Samfélagsmiðlar

Sumaráætlun flugfélaganna gæti endað í lausu lofti

Styrinn um afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur staðið í 20 mánuði. Bráðlega verða kveðnir upp tveir úrskurðir sem munu annað hvort binda enda á deilan eða framlengja líf hennar.

 

 

Styrinn um afgreiðslutíma við Flugstöð Leifs Eiríkssonar hefur staðið í 20 mánuði. Bráðlega verða kveðnir upp tveir úrskurðir sem munu annað hvort binda enda á deilan eða framlengja líf hennar.

Á hverjum degi taka á bilinu þrjátíu til sextíu flugvélar á loft frá Keflavíkurflugvelli. Bróðurparturinn eru farþegaþotur í áætlunarflugi sem fara héðan á föstum tíma, lenda í útlöndum nokkrum klukkutímum síðar og snúa svo tilbaka. Sérstakir samræmingarstjórar sjá til þess að áætlunin gangi upp miðað við þá afgreiðslutíma sem flugfélögin hafa fengið úthlutaða á flugvöllunum.

Við flestar flughafnir eru sumir dagspartar fullbókaðir og til að mynda hafa ekki verið laus pláss á Heathrow flugvelli í London um langt árabil og hafa afgreiðslutímar þar selst á milljarða króna.

Fékk flýtimeðferð hjá EFTA

Á Keflavíkurflugvelli eru engir lausir tímar fyrir flug til N-Ameríku milli klukkan fjögur og hálfsex seinnipartinn þar sem Icelandair fullnýtir þessi pláss. Í febrúar í fyrra sendu forsvarsmenn WOW air kvörtun til Samkeppniseftirlitsins og sögðu útilokað að veita Icelandair samkeppni í flugi til Bandaríkjanna á öðrum tímum dags. Samkeppniseftirlitið tók undir þessa kvörtun og fór fram á að WOW air fengi tvo af brottfarartímum Icelandair til að geta hafið flug til Bandaríkjanna. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála felldi niður þá ákvörðun þar sem málinu hefði átt að beina að samræmingarstjóranum en ekki Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar. Hæstiréttur hefur nú leitað til EFTA dómstólsins og beðið um álit hans á því hvort samræmingarstjórinn sé bundinn evrópskum reglum eða megi úthluta afgreiðslutímum líkt og Samkeppniseftirlitið fór fram á. Málið er í flýtimeðferð hjá dómstólnum í Lúxemburg og fór málflutningur fram á mánudaginn. Von er á niðurstöðu fljótlega. Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að úrræði samkeppnisyfirvalda vegi þyngra en EES reglurnar gæti farið svo að stokka þurfi upp sumardagskrá Icelandair og WOW air. Forsvarsmenn WOW air lýstu í síðustu viku yfir ánægju með þá flugtíma sem félagið er með núna og eru byrjaðir að selja sæti í sínar ferðir. Sumarferðir Icelandair hafa verið í sölu um langt skeið og því ljóst að ferðaplön þúsunda farþega gætu riðlast.

IATA segir núverandi kerfi sanngjarnt

Þær reglur sem gilda um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum á EES svæðinu byggja á reglugerð IATA, alþjóðasamtaka flugfélaga. Í svari samtakanna til Túrista í vor segir að forsvarsmenn IATA vilji ekki tjá sig um deiluna á Íslandi en taka fram að reglurnar sem gilda um úthlutun afgreiðslutíma séu skýrar og sanngjarnar. Benda þeir á að flugfélög eigi hefðarrétt á afgreiðslutímum en ef nýtingin fari undir 80 prósent þá missi flugfélög viðkomandi tíma og þeim sé úthlutað á ný. Alla vega helmingi þeirra afgreiðslutíma sem er endurhlutað eiga að fara til nýrra flugfélaga. Í svari IATA segir jafnframt að hefðarrétturinn sé undirstaðan í því úthlutunarkerfi sem notað er víða um heim og þar sé einnig tekið fram að ekki megi svipta flugfélag afgreiðslutíma til að hleypa nýjum aðila að.

Á næstunni dögum kemur hins vegar í ljós hvort EFTA dómstóllinn heimili að WOW air fái hluta af þeim tímum sem Icelandair notar í dag.

Þess má geta að einnig er von á úrskurði Samkeppniseftirlitsins í máli vegna úthlutunar á afgreiðslutímum fyrir næsta sumar. Ekki er ljóst hvenær niðurstaðan verður birt.

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …