Samfélagsmiðlar

Harðnandi slagur um farþegana í Kaupmannahöfn

Eftir margra ára vangaveltur hafa stjórnendur írska flugfélagsins Ryanair ákveðið að hefja flug frá Kaupmannahöfn.

 

 

Eftir margra ára vangaveltur hafa stjórnendur írska flugfélagsins Ryanair ákveðið að hefja flug frá Kaupmannahöfn.

Umsvif easyJet og Norwegian á Kaupmannahafnarflugvelli hafa aukist hratt síðustu ár og því hefur lengi verið spáð að Ryanair, stærsta lágfargjaldaflugfélag Evrópu, myndi veita erkifjendum sínum samkeppni í þessari stærstu flughöfn Norðurlanda.

Úr því hefur hins vegar ekki orðið fyrr en í dag. Forsvarsmenn írska félagsins boðuðu í morgun til blaðamannafundar í Kastrup þar sem þeir tilkynntu að í vor myndi Ryanair fljúga beint frá Kaupmannahöfn til minni flugvalla í nágrenni við London, Mílanó og Varsjá. Á sama tíma hættir Ryanair starfsemi hinum megin við sundið, nánar tiltekið á Sturup flugvelli í Malmö.

Ísland á topplistanum

Eins og áður segir ætlar Ryanair að opna starfstöð í Kaupmannahöfn og hafa þar vélar og áhafnir. Samkvæmt tilkynningu verða fjórar þotur félagsins staðsettar í Kaupmannahöfn þegar líður á næsta ár. Ryanair gæti því hafið flug hingað frá Kaupmannahöfn en þann möguleika hefur easyJet ekki því félagið er ekki með danskar áhafnir né vélar.

Á sumrin er flugleiðin til Íslands ávallt ein af þeim vinsælustu meðal farþega í Kastrup og fyrir síðasta sumar fengu forsvarsmenn Norwegian tíma á Keflavíkurflugvelli fyrir flug þangað frá Kaupmannahöfn. Ekkert varð hins vegar úr þeim áætlunum. Kaupmannahöfn er sú borg sem oftast er flogið til frá Keflavík að London undanskilinni.

Ryanair hefur kannað flug hingað

Líkt og Túristi greindi frá þá könnuðu forsvarsmenn Ryanair möguleika á flugi til Keflavíkur og Akureyrar um árið. Erfitt aðflug á Akureyrarflugvelli varð hins vegar til þess að sá kostur var ekki talinn álitlegur og kostnaðurinn í Keflavík þótti of hár.

Aðalskrifstofur Ryanair eru í Dublin en þangað mun WOW air fljúga allt árið um kring frá og með næsta sumri.

NÝJAR GREINAR: Fargjöld lækka áframFerðir Íslendinga til Berlínar stóðu í stað

 

Nýtt efni

Þegar stjórnendur Easyjet ákváðu að hefja flug til Keflavíkurflugvallar árið 2012 gerðu þeir aðeins ráð fyrir áætlunarflugi hingað yfir sumarmánuðina frá London. Viðtökurnar voru hins vegar það góðar að þeir bættu strax við vetrarflugi. Segja má að sú viðbót hafi valdið straumhvörfum í íslenskri ferðaþjónustu því í kjölfarið komu hingað miklu fleiri breskir ferðamenn yfir …

Stærsti bílaframleiðandi heims lætur ekki haggast þó hann hafi mætt nokkru andstreymi að undanförnu. Hluthafafundur Toyota endurnýjaði traust sitt á 10 manna stjórn fyrirtækisins í dag, þar á meðal á formanninum, Akio Toyoda, sem verið hefur í forystusveit fjölskyldufyrirtækisins frá aldamótum. Hann vék úr starfi forstjóra fyrir rúmu ári og varð stjórnarformaður. Nú hefur þessi …

Hér á landi hefur fjöldi erlendra vegabréfa við vopnaleitina á Keflavíkurflugvelli verið helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni. Á hinum Norðurlöndunum er ekki hægt að stunda svona talningu á flugvöllum enda margir sem koma landleiðina. Gistinætur útlendinga eru því aðalmælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustunni hjá frændum okkar og samtals voru þær 15,3 milljónir …

Búist er við að 38 prósenta hækkun tolla á innflutta rafbíla frá Kína hægi á sókn framleiðenda þar inn á Evrópumarkað. Hins vegar verður það aðeins tímabundið. Kínverskir framleiðendur hafa þegar náð sterkri stöðu í tæknimálum og getu til að framleiða á hagkvæman hátt - þeir ráða yfir allri aðfangakeðju framleiðslu sinnar. Að auki munu …

Fyrstu helgina í júní stefndi í verkfall flugmanna Norwegian í Noregi en samningar tókust á elleftu stundu. Flugfélagið hafði áður samið við danska og spænska flugmenn en þeir norsku kröfðust hlutfallslega meiri hækkunar og vísuðu til þess að laun þeirra stæðust ekki samanburð við starfsbræður sína í Evrópu vegna þess hve veik norska krónan er. …

„Það umfangsmikið verkefni að opna nýja álmu við flugstöð. Byggingin þarf að uppfylla fjölmargar kröfur yfirvalda , m.a. um innréttingar, eldvarnir, umhverfiskröfur og vinnuaðstæður. Það þarf líka að setja upp flókinn tækjabúnað, sem þarnast sérhæfðrar þekkingar og margra stunda þjálfun ef hann á að skila sínu hlutverki. Það gildir um nýjan öryggisbúnað flugvallarins," segir í …

Suður-kóreski bílaframleiðandinn Hyundai veðjar á fjórða stærsta bílamarkað heims, Indland. Stærstu markaðirnir eru Kína, Bandaríkin og Japan - en Indlandsmarkaður vex hratt og mikil sala er í litlum og sparneytnum gerðum bíla. Á síðasta ári keypti dótturfélag Hyundai á Indlandi verksmiðjur General Motors í Maharashtra í vestanverðu landinu með það fyrir augum að auka framleiðslu …