Samfélagsmiðlar

Starfsmannastefna lággjaldaflugfélaga gagnrýnd

Hlutfallslegur rekstrarkostnaður lággjaldaflugfélaga getur verið um helmingi lægri en hjá þeim almennu. Verkalýðsfrömuðir segja skýringuna meðal annars liggja í lélegum kjörum og minna starfsöryggi.

Það vakti athygli þegar Jens Stoltenberg, þáverandi forsætisráðherra Noregs, gaf það út að hann myndi aldrei fljúga með Ryanair. Lét hann þessi orð falla í kjölfar umræðu á norska stórþinginu í fyrra þar sem málefni starfsmanna írska lággjaldaflugfélagsins voru til umræðu.

Félagið er með starfsstöðvar í Noregi og Svíþjóð og hefur starfsmannastefna þess verið gagnrýnd af forkólfum skandinavískra verkalýðsfélaga undanfarin misseri. Nýverið fór formaður stéttarfélags í Gautaborg fram á að Ryanair yrði bannað að fljúga til borgarinnar vegna andstöðu fyrirtækisins við að starfsmenn þess gerist meðlimir að verkalýðsfélögum.

Borga sjálf fyrir skyldunámskeið

Verktakasamningar eru sagðir algengir meðal flugmanna írska félagsins og það takmarkar rétt þeirra á orlofi og veikindadögum. Eins eru áhafnir oft með ráðningasamninga í gegnum dótturfélög í útlöndum og njóti þar af leiðandi lakari kjara en þekkist í heimalandinu. Félagið var nýlega dæmt í Frakklandi fyrir að sniðganga franska vinnulöggjöf með því að bjóða þarlendum áhöfnum írska samninga. Einnig hefur verið bent á að nýir starfsmenn Ryanair eru í skuld við félagið þegar þeir hefja störf því þátttaka á undirbúningskúrs félagsins er dregin af laununum.

Lægri laun, meiri vinna og minna öryggi

Áhafnir lággjaldaflugfélaga fá lægri laun í átta af hverjum tíu tilvikum í samanburði við kollega sína hjá hefðbundnum flugfélögum, vinnuálagið er rúmlega helmingi meira og starfsöryggið talsvert minna. Þetta eru helstu niðurstöður samanburðar á kjörum starfsmanna lággjaldaflugfélaga og þeirra hefðbundnu sem kynnt var á ráðstefnu á vegum Evrópuþingsins fyrr í mánuðinum. Ráðstefnan bar heitið „Pirates of the sky – the corners cut by low cost airlines“ og meðal frummælenda var Vegard Einan, varaformaður norska verkalýðsfélagsins Parat. Hann sagði starfshætti sumra lággjaldaflugfélaga stefna örygginu um borð í hættu. Vísaði hann þar til tímabundinna ráðningasamninga og lengri vinnutíma.

Líka gagnrýni í Bandaríkjunum

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian stofnaði nýverið írskt fyrirtæki sem á að halda utan um flugrekstur félagsins í N-Ameríku og Asíu. Stéttarfélög vestanhafs hafa gagnrýnt það fyrirkomulag og segja að þar með ætli Norwegian að lækka starfsmannakostnað og komast framhjá þeim samningum sem gilda milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga í Bandaríkjunum samkvæmt frétt Aftenposten.

Líkt og Túristi greindi frá þá íhuguðu forsvarsmenn Ryanair flug hingað til lands en kostnaðurinn þótti of hár.

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …