Samfélagsmiðlar

Rómantísk fjölskylduferð

Það er óþarfi að láta Toskana bíða þar til að börnin eru flogin úr hreiðrinu. Ríkulegur skammtur af ítölskum mat og ís, auk reglulegra baðferða, ætti að kaupa foreldrunum nægan tíma til að gera hæðóttum þorpum og sögufrægum borgum góð skil.

Það er sennilega óhætt að fullyrða að þeir sem aldrei hafa heimsótt Toskana á Ítalíu séu á leiðinni þangað og að þeir sem þekkja svæðið geti varla beðið eftir að komast þangað á ný. Að keyra meðfram sólblómum og sítrústrjám í átt að fallegum virkisbæ er alveg eins sjarmerandi og maður hafði ímyndað sér það vera.

En ólíklega yrði ferðalag um sveitir Toskana fyrir valinu ef börn og unglingar fengju að ráða. En þar kemur matarmenning heimamanna foreldrunum til hjálpar því á Ítalíu þarf engin að skammast sín fyrir að bjóða upp á pizzur, pasta og kúluís í næstum öll mál. Nálægð við strönd eða sundlaug hjálpar líka til (sjá hér neðar).

Nokkurra ferða virði

Árlega leggja um fjórtíu milljónir ferðamanna leið sína til Toskana héraðs. Þetta er fráhrindandi tala því sjarmi staðarins hverfur ef heimamenn eru hvergi sjáanlegir. En blessunarlega er það ekki bara aðkomufólk sem er á ferðinni á vinsælus

tu slóðum túrista í Toskana. Þar er því auðvelt að finna veitingastaði sem gera ekki út á ferðamenn og jafnvel yfir hásumarið er hægt að hafa falleg húsasund, kirkjur og torg út af fyrir sig í stundarkorn. Borgirnar Flórens, Pisa og Síena eru kannski undantekning frá þessu og þar af leiðandi ekki eins barnvænar. En í þekktum bæjum eins og Píenza, Arezzo og Massa Marittima fer furðulega lítið fyrir ferðamönnum og á kvöldin fjölmenna íbúarnir út á torg og taka börnin með sér og stemningin því mjög afslöppuð.

Toskana er rúmir tuttugu þúsund ferkílómetrar að stærð og það ómögulegt að gera öllu skil í einni ferð. Foreldranir geta því átt helling inni fyrir ferðalag til héraðsins þegar börnin eru ekki lengur með.

Tvö góð en gjörólík hótel fyrir fjölskyldur í Toskana:

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …