Play fór í loftið í fyrsta sinn, efndi félagið til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Í kjölfarið voru bréfin skráð á First North Growth í Kauphöllinni en um þann markað gilda ekki eins strangar reglur og Aðalmarkað Nasdaq. Í tengslum síðustu hlutafjáraukningu, sem lauk í apríl síðastliðnum, var …

Viðskiptastríð vesturveldanna og Kína heldur áfram að þyngjast því fyrr í dag gaf Evrópusambandið út að 38,1 prósent innflutningstollar yrðu lagðir á kínverska rafbíla frá og með næsta mánuði. Sú hækkun bætist við þann 10 prósent toll sem í dag ríkir á innflutning rafbíla frá Kína til aðildarríkja ESB. Þessi viðbótartollur hefur verið yfirvofandi síðustu …

Það var í júní 2014 sem breska lággjaldaflugfélagið Flybe, sem nú er gjaldþrota, hóf áætlunarflug til Íslands frá Birmingham. Flugleiðin stóð ekki undir væntingum stjórnenda Flyby og var lögð niður eftir níu mánuði. Þá tók Icelandair við keflinu og hélt úti tíðum ferðum milli Íslands og þessarar næstfjölmennustu borgar Bretlands fram í ársbyrjun 2018. Síðan …

Í Bandaríkjunum eru lestarsamgöngur ekki eins góðar og í Evrópu og þurfa þeir sem ætla að sækja komandi landsfundi Demókrata og Repúblikana annað hvort að keyra eða fljúga á fundarstað. Af þeim sökum hefur bandaríska flugfélagið United Airlines bætt við 118 flugferðum til og frá Chicago í ágúst í tilefni af landsfundi Demókrata. Repúblikanar hittast …