Samfélagsmiðlar

Rómantísk fjölskylduferð

Það er óþarfi að láta Toskana bíða þar til að börnin eru flogin úr hreiðrinu. Ríkulegur skammtur af ítölskum mat og ís, auk reglulegra baðferða, ætti að kaupa foreldrunum nægan tíma til að gera hæðóttum þorpum og sögufrægum borgum góð skil.

Það er sennilega óhætt að fullyrða að þeir sem aldrei hafa heimsótt Toskana á Ítalíu séu á leiðinni þangað og að þeir sem þekkja svæðið geti varla beðið eftir að komast þangað á ný. Að keyra meðfram sólblómum og sítrústrjám í átt að fallegum virkisbæ er alveg eins sjarmerandi og maður hafði ímyndað sér það vera.

En ólíklega yrði ferðalag um sveitir Toskana fyrir valinu ef börn og unglingar fengju að ráða. En þar kemur matarmenning heimamanna foreldrunum til hjálpar því á Ítalíu þarf engin að skammast sín fyrir að bjóða upp á pizzur, pasta og kúluís í næstum öll mál. Nálægð við strönd eða sundlaug hjálpar líka til (sjá hér neðar).

Nokkurra ferða virði

Árlega leggja um fjórtíu milljónir ferðamanna leið sína til Toskana héraðs. Þetta er fráhrindandi tala því sjarmi staðarins hverfur ef heimamenn eru hvergi sjáanlegir. En blessunarlega er það ekki bara aðkomufólk sem er á ferðinni á vinsælus

tu slóðum túrista í Toskana. Þar er því auðvelt að finna veitingastaði sem gera ekki út á ferðamenn og jafnvel yfir hásumarið er hægt að hafa falleg húsasund, kirkjur og torg út af fyrir sig í stundarkorn. Borgirnar Flórens, Pisa og Síena eru kannski undantekning frá þessu og þar af leiðandi ekki eins barnvænar. En í þekktum bæjum eins og Píenza, Arezzo og Massa Marittima fer furðulega lítið fyrir ferðamönnum og á kvöldin fjölmenna íbúarnir út á torg og taka börnin með sér og stemningin því mjög afslöppuð.

Toskana er rúmir tuttugu þúsund ferkílómetrar að stærð og það ómögulegt að gera öllu skil í einni ferð. Foreldranir geta því átt helling inni fyrir ferðalag til héraðsins þegar börnin eru ekki lengur með.

Tvö góð en gjörólík hótel fyrir fjölskyldur í Toskana:

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …