Samfélagsmiðlar

Eftirspurnin eykst þegar fyrstu gestirnir koma heim

Norræna ferðaskrifstofan Nazar hóf nýverið starfsemi hér á landi og á morgun fer fyrsta vél félagsins frá Keflavík til Antalya í Tyrklandi. Framkvæmdastjórinn er ánægður með viðtökurnar og segir helming sætanna hafa selst.

„Það er reynsla okkar af öðrum mörkuðum að um leið og fyrstu farþegarnir koma heim þá eykst áhuginn á ferðunum til muna. Aðbúnaðurinn á hótelunum og þjónustan mun koma gestunum þægilega á óvart og þeir koma því til með að segja öðrum frá fríinu. Sérstaklega kunna börnin að meta það að þau geti verið í barnaklúbbi þar sem talað er við þau á þeirra eigin tungumáli,“ segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri Nazar. Fyrsta farþegar félagsins frá Íslandi leggja í hann til Tyrklands á morgun.

Helmingur sætanna seldur

Í upphafi stóð til að selja um tvö þúsund sæti í ferðir Nazar frá Íslandi í sumar en þremur brottförum var bætt við og jókst þá framboðið um fjórðung. Kemal segir að í dag hafi helmingurinn selst og það sé aðeins minna hlutfall en á öðrum mörkuðum félagsins en þar sem þetta er fyrsta starfsárið á Íslandi þá er hann mjög ánægður með söluna.

Fyrstu ferðir félagsins voru uppseldar þar sem aðeins mátti selja 174 sæti í þoturnar sem rúma 189 farþega. Ástæðan er sú að flugtíminn er langur og því má vélin ekki vera fullhlaðin. En þar sem stór hluti farþeganna eru börn þá hafi flugfélagið gefið leyfi fyrir því að fleiri farþegar bættust við og þar af leiðandi eru nokkur sæti til viðbótar til sölu í fyrstu tvær ferðirnar.

Íslendingar bóka sömu hótel og aðrir

Nazar býður upp á sólarlandaferðir frá tugum flugvalla í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi og aðspurður um hvort þarfir Íslendinga séu á einhvern hátt frábrugnar frá frændþjóðunum telur Kemal að svo sé ekki. Hann segir að þau hótel sem njóti mestra vinsælda hér á landi séu þau sömu og hinar þjóðirnar kjósi helst og það séu gististaðir þar sem boðið er upp á íslenska barna- og unglingaklúbba. Hann nefnir þó að hlutfallslega bóki Íslendingar meira af dýrustu hótelunum.

Myndi vilja bjóða upp á ferðir til Spánar

Í ár mun Nazar eingöngu bjóða upp á ferðir héðan til Tyrklands og nú þegar er hægt að bóka sæti í ferðir þangað fyrir næsta sumar. Í ár verður aðeins flogið yfir sumarmánuðina en á næsta ári mun ferðatímabilið hefast um miðjan maí og ná inn í október. Kemal segist einnig hafa áhuga á að bæta við ferðum til Costa del Sol á Spáni en þó ekki í leiguflugi á vegum ferðaskrifstofunnar. Hann myndi því gjarnan vilja að koma farþegum sínum þangað með áætlunarflugi en það er á boðstólum eins og er. Hann vonast til að íslenskt eða spænskt flugfélag hefji flug milli Keflavíkur og Malaga sem fyrst.

Byrjuðu með allt innifalið

Líkt og kom fram hér á síðunni þá segjast forsvarsmenn þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins hafa orðið varir við minni áhuga meðal Íslendinga á ferðum þar sem allur matur er innifalinn í gistingunni. Aðspurður um hvort það sama sé upp á teningnum hjá Nazar bendir Kemal á að allir farþegar félagsins, sem leggja í hann á morgun, hafi bókað hótel þar sem allt er innifalið. Hann segir að áður en Nazar hóf að bjóða upp á þess háttar ferðir hafi þær ekki tíðkast á Norðulöndum en vinsældirnar aukist árlega og segist Kemal fullviss um að fríið verði ódýrara þegar þess háttar hótel eru bókuð.

GERÐU VERÐSAMANBURÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM OG HÓTELUM ÚT UM ALLAN HEIM
TENGDAR GREINAR: Sólarlandaferðir seljast betur en í fyrraÆtla að selja Íslendingum tíu þúsund sólarlandaferðir á ári


Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …